Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Aron Guðmundsson skrifar 11. september 2024 08:02 Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson hefur í yfir fimmtán ár stýrt afar farsælu kvennalandsliði Noregs í handbolta. Hann lætur af störfum undir lok þessa árs. EPA-EFE/Zsol Eftir miklar vangaveltur hefur Þórir Hergeirsson, þjálfari hins sigursæla norska kvennalandsliðs í handbolta, ákveðið að hætta þjálfun liðsins eftir komandi Evrópumót í lok þessa árs. Þórir segir ákvörðunina erfiða en hann lítur stoltur yfir farinn veg. „Það eru svona blendnar tilfinningar sem fylgja þessu,“ segir Þórir í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 „Ágætt að ljúka þessu af, klára það og svo er það bara að halda áfram. Það eru stór verkefni fram undan áður en að þetta klárast allt saman í desember. Undirbúningur fyrir Evrópumót og svo Evrópumótið sjálft í desember. Ég ætla ganga frá þessu þannig að arftaki minn í starfi komi að góðu búi.“ Þurfti tíma til að velta þessu fyrir sér Aðdragandinn að ákvörðun Þóris er nokkuð langur. „Öll ferðalög taka einhvern tímann enda. Þetta er búið að vera veltast í mér núna síðan í janúar í upphafi þessa árs. Sá háttur hefur verið hafður á í samstarfi mínu og norska handknattleikssambandsins að í upphafi þriðja árs á okkar samningum til fjögurra ára höfum við sest niður og spáð í framhaldið. Það gerðum við í upphafi þessa árs, það er að segja byrjuðum aðeins að ræða málin. Ég hef alltaf verið mjög klár í að framlengja samninga mína í þau skipti sem kemur að því að taka ákvörðun um að endurnýja samning minn við sambandið allt frá því ég tók við starfi landsliðsþjálfara árið 2009. En núna fannst mér ég ekki geta svarað til um framhaldið undir eins. Vildi fá tíma til að hugsa þetta. Þórir Hergeirsson hefur verið vinsæll meðal leikmanna sinna sem eru ánægðar með að spila undir hans stjórnVísir/EPA Tíminn leið svo hratt í kjölfar þess. Það var allt á fullu og þetta er eins og að vera í hamstrahjóli. Maður er alltaf á hlaupum. Alltaf ný verkefni að taka við og hlutir sem þarf að gera. Maður drukknar svolítið í þessu. Þegar komið var fram á vor var ég ekki búinn að melta þetta. Fannst mjög erfitt að svara já eða nei. Því þetta er náttúrulega skuldbinding upp á fjögur ár. Sem er þó að mínu mati mjög gott fyrirkomulag sem hefur verið við lýði hér. Að hafa þetta í svona ólympíuperíodu. Við ákváðum bara að setja viðræðurnar á ís. Klára Ólympíuleikana af og ákveða framhaldið eftir þá.“ Svo fór að norska landsliðið stóð uppi sem Ólympíumeistari í sumar og þegar að leikunum lauk hjá Þóri og hans leikmönnum tók við tímabil mikilla tilfinninga að hans sögn „Það eru alls ekki aðstæðurnar til þess að ákveða framhaldið. Af eða á, fyrstu dagana eftir Ólympíuleika. Ákvörðunin var ljós í mínum huga svona cirka tveimur vikum eftir lok Ólympíuleikanna. Þá var það klárt í mínum huga að það væri réttast í stöðunni að láta gott heita eftir komandi Evrópumót.