Árni Sveinsson leikstýrir myndinni sem vann Ljóskastarann, dómnefndarverðlaun Skjaldborgar 2024 og þá er Andri Freyr Viðarsson, betur þekktur sem Andri á Flandri meðal framleiðenda. Þeir mættu saman í Bítið á Bylgjunni í gær og ræddu myndina.
Þar kemur meðal annars fram að þeir félagar hafi fylgt tónlistarmanninum eftir í rúm átta ár. Andri segir hugmyndina hafa kviknað þegar Texas-Maggi hafi heyrt í honum og fengið hann til að mæta á tónleika hjá Johnny King á veitingastað sínum. Þar hittu þeir Árni hann í fyrsta sinn og segir Árni þá að lokum hafa gert allt aðra mynd en í upphafi var lagt upp með.
Myndin verður frumsýnd á morgun laugardag og fer síðan í almennar sýningar. Síðan fer hún í almennar sýningar á Selfossi á sunnudag kl 19:30 og á Akureyri kl 18:00. Á Selfossi verður Johnny sjálfur viðstaddur sýninguna.
Stiklu úr myndinni má horfa á hér fyrir neðan:
