Flokkur Meloni of hægrisinnaður fyrir Mussolini Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2024 22:17 Rachele Mussolini er dóttir yngsta sonar Benito Mussolini, fasistaforingjans alræmda. Hún er gengin í flokk Silvio Berlusconi heitins. Vísir/Getty Sonardóttir Benito Mussolini, fyrrverandi einræðisherra Ítalíu, ætlar að segja skilið við hægrijaðarflokk Giorgiu Meloni forsætisráðherra þar sem henni þykir flokkurinn hafa færst of langt til hægri. Rachele Mussolini, barnabarn fasistaforingjans alræmda, situr í borgarstjórn Rómarborgar fyrir hönd Bræðralags Ítalíu, flokks Meloni forsætisráðherra. Sá flokkur á rætur sínar að rekja til arftaka fasistaflokks Mussolini. Bræðralagið rekur nú harða stefnu í innflytjendamálum, varðandi þungunarrof og samkynja foreldra. Stefnan virðist ekki hugnast Mussolini því hún tilkynnnti að hún ætlaði að yfirgefa flokkinn og ganga til liðs við Áfram Ítalíu, flokks Silvio Berluconis heitins, í borgarstjórn. Áfram Ítalía á einnig sæti í ríkisstjórn Meloni. „Það er tími til kominn að snúa við blaðinu og ganga í flokk sem mér finnst standa nær hófsemi minni og miðjusækni,“ sagði Mussolini sem hlaut flest atkvæði nokkurs borgarfulltrúa í síðustu kosningum árið 2021, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Heimildir Reuters herma að Mussolini hafi sérstaklega verið óánægð með afstöðu Bræðralagsins til borgaralegra réttinda. Áfram Ítalía þykir frjálslyndari flokkur þrátt fyrir að hann gefi sig einnig út fyrir að standa vörð um íhaldssöm kristileg gildi. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítaliu, (t.h.) á góðri stundu með Katrínu Jakobsdóttur, þáverandi forsætisráðherra.Evrópuráðið Tók upp hanskann fyrir alsírska boxkonu Nýlega gagnrýndi Mussolini ummæli Meloni um Imane Khelif, alsírskan boxara. Mikið fjaðrafok upphófst eftir að Angela Carini, ítalskur keppinautur Khelif, gafst upp í bardaga þeirra á Ólympíuleikunum og falskar ásakanir flugu um að Khelif væri í raun karlmaður eða transkona. Meloni sagði að bardaginn hefði verið ósanngjarn og vísaði til þess að Khelif hefði fallið á „kynjaprófi“ á heimsmeistaramóti í fyrra. Sambandið sem stóð að þeirri keppni er þó rúið trausti og forsvarsmenn hafa aldrei viljað upplýsa hvað fólst í prófinu eða hvernig Khelif hefði fallið á því. Mussolini tók þá upp hanskann fyrir Khelif. „Þar til annað er sannað er Imane Khelif kona og hún hefur orðið fyrir ómaklegum nornaveiðum,“ sagði hún. Ítalía Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Blaðamaður sektaður fyrir að segja Meloni litla Ítalskur blaðamaður hefur verið dæmdur til að greiða Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, 5.000 evrur í miskabætur eftir að hafa gert grín að hæð hennar. 19. júlí 2024 08:35 Hinsegin par hafði betur gegn hægriflokki vegna fæðingarmyndar Stjórnarflokknum Bræðrum Ítalíu hefur verið gert að borga hinsegin pari skaðabætur fyrir að nota mynd af parinu með nýfæddum syni þeirra í leyfisleysi. Flokkurinn notaði myndina fyrir auglýsingaherferð gegn staðgöngumæðrun. 15. ágúst 2023 12:08 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Rachele Mussolini, barnabarn fasistaforingjans alræmda, situr í borgarstjórn Rómarborgar fyrir hönd Bræðralags Ítalíu, flokks Meloni forsætisráðherra. Sá flokkur á rætur sínar að rekja til arftaka fasistaflokks Mussolini. Bræðralagið rekur nú harða stefnu í innflytjendamálum, varðandi þungunarrof og samkynja foreldra. Stefnan virðist ekki hugnast Mussolini því hún tilkynnnti að hún ætlaði að yfirgefa flokkinn og ganga til liðs við Áfram Ítalíu, flokks Silvio Berluconis heitins, í borgarstjórn. Áfram Ítalía á einnig sæti í ríkisstjórn Meloni. „Það er tími til kominn að snúa við blaðinu og ganga í flokk sem mér finnst standa nær hófsemi minni og miðjusækni,“ sagði Mussolini sem hlaut flest atkvæði nokkurs borgarfulltrúa í síðustu kosningum árið 2021, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Heimildir Reuters herma að Mussolini hafi sérstaklega verið óánægð með afstöðu Bræðralagsins til borgaralegra réttinda. Áfram Ítalía þykir frjálslyndari flokkur þrátt fyrir að hann gefi sig einnig út fyrir að standa vörð um íhaldssöm kristileg gildi. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítaliu, (t.h.) á góðri stundu með Katrínu Jakobsdóttur, þáverandi forsætisráðherra.Evrópuráðið Tók upp hanskann fyrir alsírska boxkonu Nýlega gagnrýndi Mussolini ummæli Meloni um Imane Khelif, alsírskan boxara. Mikið fjaðrafok upphófst eftir að Angela Carini, ítalskur keppinautur Khelif, gafst upp í bardaga þeirra á Ólympíuleikunum og falskar ásakanir flugu um að Khelif væri í raun karlmaður eða transkona. Meloni sagði að bardaginn hefði verið ósanngjarn og vísaði til þess að Khelif hefði fallið á „kynjaprófi“ á heimsmeistaramóti í fyrra. Sambandið sem stóð að þeirri keppni er þó rúið trausti og forsvarsmenn hafa aldrei viljað upplýsa hvað fólst í prófinu eða hvernig Khelif hefði fallið á því. Mussolini tók þá upp hanskann fyrir Khelif. „Þar til annað er sannað er Imane Khelif kona og hún hefur orðið fyrir ómaklegum nornaveiðum,“ sagði hún.
Ítalía Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Blaðamaður sektaður fyrir að segja Meloni litla Ítalskur blaðamaður hefur verið dæmdur til að greiða Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, 5.000 evrur í miskabætur eftir að hafa gert grín að hæð hennar. 19. júlí 2024 08:35 Hinsegin par hafði betur gegn hægriflokki vegna fæðingarmyndar Stjórnarflokknum Bræðrum Ítalíu hefur verið gert að borga hinsegin pari skaðabætur fyrir að nota mynd af parinu með nýfæddum syni þeirra í leyfisleysi. Flokkurinn notaði myndina fyrir auglýsingaherferð gegn staðgöngumæðrun. 15. ágúst 2023 12:08 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Blaðamaður sektaður fyrir að segja Meloni litla Ítalskur blaðamaður hefur verið dæmdur til að greiða Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, 5.000 evrur í miskabætur eftir að hafa gert grín að hæð hennar. 19. júlí 2024 08:35
Hinsegin par hafði betur gegn hægriflokki vegna fæðingarmyndar Stjórnarflokknum Bræðrum Ítalíu hefur verið gert að borga hinsegin pari skaðabætur fyrir að nota mynd af parinu með nýfæddum syni þeirra í leyfisleysi. Flokkurinn notaði myndina fyrir auglýsingaherferð gegn staðgöngumæðrun. 15. ágúst 2023 12:08