“ Spennandi umhverfi Þórir, sem stýrt hefur norska kvennalandsliðinu síðan árið 2009, og unnið marga stóra sigra sem þjálfari þess, mun því láta af störfum eftir komandi Evrópumót undir lok þessa árs. Undir stjórn Þóris hefur norska landsliðið unnið til tíu gullverðlauna á stórmótum, nú síðast Ólympíugull í París í sumar. Ákvörðunin, að láta af störfum, reyndist honum á endanum ansi erfið. „Mér fannst þetta svolítið erfið ákvörðun að taka vegna þess að ég hef ofboðslega gaman af því að sinna þessu starfi. Þetta er mjög spennandi umhverfi að starfa í og alltaf gaman að vinna með metnaðarfullu fólki, metnaðarfullu sambandi og félögum. Ég hef mjög gaman að þessu og er á fullu í þessu. En að skuldbinda sig í fjögur ár til viðbótar reyndist erfitt. Vegna þess að ég hef nú líka reynt að hugsa svolítið um sjálfan mig, Maður þarf nú stundum að gera það. Það eru ekki allir sem gera það þegar á hólminn er komið. Mig langar kannski að fara gera eitthvað annað. Áður en ég verð ellilífeyrisþegi. Mér fannst þetta því eiginlega rétta ákvörðun að taka á þessum tímapunkti. Bæði hvað mig varðar en líka hvað varðar norska landsliðið og þá þjálfara sem fá það verkefni að halda þessu áfram næstu árin.“ Ekki maður sem fer milliveginn Greint var frá ákvörðun Þóris á blaðamannafundi í fyrradag og kom ákvörðunin leikmönnum norska landsliðsins, mörgum hverjum, sem fengu veður af ákvörðuninni skömmu fyrir fundinn, í opna skjöldu. Þórir vildi ekki blanda þeim í þetta ferli sem viðræðurnar við norska handknattleikssambandið voru. „Ég var alveg klár í að segja frá þessu fyrr en það þurfti ýmislegt að gerast áður en við greindum frá þessu. Forráðamenn handknattleikssambandsins vildu nú líka ræða þetta aðeins meira við mig, hvort það væri hægt að finna einhvern flöt á áframhaldandi samstarfi en ég er ekki maður sem kýs að fara milliveginn. Annað hvort fer maður í þetta af fullum krafti, er hundrað prósent í þessu, eða bara alls ekki. Þegar að við höfðum rætt þetta aðeins okkar á milli til viðbótar þá var þetta klárt. Það tók nokkra daga að ræða þetta en endaði þó eins og ég hafði áður ákveðið. Ég vildi ekkert blanda leikmönnum í þetta ferli. Þetta er mín ákvörðun. Ég hef verið í kringum þessi landslið í um þrjátíu ár í mismunandi verkefnum og fannst þetta vera rétti tímapunkturinn. Ég verð þá fjórði landsliðseinvaldurinn hér í Noregi síðan árið 1984. Það hefur ekki verið mikið af því að skipt sé um þjálfara. Ég vil ekkert vera leggja það á leikmenn, að vera ræða þetta ferli við þær. Þær eru vanar því að sjá þjálfara koma og fara hjá sínum félagsliðum. Það er ekkert vandamál. Ég ræddi þetta frekar bara við mína yfirmenn sem og starfteymið sem að ég er með í kringum mig. Mér fannst það erfiðast. Því þetta er frábært fólk að vinna með og það var eiginlega ósk allra að við myndum halda þessu samstarfi áfram en svo var það ég sem eyðilagði partýið.“ Ekki medalíurnar sem standa upp úr Fimmtán ára sigursæl landsliðsþjálfaratíð Þóris í Noregi að fara líða undir lok en áður hafði hann verið aðstoðarþjálfari liðsins við hlið Marit Breivik. Þegar Þórir lítur yfir farinn veg eru það ekki allar medalíurnar, Evrópu-, heims- og ólympíutitlarnir sem standa upp úr. „Það sem ég get sagt að stendur svolítið upp úr, ef maður fer yfir allan þennan tíma alveg frá árinu 1994, þá er það þetta ferli sem maður fer alltaf reglulega í gegnum. Að setja markið hátt, finna út hvað hver og einn þarf að gera svo liðið geti náð sínum markmiðum. Bæði einstaklings- sem og liðsmarkmið. Að pressa á og stuðla að þróun og bætingum. Finna þessa gullnu leið og vinna sig í gegnum undirbúning, inn í og í gegnum mót. Ná sínum markmiðum. Þórir fagnar hér Evrópumeistaratitlinum með norska landsliðinu árið 2022EPA-EFE/ANTONIO BAT Það eru þessi ferli sem standa upp úr og hafa hvatt mig áfram. Svo er það náttúrulega einkar skemmtilegt að taka þátt á stórmótum og kljást við erfiða andstæðinga og allt það. En það eru í raun ekki allar þessar medalíur sem standa upp úr og hafa hvatt mann áfram. Miklu frekar þessi vinna með metnaðarfullu fólki. Einstaklingum sem að vilja reyna ná langt, hafa drauma og markmið. Vera með svo að bæði leikmenn og liðið nái sínum markmiðum.“ Töldu að Þóri gæti ekki annað en mistekist Hefði þig órað fyrir þeim árangri sem nú hefur náðst þegar að þú tókst við starfi landsliðsþjálfara norska kvennalandsliðsins árið 2009? „Nei ég hef aldrei tamið mér að hugsa svo langt. Ég lifi bara fyrir daginn í dag. Jú, auðvitað planar maður fram í tímann, það er alveg nauðsynlegt, en kannski er manns helsti styrkur að vera bara í núinu og taka þetta bara einn leik í einu. Næsta verkefni. Einn dagur í einu, vera hér og nú. Ég var ekkert mikið að spá langt fram í tímann. Árið 2009. Þegar að ég fékk boð um að taka við liðinu. Þá spurðu mig allir af hverju ég væri að taka að mér þjálfun þessa liðs? Það gæti ekki annað en mistekist því liðið hafði verið svo sigursælt fyrir þann tíma. Ég sagði nú bara að ég hefði verið partur af þeirri vegferð og þætti spennandi að sjá hvort við gætum ekki haldið þeim árangri áfram ásamt því að gera smávegis breytingar. Sjá hvort það væri ekki hægt að gera enn betur næst. Ég hefði séð eftir því ef ég hefði sagt nei við starfinu á sínum tíma. Mér fannst gaman í þessu. Þetta var spennandi verkefni að taka að sér út af fólkinu í kringum liðið, leikmönnunum sem höfðu mikla ástríðu og áhugahvöt.“ Norski handboltinn Noregur Handbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
„Það eru svona blendnar tilfinningar sem fylgja þessu,“ segir Þórir í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 „Ágætt að ljúka þessu af, klára það og svo er það bara að halda áfram. Það eru stór verkefni fram undan áður en að þetta klárast allt saman í desember. Undirbúningur fyrir Evrópumót og svo Evrópumótið sjálft í desember. Ég ætla ganga frá þessu þannig að arftaki minn í starfi komi að góðu búi.“ Þurfti tíma til að velta þessu fyrir sér Aðdragandinn að ákvörðun Þóris er nokkuð langur. „Öll ferðalög taka einhvern tímann enda. Þetta er búið að vera veltast í mér núna síðan í janúar í upphafi þessa árs. Sá háttur hefur verið hafður á í samstarfi mínu og norska handknattleikssambandsins að í upphafi þriðja árs á okkar samningum til fjögurra ára höfum við sest niður og spáð í framhaldið. Það gerðum við í upphafi þessa árs, það er að segja byrjuðum aðeins að ræða málin. Ég hef alltaf verið mjög klár í að framlengja samninga mína í þau skipti sem kemur að því að taka ákvörðun um að endurnýja samning minn við sambandið allt frá því ég tók við starfi landsliðsþjálfara árið 2009. En núna fannst mér ég ekki geta svarað til um framhaldið undir eins. Vildi fá tíma til að hugsa þetta. Þórir Hergeirsson hefur verið vinsæll meðal leikmanna sinna sem eru ánægðar með að spila undir hans stjórnVísir/EPA Tíminn leið svo hratt