Fresta ákvörðun um þátttöku í Eurovision Lovísa Arnardóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 6. september 2024 15:10 Frá úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í ár. Vísir/Hulda Margrét Ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision á næsta ári hefur verið frestað þar til í næstu viku. Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar og fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, sagði fyrr í vikunni að ákvörðunin yrði tekin í þessari viku en henni hefur verið frestað þar til eftir helgi. Ísland lenti í seinasta sæti á Eurovision í ár. „Við erum enn að fara yfir málin, þar á meðal á fundi sem fulltrúar okkar og hinna þjóðanna sækja með forsvarsmönnum Eurovision eftir helgi. Fresturinn til að staðfesta þátttöku í Eurovision rennur út 15. september. Við munum tilkynna okkar ákvörðun fyrir þann tíma,“ segir Rúnar Freyr í svari til fréttastofu um málið. 15. september er sunnudagurinn í næstu viku. Áður hefur komið fram að á sama tíma og tilkynnt verður um þátttöku í Eurovision verður tilkynnt um fyrirkomulag Söngvakeppninnar og væntanlega dagsetningar um hvenær listamenn geta sent inn atriði og fleira. Keppnin og þátttaka Íslands var afar umdeild í ár vegna þátttöku Ísrael og stríðsins á Gasa. Fjölmargir hvöttu til sniðgöngu og var reglulega í aðdraganda keppninnar mótmælt við RÚV. Þá hríðféll áhorf á úrslit keppninnar miðað við það sem það hefur verið síðustu ár. Sjá einnig: Áhorf á úrslit Eurovision hríðféll Framlag Íslands, í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur, komst ekki á úrslitakvöldið. Ísland lenti í síðasta sæti keppninnar með framlagið Scared of Heights. Gunna Dís sá um að lýsa keppninni í stað Gísla Marteins Baldurssonar sem hætti við að lýsa vegna framgöngu Ísraela á Gasa. 27 lönd hafi staðfest þátttöku Sigurvegari keppninnar í ár var Sviss og fer keppnin fram 17. maí í Basel. Nú þegar hafa 27 ríki staðfest að þau taki þátt í keppninni, þar á meðal eru öll hin Norðurlöndin og Ísrael. Enn eiga ellefu lönd, sem tóku þátt í ár, eftir að tilkynna um þátttöku. Auk Íslands eru það Armenía, Eistland, Ástralía, Grikkland, Írland, Moldóva, Holland, Pólland, Slóvenía og Úkraína. Eina ríkið sem hefur staðfest að það taki þátt á næsta ári, en tók ekki þátt í ár, er Svartfjallaland sem snýr aftur eftir tveggja ára hlé. Eftir keppnina í ár sagði Rúnar Freyr að þátttaka Ísraela hafi haft neikvæð áhrif á keppnina. Hún hafi ekki verið sá sameiningarvettvangur sem hún á að vera. Hann sagðist gera ráð fyrir því að Ísland tæki þátt aftur á næsta ári en það væri alls ekkert staðfest. Eins og fram kom að ofan verður tilkynnt um þá ákvörðun í næstu viku. Eurovision Ríkisútvarpið Sviss Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision 2025 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
„Við erum enn að fara yfir málin, þar á meðal á fundi sem fulltrúar okkar og hinna þjóðanna sækja með forsvarsmönnum Eurovision eftir helgi. Fresturinn til að staðfesta þátttöku í Eurovision rennur út 15. september. Við munum tilkynna okkar ákvörðun fyrir þann tíma,“ segir Rúnar Freyr í svari til fréttastofu um málið. 15. september er sunnudagurinn í næstu viku. Áður hefur komið fram að á sama tíma og tilkynnt verður um þátttöku í Eurovision verður tilkynnt um fyrirkomulag Söngvakeppninnar og væntanlega dagsetningar um hvenær listamenn geta sent inn atriði og fleira. Keppnin og þátttaka Íslands var afar umdeild í ár vegna þátttöku Ísrael og stríðsins á Gasa. Fjölmargir hvöttu til sniðgöngu og var reglulega í aðdraganda keppninnar mótmælt við RÚV. Þá hríðféll áhorf á úrslit keppninnar miðað við það sem það hefur verið síðustu ár. Sjá einnig: Áhorf á úrslit Eurovision hríðféll Framlag Íslands, í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur, komst ekki á úrslitakvöldið. Ísland lenti í síðasta sæti keppninnar með framlagið Scared of Heights. Gunna Dís sá um að lýsa keppninni í stað Gísla Marteins Baldurssonar sem hætti við að lýsa vegna framgöngu Ísraela á Gasa. 27 lönd hafi staðfest þátttöku Sigurvegari keppninnar í ár var Sviss og fer keppnin fram 17. maí í Basel. Nú þegar hafa 27 ríki staðfest að þau taki þátt í keppninni, þar á meðal eru öll hin Norðurlöndin og Ísrael. Enn eiga ellefu lönd, sem tóku þátt í ár, eftir að tilkynna um þátttöku. Auk Íslands eru það Armenía, Eistland, Ástralía, Grikkland, Írland, Moldóva, Holland, Pólland, Slóvenía og Úkraína. Eina ríkið sem hefur staðfest að það taki þátt á næsta ári, en tók ekki þátt í ár, er Svartfjallaland sem snýr aftur eftir tveggja ára hlé. Eftir keppnina í ár sagði Rúnar Freyr að þátttaka Ísraela hafi haft neikvæð áhrif á keppnina. Hún hafi ekki verið sá sameiningarvettvangur sem hún á að vera. Hann sagðist gera ráð fyrir því að Ísland tæki þátt aftur á næsta ári en það væri alls ekkert staðfest. Eins og fram kom að ofan verður tilkynnt um þá ákvörðun í næstu viku.
Eurovision Ríkisútvarpið Sviss Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision 2025 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira