Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2024 11:21 Unnið að því að rétta af gröfu sem valt í sprengingu nærri Masyaf á sunnudaginn. Ísralar gerðu árásir á alla vegi sem liggja að rannsóknarstöð sýrlenska hersins nærri bænum. AP/Omar Sanadiki Samhliða umfangsmiklum loftárásum Ísraela á fjölda skotmarka í Sýrlandi síðastliðinn sunnudag gerðu ísraelskir sérsveitarmenn áhlaup á eldflaugaverksmiðju Hezbollah. Verksmiðjan er sögð hafa verið reist af Írönum við landamæri Sýrlands og Líbanon. Hezbollah hefur skotið miklum fjölda eldflauga að Ísrael frá því stríðið á Gasaströndinni hófst en samkvæmt heimildum Axios voru eldflaugar framleiddar fyrir Hezbollah í umræddri verksmiðju. SANA, ríkismiðill Sýrlands, segir átján manns hafa fallið í árásunum og að tugir hafi særst en árásir voru einnig gerðar á rannsóknarstöð sýrlenska hersins nærri Masyaf, þar sem efnavopn eins og saríngas voru framleidd á árum áður. Sjá einnig: Sýrlendingar reiðir yfir árásum Ísraela Ísraelar hafa um árabil gert loftárásir í Sýrlandi sem sagðar eru beinast gegn vopnaflutningum og öðrum sendingum frá Íran til Líbanon. Þetta er þó í fyrsta sinn í langan tíma sem Ísraelar senda hermenn inn í Sýrland. New York Times segir Ísraela hafa verið að leita að þessari verksmiðju um langt skeið. Þeir hafa nokkrum sinnum áður gert loftárásir á svipuðum slóðum nærri Masyaf og árið 2018 réðu þeir sýrlenskan vísindamann sem vann þar að þróun eldflauga af dögum. Þessar árásir hafa þó ekki geta grandað verksmiðjunni vegna þess að hún var niðurgrafin og víggirt. Mynd af Bashar al-Assad, einræðisherra Sýrlands, við glugga með brotinni rúðu í Masyaf.AP/Omar Sanadiki Herforinginn Qassim Soleimani, sem leiddi QUDS-sveitir íranska byltingarvarðarins, er sagður hafa komið að því að verksmiðjan var reist. Hann var einn valdamesti maður Írans áður en Bandaríkjamenn réðu hann af dögum í loftárás nærri Baghdad í Írak í byrjun árs 2020. QUDS sveitirnar hafa séð um að útvega vígahópum sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum vopn, fjármuni og þjálfun. Ísraelar felldu tvo herforingja úr QUDS í Damaskus í Sýrlandi í apríl. Sjá einnig: Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Ísraelski embættismenn telja að leiðtogar Hezbollah hafi viljað hafa verksmiðjuna í Sýrlandi þar sem Ísraelar ættu erfiðar með að gera árásir þar en í Líbanon. Fyrst sprengjur, svo menn Charles Lister, sérfræðingur í málnefnum Mið-Austurlanda, segir Ísraela hafa unnið að þessari árás í fimm ár. Þeir hafi fyrst gert loftárásir á fjórar varðstöðvar sýrlenska hersins við Masyaf. Þar á meðal hafi verið loftvarnarkerfi og vegir að rannsóknarstöðinni. Önnur bylgja loftárása beindist að rannsóknarstöðinni sjálfri, sem tengist verksmiðjunni með neðanjarðargöngum. Í þriðju bylgjunni voru sérsveitarmenn fluttir á vettvang um borð í þyrlum og nutu þeir stuðnings flugmanna sem flugu drónum yfir svæðinu og skutu á sýrlenska hermenn sem reyndu að koma verjendum verksmiðjunnar til aðstoðar. Sýrlenskur hermaður í Masyaf. Ekki liggur fyrir hve margir hermenn féllu í aðgerðum Ísraela.AP/Omar Sanadiki Lister segir að rannsóknarstöðin við Masyaf og umrædd verksmiðja hafi spilað stóra rullu í vopnaþróun Sýrlands, eins og þróun eldflauga, svokallaðra tunnusprengja og annarra vopna. Sérsveitarmennirnir tóku stjórn á verksmiðjunni og eru þeir sagðir hafa fellt einhverja óvini áður en þeir komu sprengjum fyrir og grönduðu verksmiðjunni. Í frétt New York Times segir að hermennirnir hafi einnig komið höndum yfir skjöl og búnað úr verksmiðjunni en þeir munu ekki hafa orðið fyrir mannfalli. Ísrael Sýrland Líbanon Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Hezbollah hefur skotið miklum fjölda eldflauga að Ísrael frá því stríðið á Gasaströndinni hófst en samkvæmt heimildum Axios voru eldflaugar framleiddar fyrir Hezbollah í umræddri verksmiðju. SANA, ríkismiðill Sýrlands, segir átján manns hafa fallið í árásunum og að tugir hafi særst en árásir voru einnig gerðar á rannsóknarstöð sýrlenska hersins nærri Masyaf, þar sem efnavopn eins og saríngas voru framleidd á árum áður. Sjá einnig: Sýrlendingar reiðir yfir árásum Ísraela Ísraelar hafa um árabil gert loftárásir í Sýrlandi sem sagðar eru beinast gegn vopnaflutningum og öðrum sendingum frá Íran til Líbanon. Þetta er þó í fyrsta sinn í langan tíma sem Ísraelar senda hermenn inn í Sýrland. New York Times segir Ísraela hafa verið að leita að þessari verksmiðju um langt skeið. Þeir hafa nokkrum sinnum áður gert loftárásir á svipuðum slóðum nærri Masyaf og árið 2018 réðu þeir sýrlenskan vísindamann sem vann þar að þróun eldflauga af dögum. Þessar árásir hafa þó ekki geta grandað verksmiðjunni vegna þess að hún var niðurgrafin og víggirt. Mynd af Bashar al-Assad, einræðisherra Sýrlands, við glugga með brotinni rúðu í Masyaf.AP/Omar Sanadiki Herforinginn Qassim Soleimani, sem leiddi QUDS-sveitir íranska byltingarvarðarins, er sagður hafa komið að því að verksmiðjan var reist. Hann var einn valdamesti maður Írans áður en Bandaríkjamenn réðu hann af dögum í loftárás nærri Baghdad í Írak í byrjun árs 2020. QUDS sveitirnar hafa séð um að útvega vígahópum sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum vopn, fjármuni og þjálfun. Ísraelar felldu tvo herforingja úr QUDS í Damaskus í Sýrlandi í apríl. Sjá einnig: Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Ísraelski embættismenn telja að leiðtogar Hezbollah hafi viljað hafa verksmiðjuna í Sýrlandi þar sem Ísraelar ættu erfiðar með að gera árásir þar en í Líbanon. Fyrst sprengjur, svo menn Charles Lister, sérfræðingur í málnefnum Mið-Austurlanda, segir Ísraela hafa unnið að þessari árás í fimm ár. Þeir hafi fyrst gert loftárásir á fjórar varðstöðvar sýrlenska hersins við Masyaf. Þar á meðal hafi verið loftvarnarkerfi og vegir að rannsóknarstöðinni. Önnur bylgja loftárása beindist að rannsóknarstöðinni sjálfri, sem tengist verksmiðjunni með neðanjarðargöngum. Í þriðju bylgjunni voru sérsveitarmenn fluttir á vettvang um borð í þyrlum og nutu þeir stuðnings flugmanna sem flugu drónum yfir svæðinu og skutu á sýrlenska hermenn sem reyndu að koma verjendum verksmiðjunnar til aðstoðar. Sýrlenskur hermaður í Masyaf. Ekki liggur fyrir hve margir hermenn féllu í aðgerðum Ísraela.AP/Omar Sanadiki Lister segir að rannsóknarstöðin við Masyaf og umrædd verksmiðja hafi spilað stóra rullu í vopnaþróun Sýrlands, eins og þróun eldflauga, svokallaðra tunnusprengja og annarra vopna. Sérsveitarmennirnir tóku stjórn á verksmiðjunni og eru þeir sagðir hafa fellt einhverja óvini áður en þeir komu sprengjum fyrir og grönduðu verksmiðjunni. Í frétt New York Times segir að hermennirnir hafi einnig komið höndum yfir skjöl og búnað úr verksmiðjunni en þeir munu ekki hafa orðið fyrir mannfalli.
Ísrael Sýrland Líbanon Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira