Refsing Trump í þagnargreiðslumáli ákveðin eftir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2024 17:54 Trump þarf ekki að þola þá niðurlægingu að vera gerð refsing í sakamáli í miðri kosningabaráttunni. AP/Stefan Jeremiah Dómari í New York féllst á kröfu verjenda Donalds Trump um að fresta ákvörðun refsingar hans í þagnargreiðslumáli hans þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Sagði hann dómstólinn ekki vilja hafa áhrif á kosningarnar. Trump var sakfelldur fyrir að falsa skjöl sem þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í maí. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Honum hefur þó enn ekki verið gerð refsing vegna brota sinna. Juan Merchan, dómarinn í málinu, féllst í dag á kröfu lögmanna Trump um að fresta ákvörðun refsingar sem átti að fara fram 18. september. Þeir héldu því fram að dómstóllinn truflaði gang kosninganna með því að ákveða refsingu Trump í miðri kosningabaráttunni. Í rökstuðningi sínum sagðist Merchan vilja forðast ásýnd þess að athafnir dómstólsins hefði einhver áhrif á framboð Trump, sama hversu ósanngjarnar ásakanir um það væru. Refsing Trump verður því ákveðin 26. nóvember, nokkrum vikum eftir kjördag. Verjendur Trump hafa ekki aðeins sóst eftir því að fresta ákvörðun refsingarinnar heldur einnig að alríkisdómstóll taki málið úr höndum ríkisdómstólsins í New York. Alríkisdómstóllinn hafnaði þeirri kröfu á þriðjudag. Trump áfrýjaði þeirri niðurstöðu strax. Þá hafa þeir krafist þess að Merchan ógildi dóminn og vísi málinu frá á þeim forsendum að Trump njóti friðhelgi á grundvelli tímamótadóms Hæstaréttar Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Merchan frestaði jafnframt ákvörðun um þá kröfu fram yfir kosningar. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Erlend sakamál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Sjá meira
Trump var sakfelldur fyrir að falsa skjöl sem þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í maí. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Honum hefur þó enn ekki verið gerð refsing vegna brota sinna. Juan Merchan, dómarinn í málinu, féllst í dag á kröfu lögmanna Trump um að fresta ákvörðun refsingar sem átti að fara fram 18. september. Þeir héldu því fram að dómstóllinn truflaði gang kosninganna með því að ákveða refsingu Trump í miðri kosningabaráttunni. Í rökstuðningi sínum sagðist Merchan vilja forðast ásýnd þess að athafnir dómstólsins hefði einhver áhrif á framboð Trump, sama hversu ósanngjarnar ásakanir um það væru. Refsing Trump verður því ákveðin 26. nóvember, nokkrum vikum eftir kjördag. Verjendur Trump hafa ekki aðeins sóst eftir því að fresta ákvörðun refsingarinnar heldur einnig að alríkisdómstóll taki málið úr höndum ríkisdómstólsins í New York. Alríkisdómstóllinn hafnaði þeirri kröfu á þriðjudag. Trump áfrýjaði þeirri niðurstöðu strax. Þá hafa þeir krafist þess að Merchan ógildi dóminn og vísi málinu frá á þeim forsendum að Trump njóti friðhelgi á grundvelli tímamótadóms Hæstaréttar Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Merchan frestaði jafnframt ákvörðun um þá kröfu fram yfir kosningar.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Erlend sakamál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Sjá meira