Uppgjörið: Ísland - Danmörk 4-2 | Kristall skein skært í mögnuðum sigri Kári Mímisson skrifar 6. september 2024 16:50 Kristall Máni kann heldur betur vel við sig í Víkinni. Vísir/Anton Brink Leikurinn byrjaði brösuglega fyrir íslenska liðið sem átti í stökustu erfiðleikum í upphafi leiks. Danir nýttu sér þetta og skoruðu fyrsta mark leiksins þegar William Osula, leikmaður Newcastle, kom þeim yfir eftir góða skyndisókn. Áfram voru Danir með tögl og hagldir á leiknum en á 26. mínútu dró til tíðinda þegar Kristall Máni Ingason kom Íslandi yfir. Kristall Máni vann þá boltann af miklu harðfylgi af Oscar Fraulo á stórhættulegum stað og skoraði svo örugglega framhjá Filip Jörgensen í marki Dana. Virkilega vel gert hjá Kristal sem kann vel við sig hér á heimavelli hamingjunnar eftir að hafa leikið hér á árum áður með Víkingum. Þetta mark gaf íslenska liðinu heldur betur vind í seglin og liðið spilað frábærlega restina af hálfleiknum og uppskar mark á 40. mínútu þegar Ari Sigurpálsson skoraði eftir fyrirgjöf frá Eggerti Aron Guðmundssyni og staðan því 2-1 þegar flautað til hálfleiks. Það var hins vegar ekki langt liðið á seinni hálfleikinn þegar Danir jöfnuðu leikinn en það gerði Mathias Kvistgaarden. Eftir hraða sókn Dana upp vinstri vænginn tókst íslenska liðinu ekki að hreinsa nægjanlega vel í burtu og boltinn barst til Kvistgaarden sem átti bylmingsskot á markið sem endaði í netinu. Eftir þetta var mikið jafnræði með liðunum þar til á 71. mínútu þegar Sebastian Otoa braut á Hilmi Rafn Mikaelssyni innan vítateigs og fékk að líta rauða spjaldið réttilega. Otoa hafði aðeins verið inn á vellinum í um átta mínútur þegar þetta gerðist en Hilmir var við það að sleppa í gegn þegar Otoa hreinlega reif hann niður á afskaplega klaufalegan hátt. Kristall Máni fór á punktinn og skoraði framhjá Jörgensen í markinu og íslenska liðið komið í ansi vænlega stöðu, manni fleiri og marki yfir þegar tæplega 20 mínútur voru eftir af leiknum. Aðeins tveimur mínútum síðar kórónaði Kristall þrennuna og gulltryggði sigur Íslands. Andri Fannar Baldursson fór þá í skot fyrir utan teig sem Jörgensen varði en tókst ekki að halda. Kristall Máni var fyrstur á frákastið og skoraði í leiðinni sitt þriðja marki. Kristall Máni kom sá, skoraði og sigraði.Vísir/Anton Brink Meira markvert gerðist ekki í leiknum og glæsilegur sigur íslenska liðsins því staðreynd hér í Víkinni. Stjörnur og skúrkar Kristall Máni Ingason kann vel við sig hér í Víkinni. Stórglæsilega frammistaða og þessi mörk hans í dag gera hann að markahæsta leikmanni U21 árs landsliðsins frá upphafi. Ari Sigurpálsson átti líka flottan dag en hann þekkir það sömuleiðis hvernig á að skora á þessi mörk hér í Víkinni. Þá var Andri Fannar frábær á miðjunni í dag. Þetta var martraðar dagur hjá Sebastian Otoa. Hann var að leika sinn fyrsta leik fyrir U21 lið Dana og var ekki búinn að vera inn á í nema átta mínútur þegar honum er vikið af velli. Atvik leiksins Rauða spjaldið á Sebastian Otoa reyndust vera ansi afdrifarík mistök. Hlynur Freyr Karlsson hengdi þá einn langan bolta inn fyrir vörn Dana þar sem Hilmir gerði frábærlega í því að taka sér stöðu fyrir framan Otoa sem reif hann niður á afskaplega klaufalegan hátt. Eftir þetta áttu Danir aldrei möguleika og voru í raun og veru enn að jafna sig á þessu þegar fjórða markið koma svo skömmu seinna. Dómarinn Oleksii Derevinskyi, dómari leiksins og hans menn voru með þennan leik allan tíman. Það var í raun bara eitt stórt atvik í dag og það er rauða spjaldið sem var alveg hárrétt. Stemmningin Það var bara fín stemning í dag og ekki skemmir það að við séum að sigra Dani. Ekkert Re-Sepp-Ten kjaftæði í dag bara blá alsæla yfir þessu öllu. „Extra sætt að setja þrennu“ Kristall Máni Ingason mætti kampakátur í stutt viðtal strax að leik loknum. „Það er sterkt að ná í þrjá punkta hér í dag. Núna ætlum við bara að fagna í kvöld og njóta áður en við förum að einbeita okkur að næsta leik.“ Spurður út í það hvort það væri extra sætt að skora gegn Dönum svarar Kristall „Það er nú bara extra sætt að setja þrennu, alveg sama hvaða lið það er. Það er alltaf gaman að skora og hvað þá þrjú. Ég veit að ég set alltaf nokkur mörk hér í Víkinni.“ Með mörkunum í dag er Kristall orðinn markahæsti leikmaður íslenska U21 árs landsliðsins frá upphafi með 11 mörk. Hvernig er tilfinningin að ná þeim áfanga? „Hún er bara ágæt. Maður er náttúrulega búinn að vera í þessu liði lengi og stefnir auðvitað á það að fara í A-landsliðið sem fyrst. Ég fagna þessu og svo held ég bara áfram.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta
Leikurinn byrjaði brösuglega fyrir íslenska liðið sem átti í stökustu erfiðleikum í upphafi leiks. Danir nýttu sér þetta og skoruðu fyrsta mark leiksins þegar William Osula, leikmaður Newcastle, kom þeim yfir eftir góða skyndisókn. Áfram voru Danir með tögl og hagldir á leiknum en á 26. mínútu dró til tíðinda þegar Kristall Máni Ingason kom Íslandi yfir. Kristall Máni vann þá boltann af miklu harðfylgi af Oscar Fraulo á stórhættulegum stað og skoraði svo örugglega framhjá Filip Jörgensen í marki Dana. Virkilega vel gert hjá Kristal sem kann vel við sig hér á heimavelli hamingjunnar eftir að hafa leikið hér á árum áður með Víkingum. Þetta mark gaf íslenska liðinu heldur betur vind í seglin og liðið spilað frábærlega restina af hálfleiknum og uppskar mark á 40. mínútu þegar Ari Sigurpálsson skoraði eftir fyrirgjöf frá Eggerti Aron Guðmundssyni og staðan því 2-1 þegar flautað til hálfleiks. Það var hins vegar ekki langt liðið á seinni hálfleikinn þegar Danir jöfnuðu leikinn en það gerði Mathias Kvistgaarden. Eftir hraða sókn Dana upp vinstri vænginn tókst íslenska liðinu ekki að hreinsa nægjanlega vel í burtu og boltinn barst til Kvistgaarden sem átti bylmingsskot á markið sem endaði í netinu. Eftir þetta var mikið jafnræði með liðunum þar til á 71. mínútu þegar Sebastian Otoa braut á Hilmi Rafn Mikaelssyni innan vítateigs og fékk að líta rauða spjaldið réttilega. Otoa hafði aðeins verið inn á vellinum í um átta mínútur þegar þetta gerðist en Hilmir var við það að sleppa í gegn þegar Otoa hreinlega reif hann niður á afskaplega klaufalegan hátt. Kristall Máni fór á punktinn og skoraði framhjá Jörgensen í markinu og íslenska liðið komið í ansi vænlega stöðu, manni fleiri og marki yfir þegar tæplega 20 mínútur voru eftir af leiknum. Aðeins tveimur mínútum síðar kórónaði Kristall þrennuna og gulltryggði sigur Íslands. Andri Fannar Baldursson fór þá í skot fyrir utan teig sem Jörgensen varði en tókst ekki að halda. Kristall Máni var fyrstur á frákastið og skoraði í leiðinni sitt þriðja marki. Kristall Máni kom sá, skoraði og sigraði.Vísir/Anton Brink Meira markvert gerðist ekki í leiknum og glæsilegur sigur íslenska liðsins því staðreynd hér í Víkinni. Stjörnur og skúrkar Kristall Máni Ingason kann vel við sig hér í Víkinni. Stórglæsilega frammistaða og þessi mörk hans í dag gera hann að markahæsta leikmanni U21 árs landsliðsins frá upphafi. Ari Sigurpálsson átti líka flottan dag en hann þekkir það sömuleiðis hvernig á að skora á þessi mörk hér í Víkinni. Þá var Andri Fannar frábær á miðjunni í dag. Þetta var martraðar dagur hjá Sebastian Otoa. Hann var að leika sinn fyrsta leik fyrir U21 lið Dana og var ekki búinn að vera inn á í nema átta mínútur þegar honum er vikið af velli. Atvik leiksins Rauða spjaldið á Sebastian Otoa reyndust vera ansi afdrifarík mistök. Hlynur Freyr Karlsson hengdi þá einn langan bolta inn fyrir vörn Dana þar sem Hilmir gerði frábærlega í því að taka sér stöðu fyrir framan Otoa sem reif hann niður á afskaplega klaufalegan hátt. Eftir þetta áttu Danir aldrei möguleika og voru í raun og veru enn að jafna sig á þessu þegar fjórða markið koma svo skömmu seinna. Dómarinn Oleksii Derevinskyi, dómari leiksins og hans menn voru með þennan leik allan tíman. Það var í raun bara eitt stórt atvik í dag og það er rauða spjaldið sem var alveg hárrétt. Stemmningin Það var bara fín stemning í dag og ekki skemmir það að við séum að sigra Dani. Ekkert Re-Sepp-Ten kjaftæði í dag bara blá alsæla yfir þessu öllu. „Extra sætt að setja þrennu“ Kristall Máni Ingason mætti kampakátur í stutt viðtal strax að leik loknum. „Það er sterkt að ná í þrjá punkta hér í dag. Núna ætlum við bara að fagna í kvöld og njóta áður en við förum að einbeita okkur að næsta leik.“ Spurður út í það hvort það væri extra sætt að skora gegn Dönum svarar Kristall „Það er nú bara extra sætt að setja þrennu, alveg sama hvaða lið það er. Það er alltaf gaman að skora og hvað þá þrjú. Ég veit að ég set alltaf nokkur mörk hér í Víkinni.“ Með mörkunum í dag er Kristall orðinn markahæsti leikmaður íslenska U21 árs landsliðsins frá upphafi með 11 mörk. Hvernig er tilfinningin að ná þeim áfanga? „Hún er bara ágæt. Maður er náttúrulega búinn að vera í þessu liði lengi og stefnir auðvitað á það að fara í A-landsliðið sem fyrst. Ég fagna þessu og svo held ég bara áfram.“
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti