Fyrsta einkaflugvélin endaði sem sleði í Þingvallasveit Kristján Már Unnarsson skrifar 3. september 2024 22:44 Vífilsstaðaflugvélin var einshreyfils tvíþekja og gat borið einn mann. Ljósmyndari óþekktur Fyrsta einkaflugvél Íslendinga var nefnd Vífilsstaðaflugvélin og flaug hún fyrst á Íslandi sumarið 1930. Aðeins tveimur árum síðar taldi nýr eigandi best að nýta flugvélina með því að breyta henni í vélsleða. Þetta kom fram í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2. Þar rakti formaður Íslenska flugsögufélagsins, Sigurjón Valsson, sérkennileg örlög flugvélar sem skipar þann merka sess í flugsögunni að vera fyrsta einkaflugvélin á Íslandi. Fyrsta einkaflugvél Íslendinga orðin að vélsleða.Íslenska flugsögufélagið Það var Albert Jóhannesson, bílstjóri á Vífilsstöðum, sem keypti flugvélina til landsins frá Bandaríkjunum. Hún var einshreyfils af gerðinni Irwin Meteorplane. Aðeins var sæti fyrir einn flugmann um borð en engan farþega. Í samantekt Arngríms Sigurðssonar í tímaritinu Æskunni árið 1969 kemur fram að flugvélin hafi verið smíðuð í Kaliforníu árið 1928 en Albert pantað hana í júní 1929. Ári síðar hafi hún komið til Íslands með skipi um Kaupmannahöfn þann 10. júní 1930. Sigurjón segir að íslenskur flugmaður, Helgi Eyjólfsson, sem lært hafði að fljúga í Ameríku, hafi flogið fyrstu ferðirnar. Flugvélin hafi hins vegar ekki reynst vel. Þetta hafi verið hálfmislukkað ævintýri. Sigurjón Valsson, formaður Íslenska flugsögufélagsins, sýnir hreyfilinn.Egill Aðalsteinsson Flugsögufélagið varðveitir hreyfillinn úr Vífilsstaðavélinni og Sigurjón lýsir því hvernig það kom til að Pétur Símonarson, bóndi í Vatnskoti í Þingvallasveit, eignaðist flugvélina og sá þau einu not að breyta henni í vélsleða. Sagt er að sleðinn hafi náð 200 kílómetra hraða. Flugsögumenn voru hins vegar forvitnir um afdrif flugvélarinnar á Þingvöllum. Í árdaga flugsögufélagsins efndu þeir til leiðangurs í Vatnskot og hófu uppgröft í fjárhústóftinni. Í þessu myndskeiði úr þættinum má sjá hvað þeir fundu: Næsti þáttur Flugþjóðarinnar næstkomandi mánudagskvöld fjallar um sögu Flugfélags Íslands frá 1937 til 1973, er félagið sameinaðist Loftleiðum með stofnun Flugleiða. Flugþjóðin Fréttir af flugi Garðabær Þingvellir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. 31. ágúst 2024 12:44 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Sjá meira
Þetta kom fram í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2. Þar rakti formaður Íslenska flugsögufélagsins, Sigurjón Valsson, sérkennileg örlög flugvélar sem skipar þann merka sess í flugsögunni að vera fyrsta einkaflugvélin á Íslandi. Fyrsta einkaflugvél Íslendinga orðin að vélsleða.Íslenska flugsögufélagið Það var Albert Jóhannesson, bílstjóri á Vífilsstöðum, sem keypti flugvélina til landsins frá Bandaríkjunum. Hún var einshreyfils af gerðinni Irwin Meteorplane. Aðeins var sæti fyrir einn flugmann um borð en engan farþega. Í samantekt Arngríms Sigurðssonar í tímaritinu Æskunni árið 1969 kemur fram að flugvélin hafi verið smíðuð í Kaliforníu árið 1928 en Albert pantað hana í júní 1929. Ári síðar hafi hún komið til Íslands með skipi um Kaupmannahöfn þann 10. júní 1930. Sigurjón segir að íslenskur flugmaður, Helgi Eyjólfsson, sem lært hafði að fljúga í Ameríku, hafi flogið fyrstu ferðirnar. Flugvélin hafi hins vegar ekki reynst vel. Þetta hafi verið hálfmislukkað ævintýri. Sigurjón Valsson, formaður Íslenska flugsögufélagsins, sýnir hreyfilinn.Egill Aðalsteinsson Flugsögufélagið varðveitir hreyfillinn úr Vífilsstaðavélinni og Sigurjón lýsir því hvernig það kom til að Pétur Símonarson, bóndi í Vatnskoti í Þingvallasveit, eignaðist flugvélina og sá þau einu not að breyta henni í vélsleða. Sagt er að sleðinn hafi náð 200 kílómetra hraða. Flugsögumenn voru hins vegar forvitnir um afdrif flugvélarinnar á Þingvöllum. Í árdaga flugsögufélagsins efndu þeir til leiðangurs í Vatnskot og hófu uppgröft í fjárhústóftinni. Í þessu myndskeiði úr þættinum má sjá hvað þeir fundu: Næsti þáttur Flugþjóðarinnar næstkomandi mánudagskvöld fjallar um sögu Flugfélags Íslands frá 1937 til 1973, er félagið sameinaðist Loftleiðum með stofnun Flugleiða.
Flugþjóðin Fréttir af flugi Garðabær Þingvellir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. 31. ágúst 2024 12:44 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Sjá meira
Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00
Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. 31. ágúst 2024 12:44