í kjölfar þess. Það var allt á fullu og þetta er eins og að vera í hamstrahjóli. Maður er alltaf á hlaupum. Alltaf ný verkefni að taka við og hlutir sem þarf að gera. Maður drukknar svolítið í þessu. Þegar komið var fram á vor var ég ekki búinn að melta þetta. Fannst mjög erfitt að svara já eða nei. Því þetta er náttúrulega skuldbinding upp á fjögur ár. Sem er þó að mínu mati mjög gott fyrirkomulag sem hefur verið við lýði hér. Að hafa þetta í svona ólympíuperíodu. Við ákváðum bara að setja viðræðurnar á ís. Klára Ólympíuleikana af og ákveða framhaldið eftir þá.“ Svo fór að norska landsliðið stóð uppi sem Ólympíumeistari í sumar og þegar að leikunum lauk hjá Þóri og hans leikmönnum tók við tímabil mikilla tilfinninga að hans sögn „Það eru alls ekki aðstæðurnar til þess að ákveða framhaldið. Af eða á, fyrstu dagana eftir Ólympíuleika. Ákvörðunin var ljós í mínum huga svona cirka tveimur vikum eftir lok Ólympíuleikanna. Þá var það klárt í mínum huga að það væri réttast í stöðunni að láta gott heita eftir komandi Evrópumót.“ Spennandi umhverfi Þórir, sem stýrt hefur norska kvennalandsliðinu síðan árið 2009, og unnið marga stóra sigra sem þjálfari þess, mun því láta af störfum eftir komandi Evrópumót undir lok þessa árs. Undir stjórn Þóris hefur norska landsliðið unnið til tíu gullverðlauna á stórmótum, nú síðast Ólympíugull í París í sumar. Ákvörðunin, að láta af störfum, reyndist honum á endanum ansi erfið. „Mér fannst þetta svolítið erfið ákvörðun að taka vegna þess að ég hef ofboðslega gaman af því að sinna þessu starfi. Þetta er mjög spennandi umhverfi að starfa í og alltaf gaman að vinna með metnaðarfullu fólki, metnaðarfullu sambandi og félögum. Ég hef mjög gaman að þessu og er á fullu í þessu. En að skuldbinda sig í fjögur ár til viðbótar reyndist erfitt. Vegna þess að ég hef nú líka reynt að hugsa svolítið um sjálfan mig, Maður þarf nú stundum að gera það. Það eru ekki allir sem gera það þegar á hólminn er komið. Mig langar kannski að fara gera eitthvað annað. Áður en ég verð ellilífeyrisþegi. Mér fannst þetta því eiginlega rétta ákvörðun að taka á þessum tímapunkti. Bæði hvað mig varðar en líka hvað varðar norska landsliðið og þá þjálfara sem fá það verkefni að halda þessu áfram næstu árin.“ Ekki maður sem fer milliveginn Greint var frá ákvörðun Þóris á blaðamannafundi í fyrradag og kom ákvörðunin leikmönnum norska landsliðsins, mörgum hverjum, sem fengu veður af ákvörðuninni skömmu fyrir fundinn, í opna skjöldu. Þórir vildi ekki blanda þeim í þetta ferli sem viðræðurnar við norska handknattleikssambandið voru. „Ég var alveg klár í að segja frá þessu fyrr en það þurfti ýmislegt að gerast áður en við greindum frá þessu. Forráðamenn handknattleikssambandsins vildu nú líka ræða þetta aðeins meira við mig, hvort það væri hægt að finna einhvern flöt á áframhaldandi samstarfi en ég er ekki maður sem kýs að fara milliveginn. Annað hvort fer maður í þetta af fullum krafti, er hundrað prósent í þessu, eða bara alls ekki. Þegar að við höfðum rætt þetta aðeins okkar á milli til viðbótar þá var þetta klárt. Það tók nokkra daga að ræða þetta en endaði þó eins og ég hafði áður ákveðið. Ég vildi ekkert blanda leikmönnum í þetta ferli. Þetta er mín ákvörðun. Ég hef verið í kringum þessi landslið í um þrjátíu ár í mismunandi verkefnum og fannst þetta vera rétti tímapunkturinn. Ég verð þá fjórði landsliðseinvaldurinn hér í Noregi síðan árið 1984. Það hefur ekki verið mikið af því að skipt sé um þjálfara. Ég vil ekkert vera leggja það á leikmenn, að vera ræða þetta ferli við þær. Þær eru vanar því að sjá þjálfara koma og fara hjá sínum félagsliðum. Það er ekkert vandamál. Ég ræddi þetta frekar bara við mína yfirmenn sem og starfteymið sem að ég er með í kringum mig. Mér fannst það erfiðast. Því þetta er frábært fólk að vinna með og það var eiginlega ósk allra að við myndum halda þessu samstarfi áfram en svo var það ég sem eyðilagði partýið.“ Ekki medalíurnar sem standa upp úr Fimmtán ára sigursæl landsliðsþjálfaratíð Þóris í Noregi að fara líða undir lok en áður hafði hann verið aðstoðarþjálfari liðsins við hlið Marit Breivik. Þegar Þórir lítur yfir farinn veg eru það ekki allar medalíurnar, Evrópu-, heims- og ólympíutitlarnir sem standa upp úr. „Það sem ég get sagt að stendur svolítið upp úr, ef maður fer yfir allan þennan tíma alveg frá árinu 1994, þá er það þetta ferli sem maður fer alltaf reglulega í gegnum. Að setja markið hátt, finna út hvað hver og einn þarf að gera svo liðið geti náð sínum markmiðum. Bæði einstaklings- sem og liðsmarkmið. Að pressa á og stuðla að þróun og bætingum. Finna þessa gullnu leið og vinna sig í gegnum undirbúning, inn í og í gegnum mót. Ná sínum markmiðum. Þórir fagnar hér Evrópumeistaratitlinum með norska landsliðinu árið 2022EPA-EFE/ANTONIO BAT Það eru þessi ferli sem standa upp úr og hafa hvatt mig áfram. Svo er það náttúrulega einkar skemmtilegt að taka þátt á stórmótum og kljást við erfiða andstæðinga og allt það. En það eru í raun ekki allar þessar medalíur sem standa upp úr og hafa hvatt mann áfram. Miklu frekar þessi vinna með metnaðarfullu fólki. Einstaklingum sem að vilja reyna ná langt, hafa drauma og markmið. Vera með svo að bæði leikmenn og liðið nái sínum markmiðum.“ Töldu að Þóri gæti ekki annað en mistekist Hefði þig órað fyrir þeim árangri sem nú hefur náðst þegar að þú tókst við starfi landsliðsþjálfara norska kvennalandsliðsins árið 2009? „Nei ég hef aldrei tamið mér að hugsa svo langt. Ég lifi bara fyrir daginn í dag. Jú, auðvitað planar maður fram í tímann, það er alveg nauðsynlegt, en kannski er manns helsti styrkur að vera bara í núinu og taka þetta bara einn leik í einu. Næsta verkefni. Einn dagur í einu, vera hér og nú. Ég var ekkert mikið að spá langt fram í tímann. Árið 2009. Þegar að ég fékk boð um að taka við liðinu. Þá spurðu mig allir af hverju ég væri að taka að mér þjálfun þessa liðs? Það gæti ekki annað en mistekist því liðið hafði verið svo sigursælt fyrir þann tíma. Ég sagði nú bara að ég hefði verið partur af þeirri vegferð og þætti spennandi að sjá hvort við gætum ekki haldið þeim árangri áfram ásamt því að gera smávegis breytingar. Sjá hvort það væri ekki hægt að gera enn betur næst. Ég hefði séð eftir því ef ég hefði sagt nei við starfinu á sínum tíma. Mér fannst gaman í þessu. Þetta var spennandi verkefni að taka að sér út af fólkinu í kringum liðið, leikmönnunum sem höfðu mikla ástríðu og áhugahvöt.“
Norski handboltinn Noregur Handbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti