Keypti skyrtu rétt fyrir útsendingu: „Er í veseni með brjóstin“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. september 2024 15:00 Eftir vandræði í aðdragandanum komst Kelce vel frá útsendingu gærkvöldsins. Hér er hann í skyrtunni frægu í gær. Getty Fyrrum sóknarlínumaðurinn Jason Kelce þreytti frumraun sína í umfjöllun um NFL-deildina á ESPN vestanhafs í gærkvöld en það var ekki áfallalaust. Hann gleymdi jakkafötunum sínum heima. Kelce var sóknarlínumaður hjá Philadelphia Eagles við góðan orðstír í áraraðir en ákvað að leggja skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð. Margir sóttust eftir kröftum hans í sjónvarpsútsendingar í kringum NFL-deildina enda hefur hlaðvarp hans og bróður hans, Travis Kelce, sem leikur með Kansas City Chiefs, orðið gríðarlega vinsælt á skömmum tíma. ESPN samdi við Kelce fyrir nýhafna leiktíð í NFL-deildinni og hans fyrsta útsending var í kringum leik San Francisco 49ers og New York Jets sem fram fór í gærkvöld. Scott van Pelt kynnti Jason Kelce til leiks í frumraun hans með ESPN í gær. Þar rakti hann frábæran árangur Kelce innan vallar og sagði hann framtíðarmann í frægðarhöll NFL-deildarinnar. „Hafandi sagt það er Jason Kelce í skyrtu sem hann keypti í verslunarmiðstöð vegna þess að hann gleymdi að taka fötin sín með,“ sagði van Pelt. „Skyrtan passar yfir magann, ég er búinn að skafa aðeins af mér. En brjóstin mín eru í vandræðum,“ sagði Kelce léttur og augljóslega mátti sjá að skyrtan passaði ekki vel yfir brjóstkassa hans. 49ers unnu sterkan 32-19 sigur á Aaron Rodgers og félögum í Jets í gær, þrátt fyrir að vera án stjörnuleikmanns síns, Christian McCaffrey. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson munu fara yfir þann leik og allt það helsta í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í Lokasókninni sem verður sýnd klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. NFL Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Sjá meira
Kelce var sóknarlínumaður hjá Philadelphia Eagles við góðan orðstír í áraraðir en ákvað að leggja skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð. Margir sóttust eftir kröftum hans í sjónvarpsútsendingar í kringum NFL-deildina enda hefur hlaðvarp hans og bróður hans, Travis Kelce, sem leikur með Kansas City Chiefs, orðið gríðarlega vinsælt á skömmum tíma. ESPN samdi við Kelce fyrir nýhafna leiktíð í NFL-deildinni og hans fyrsta útsending var í kringum leik San Francisco 49ers og New York Jets sem fram fór í gærkvöld. Scott van Pelt kynnti Jason Kelce til leiks í frumraun hans með ESPN í gær. Þar rakti hann frábæran árangur Kelce innan vallar og sagði hann framtíðarmann í frægðarhöll NFL-deildarinnar. „Hafandi sagt það er Jason Kelce í skyrtu sem hann keypti í verslunarmiðstöð vegna þess að hann gleymdi að taka fötin sín með,“ sagði van Pelt. „Skyrtan passar yfir magann, ég er búinn að skafa aðeins af mér. En brjóstin mín eru í vandræðum,“ sagði Kelce léttur og augljóslega mátti sjá að skyrtan passaði ekki vel yfir brjóstkassa hans. 49ers unnu sterkan 32-19 sigur á Aaron Rodgers og félögum í Jets í gær, þrátt fyrir að vera án stjörnuleikmanns síns, Christian McCaffrey. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson munu fara yfir þann leik og allt það helsta í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í Lokasókninni sem verður sýnd klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld.
NFL Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Sjá meira