„Fannst Eyjamennirnir bara furðugóðir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. september 2024 21:02 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. Vísir/Diego Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segist vera nokkuð sáttur með að hans menn hafi náð í eitt stig gegn ÍBV á heimavelli í opnunarleik Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Liðin skiptu stigunum á milli sín er þau mættust í N1-höllinni í fyrsta leik Olís-deildarinnar í kvöld. Lokatölur urðu 31-31, en Valsmenn voru aðeins einu sinni yfir í leiknum. „Ef maður lítur yfir allan leikinn þá vorum við eiginlega alltaf að elta og vorum bara ekki góðir,“ sagði Óskar í leikslok. „Við náðum aldrei neinu frumkvæði í varnaleik, en hraðaupphlaupin voru allt í lagi. Við erum að skora 17 mörk í fyrri hálfleik, en samt að fara með einhver dauðafæri þar. Við náðum aldrei neinum þéttleika eða góðum varnarleik fannst mér til að eiga eitthvað skilið. En það var karakter í okkur, við lentum þremur undir þegar einhverjar sjö mínútur eru eftir og erum svo í þeirri stöðu að við erum eiginlega fúlir að vinna ekki. En ég held að við getum eiginlega verið bara þakklátir með eitt stig.“ Þá bætir hann einnig við að sínir menn hafi sýnt úr hverju þeir eru gerðir. „Við lendum þarna fjórum mörkum undir og það er enginn taktur í okkar liði. Þeir fengu allt sem þeir vildu, fengu að spila upp línumanninn og það voru allir að koma sér vel í gegnum okkur og við vorum ekki að finna taktinn í þessu.“ „En mér fannst síðustu sjö mínúturnar það besta í okkur og það sýnir bara ákveðna seiglu í okkur. Það er eiginlega furðuleg tilfinning að vera fúll yfir að hafa ekki unnið. Það er allt í lagi að vera undir, en þegar við förum á skrið þá eigum við að klára þetta.“ „Þakklátur fyrir stigið að svo stöddu“ Óskar bætir einnig við að haustbragurinn frægi hafi gert vart við sig í leik kvöldsins. „Já, kannski bara á báðum liðum. Inn á milli kemur eitthvað þar sem menn eru að finna taktinn í skiptingum og þess háttar. Við erum auðvitað búnir að fá tvo alvöru leiki, en mér fannst Eyjamennirnir bara furðugóðir með sinn takt. Frekar að við værum eins og við værum í æfingaleik. Ég er eiginlega bara þakklátur fyrir stigið að svo stöddu.“ „Fannst hann ekki hjálpa okkur nógu mikið í dag“ Þeir Bjarni Selvindi og Miodrag Corsovic eru að stíga sín fyrstu skref með Valsmönnum og líklega hefði Óskar viljað fá meira út úr þeim báðum. Corsovic fékk að líta beint rautt spjald í seinni hálfleik og Bjarni þurfti 16 skot til að skora sjö mörk, en á tímabili hafði hann aðeins skorað tvö mörk úr tíu skotum. „Ég sá þetta ekki nógu vel,“ sagði Óskar um rauða spjaldið. „Mér fannst hann sitja eftir og hvort að einhver ýti eða hvort að hann krækir veit ég ekki. Ég treysti bara Antoni og Jónasi fyrir þessu.“ „En mér finnst Bjarni frábær leikmaður. Hann þarf oft svolítinn tíma til að koma sér í gang og misnotar aðeins til að byrja með. Hann er eiginlega furðugóður miðað við að hann sé nýkominn. Við erum náttúrulega með nýja vörn og margt nýtt frá því í fyrra þannig ég er ánægður með margt.“ „Bjarni er flottur, en ég var miklu ánægðari með Miodrag í síðasta leik. Mér fannst hann hægur og ekki nógu góður og ekki hjálpa okkur nógu mikið í dag,“ sagði Óskar að lokum. Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira
Liðin skiptu stigunum á milli sín er þau mættust í N1-höllinni í fyrsta leik Olís-deildarinnar í kvöld. Lokatölur urðu 31-31, en Valsmenn voru aðeins einu sinni yfir í leiknum. „Ef maður lítur yfir allan leikinn þá vorum við eiginlega alltaf að elta og vorum bara ekki góðir,“ sagði Óskar í leikslok. „Við náðum aldrei neinu frumkvæði í varnaleik, en hraðaupphlaupin voru allt í lagi. Við erum að skora 17 mörk í fyrri hálfleik, en samt að fara með einhver dauðafæri þar. Við náðum aldrei neinum þéttleika eða góðum varnarleik fannst mér til að eiga eitthvað skilið. En það var karakter í okkur, við lentum þremur undir þegar einhverjar sjö mínútur eru eftir og erum svo í þeirri stöðu að við erum eiginlega fúlir að vinna ekki. En ég held að við getum eiginlega verið bara þakklátir með eitt stig.“ Þá bætir hann einnig við að sínir menn hafi sýnt úr hverju þeir eru gerðir. „Við lendum þarna fjórum mörkum undir og það er enginn taktur í okkar liði. Þeir fengu allt sem þeir vildu, fengu að spila upp línumanninn og það voru allir að koma sér vel í gegnum okkur og við vorum ekki að finna taktinn í þessu.“ „En mér fannst síðustu sjö mínúturnar það besta í okkur og það sýnir bara ákveðna seiglu í okkur. Það er eiginlega furðuleg tilfinning að vera fúll yfir að hafa ekki unnið. Það er allt í lagi að vera undir, en þegar við förum á skrið þá eigum við að klára þetta.“ „Þakklátur fyrir stigið að svo stöddu“ Óskar bætir einnig við að haustbragurinn frægi hafi gert vart við sig í leik kvöldsins. „Já, kannski bara á báðum liðum. Inn á milli kemur eitthvað þar sem menn eru að finna taktinn í skiptingum og þess háttar. Við erum auðvitað búnir að fá tvo alvöru leiki, en mér fannst Eyjamennirnir bara furðugóðir með sinn takt. Frekar að við værum eins og við værum í æfingaleik. Ég er eiginlega bara þakklátur fyrir stigið að svo stöddu.“ „Fannst hann ekki hjálpa okkur nógu mikið í dag“ Þeir Bjarni Selvindi og Miodrag Corsovic eru að stíga sín fyrstu skref með Valsmönnum og líklega hefði Óskar viljað fá meira út úr þeim báðum. Corsovic fékk að líta beint rautt spjald í seinni hálfleik og Bjarni þurfti 16 skot til að skora sjö mörk, en á tímabili hafði hann aðeins skorað tvö mörk úr tíu skotum. „Ég sá þetta ekki nógu vel,“ sagði Óskar um rauða spjaldið. „Mér fannst hann sitja eftir og hvort að einhver ýti eða hvort að hann krækir veit ég ekki. Ég treysti bara Antoni og Jónasi fyrir þessu.“ „En mér finnst Bjarni frábær leikmaður. Hann þarf oft svolítinn tíma til að koma sér í gang og misnotar aðeins til að byrja með. Hann er eiginlega furðugóður miðað við að hann sé nýkominn. Við erum náttúrulega með nýja vörn og margt nýtt frá því í fyrra þannig ég er ánægður með margt.“ „Bjarni er flottur, en ég var miklu ánægðari með Miodrag í síðasta leik. Mér fannst hann hægur og ekki nógu góður og ekki hjálpa okkur nógu mikið í dag,“ sagði Óskar að lokum.
Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira