Tímabært að stækka bráðamóttökuna á Landspítalanum Lovísa Arnardóttir skrifar 10. september 2024 11:23 Wilum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir nýja bráðamóttöku á nýjum meðferðarkjarna á nýjum Landspítala en það séu um fimm ár í að sú móttaka opni. Vísir/Einar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir tímabært að stækka bráðamóttökuna á Landspítalanum. Íslendingum hafi fjölgað hratt síðustu ár og móttakan ekki haldið í við þá þróun. Þá segir hann einnig til skoðunar að taka álag af bráðamóttöku með sérstakri smáslysamóttöku. Um helgina var á Vísi fjallað um veikindi Emblu Steindórsdóttur, landsliðskonu í handbolta, en hún þurfti að leita á bráðamóttökuna í ágúst og þurft að bíða lengi eftir aðstoð þrátt fyrir að vera með beiðni frá heimilislækni um tafarlausa innlögn. Willum Þór segir þetta eitt dæmi þess að bráðamóttakan sé sprungin. Hann ræddi stöðu heilbrigðiskerfisins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þegar róðurinn er hvað þyngstur, á mestu álagspunktum, er bráðamóttakan sprungin,“ segir Willum. Hann segir starfsfólkið gera sitt besta og að spítalinn vilji bregðast við og breyta þegar fólk kvartar eða fær ekki góða þjónustu. Starfsfólk hafi, eftir þetta atvik, tekið verklag til skoðunar auk þess sem mæðgurnar hafi verið beðnar afsökunar. Íbúafjölgun hraðari Það sé þó tímabært að stækka bráðamóttökuna. Á síðustu árum hafi Íslendingum fjölgað um tíu prósent eða um fjögur þúsund og á sama tíma hafi móttakan ekki stækkað. Willum segir að hann hafi rætt þetta á fundi ríkisstjórnarinnar nýlega. Hann hafi sem dæmi lagt til að 25 matspláss séu á bráðamóttökunni sem séu fyrir þau sem eru í bráðasta vandanum. Það verði þá hægt að taka þessi pláss til hliðar og sinna þeim sérstaklega sem þar dvelja. Fimm ár í nýja meðferðarkjarnann Hann segir að áætlanir séu um að byggja við spítalann 400 fermetra byggingu. Það vanti um 60 legurými og staðan sé núna þannig að fólki sé dreift en að nýtingin sé orðin það mikil á mestu álagspunktunum að það þurfi að fjölga rýmum en frekar. Plássleysi sé þó ekki eini vandinn, einnig sé um að ræða skipulagsvandamál, innan og utan spítalans. Hann segir að það hefði þurft að byggja nýjan spítala fyrr en að okkur hafi líka fjölgað hraðar en spáð hafði verið. Þjóðin sé líka að eldast og að það hafi ekki verið nægilega vel séð fyrir því í áætlunum. Nýr spítali hefur nú verið í byggingu í nokkur ár en enn eru fimm ár í að nýr meðferðarkjarni verði opnaður. Þar verður að finna nýja bráðamótttöku sem á að leysa af hólmi bráðamóttökur sem í dag eru á mörgum fimm stöðum í Reykjavík. Willum segir að heilbrigðiskerfið hafi síðustu ár verið til gagngerrar skoðunar. Það sé búið að koma á fót fjarskiptalækni sem gagnist öllu landinu, það sé komin ný fjarskiptamiðstöð sem greiðir úr erindum til heilsugæslu og dregur úr álagi þar sem á að gera það að verkum að betur er hægt að vegvísa í gegnum kerfið. Hæg er að hlusta á viðtalið við Willum í heild sinni hér að ofan. Landspítalinn Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Um helgina var á Vísi fjallað um veikindi Emblu Steindórsdóttur, landsliðskonu í handbolta, en hún þurfti að leita á bráðamóttökuna í ágúst og þurft að bíða lengi eftir aðstoð þrátt fyrir að vera með beiðni frá heimilislækni um tafarlausa innlögn. Willum Þór segir þetta eitt dæmi þess að bráðamóttakan sé sprungin. Hann ræddi stöðu heilbrigðiskerfisins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þegar róðurinn er hvað þyngstur, á mestu álagspunktum, er bráðamóttakan sprungin,“ segir Willum. Hann segir starfsfólkið gera sitt besta og að spítalinn vilji bregðast við og breyta þegar fólk kvartar eða fær ekki góða þjónustu. Starfsfólk hafi, eftir þetta atvik, tekið verklag til skoðunar auk þess sem mæðgurnar hafi verið beðnar afsökunar. Íbúafjölgun hraðari Það sé þó tímabært að stækka bráðamóttökuna. Á síðustu árum hafi Íslendingum fjölgað um tíu prósent eða um fjögur þúsund og á sama tíma hafi móttakan ekki stækkað. Willum segir að hann hafi rætt þetta á fundi ríkisstjórnarinnar nýlega. Hann hafi sem dæmi lagt til að 25 matspláss séu á bráðamóttökunni sem séu fyrir þau sem eru í bráðasta vandanum. Það verði þá hægt að taka þessi pláss til hliðar og sinna þeim sérstaklega sem þar dvelja. Fimm ár í nýja meðferðarkjarnann Hann segir að áætlanir séu um að byggja við spítalann 400 fermetra byggingu. Það vanti um 60 legurými og staðan sé núna þannig að fólki sé dreift en að nýtingin sé orðin það mikil á mestu álagspunktunum að það þurfi að fjölga rýmum en frekar. Plássleysi sé þó ekki eini vandinn, einnig sé um að ræða skipulagsvandamál, innan og utan spítalans. Hann segir að það hefði þurft að byggja nýjan spítala fyrr en að okkur hafi líka fjölgað hraðar en spáð hafði verið. Þjóðin sé líka að eldast og að það hafi ekki verið nægilega vel séð fyrir því í áætlunum. Nýr spítali hefur nú verið í byggingu í nokkur ár en enn eru fimm ár í að nýr meðferðarkjarni verði opnaður. Þar verður að finna nýja bráðamótttöku sem á að leysa af hólmi bráðamóttökur sem í dag eru á mörgum fimm stöðum í Reykjavík. Willum segir að heilbrigðiskerfið hafi síðustu ár verið til gagngerrar skoðunar. Það sé búið að koma á fót fjarskiptalækni sem gagnist öllu landinu, það sé komin ný fjarskiptamiðstöð sem greiðir úr erindum til heilsugæslu og dregur úr álagi þar sem á að gera það að verkum að betur er hægt að vegvísa í gegnum kerfið. Hæg er að hlusta á viðtalið við Willum í heild sinni hér að ofan.
Landspítalinn Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira