Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Árni Sæberg skrifar 11. september 2024 16:39 Vilhjálmur er ekki ánægður með Benedikt Gíslason og hans menn í Arion banka. Vísir Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun Arion banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi, sem hann segir hafa fengið að viðgangast á íslenskum fjármálamarkaði um árabil. Arion banki tilkynnti í morgun að vextir á verðtryggðum íbúðalánum hækkuðu frá og með deginum í dag um 0,5 og 0,6 prósentustig. Það gerir fimmtán prósent hækkun á breytilegum vöxtum og tólf prósent á föstum. Í tilkynningu bankans segir að breytingar á vöxtum verðtryggra útlána séu meðal annars tilkomnar vegna hækkunar á ávöxtunarkröfu verðtryggðrar fjármögnunar. Verðtryggingarjöfnuður jákvæður um tæpa 500 milljarða „Það er náttúrulega algjörlega með ólíkindum að horfa upp á gríðarlega hækkun á verðtryggðum vöxtum hjá Arion banka, um 0,50 punkta og upp í 0,60. Þetta lýsir bara, á góðri íslensku, þessari taumlausu græðgi sem hefur fengið að viðgangast í fjármálakerfinu hér á landi,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Vísi. Í þessu samhengi sé mjög mikilvægt á því að átta sig á því að verðtryggingarjöfnuður viðskiptabankanna þriggja er jákvæður um 490 milljarða króna, sem sé sögulegt hámark. Verðtryggingarjöfnuður er munurinn á verðtryggðum eignum og skuldum. Með öðrum orðum eiga viðskiptabankarnir 490 milljörðum meira í verðtryggðum eignum en þeir skulda. Munurinn hefur stóraukist undanfarin misseri þar sem fólk flýr hækkandi afborganir í hlýjan faðm verðtryggingarinnar í síauknum mæli. Það gerir það að verkum að raunvextir á verðtryggðum lánum hafa hækkað og munu að öllum líkindum halda áfram að hækka. „Með öðrum orðum, þeir hagnast til dæmis á því, ef verðbólga hækkar um eitt prósent, viðskiptabankarnir þrír um 4,9 milljarða,“ segir Vilhjálmur. Leiðrétting: Upphaflega var haft eftir Vilhjálmi að hagnaðurinn væri 49 milljarðar en rétt er að hann væri 4,9 milljarðar. Fimm prósent raunvextir óboðlegir Þá segir Vilhjálmur að það sé með ólíkindum að raunvextir á verðtryggðu húsnæðisláni séu tæplega fimm prósent. „Ég vil í þessu samhengi minna á að þegar Ólafslögin voru sett, þegar verðtryggingin var sett á árið 1979, kom fram í rökstuðningi að það myndi þýða að vextir yrðu ekki hærri en eitt til tvö prósent af verðtryggðum lánum. Núna eru þeir að detta í fimm prósent. Þetta var rökstuðningurinn á sínum tíma þegar verið var að réttlæta verðtrygginguna. En þetta er segin saga, svona er farið með íslenska neytendur og það er löngutímabært að íslenskir stjórnmálamenn fari að axla ábyrgð á því hvernig er farið með íslenska neytendur, íslensk heimili. Og ekki bara íslensk heimili heldur líka lítil og meðalstór fyrirtæki hér á landi. Af því að þetta okurvaxtaumhverfi sem hér ríkir verður að fara að linna í eitt skipti fyrir öll, af því að það gengur ekki upp að við séum með tvöfalt til þrefalt vaxtastig miðað við löndin sem við viljum bera okkur saman við.“ Fjármálafyrirtæki Arion banki Fjármál heimilisins Efnahagsmál Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Arion banki tilkynnti í morgun að vextir á verðtryggðum íbúðalánum hækkuðu frá og með deginum í dag um 0,5 og 0,6 prósentustig. Það gerir fimmtán prósent hækkun á breytilegum vöxtum og tólf prósent á föstum. Í tilkynningu bankans segir að breytingar á vöxtum verðtryggra útlána séu meðal annars tilkomnar vegna hækkunar á ávöxtunarkröfu verðtryggðrar fjármögnunar. Verðtryggingarjöfnuður jákvæður um tæpa 500 milljarða „Það er náttúrulega algjörlega með ólíkindum að horfa upp á gríðarlega hækkun á verðtryggðum vöxtum hjá Arion banka, um 0,50 punkta og upp í 0,60. Þetta lýsir bara, á góðri íslensku, þessari taumlausu græðgi sem hefur fengið að viðgangast í fjármálakerfinu hér á landi,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Vísi. Í þessu samhengi sé mjög mikilvægt á því að átta sig á því að verðtryggingarjöfnuður viðskiptabankanna þriggja er jákvæður um 490 milljarða króna, sem sé sögulegt hámark. Verðtryggingarjöfnuður er munurinn á verðtryggðum eignum og skuldum. Með öðrum orðum eiga viðskiptabankarnir 490 milljörðum meira í verðtryggðum eignum en þeir skulda. Munurinn hefur stóraukist undanfarin misseri þar sem fólk flýr hækkandi afborganir í hlýjan faðm verðtryggingarinnar í síauknum mæli. Það gerir það að verkum að raunvextir á verðtryggðum lánum hafa hækkað og munu að öllum líkindum halda áfram að hækka. „Með öðrum orðum, þeir hagnast til dæmis á því, ef verðbólga hækkar um eitt prósent, viðskiptabankarnir þrír um 4,9 milljarða,“ segir Vilhjálmur. Leiðrétting: Upphaflega var haft eftir Vilhjálmi að hagnaðurinn væri 49 milljarðar en rétt er að hann væri 4,9 milljarðar. Fimm prósent raunvextir óboðlegir Þá segir Vilhjálmur að það sé með ólíkindum að raunvextir á verðtryggðu húsnæðisláni séu tæplega fimm prósent. „Ég vil í þessu samhengi minna á að þegar Ólafslögin voru sett, þegar verðtryggingin var sett á árið 1979, kom fram í rökstuðningi að það myndi þýða að vextir yrðu ekki hærri en eitt til tvö prósent af verðtryggðum lánum. Núna eru þeir að detta í fimm prósent. Þetta var rökstuðningurinn á sínum tíma þegar verið var að réttlæta verðtrygginguna. En þetta er segin saga, svona er farið með íslenska neytendur og það er löngutímabært að íslenskir stjórnmálamenn fari að axla ábyrgð á því hvernig er farið með íslenska neytendur, íslensk heimili. Og ekki bara íslensk heimili heldur líka lítil og meðalstór fyrirtæki hér á landi. Af því að þetta okurvaxtaumhverfi sem hér ríkir verður að fara að linna í eitt skipti fyrir öll, af því að það gengur ekki upp að við séum með tvöfalt til þrefalt vaxtastig miðað við löndin sem við viljum bera okkur saman við.“
Fjármálafyrirtæki Arion banki Fjármál heimilisins Efnahagsmál Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira