Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2025 11:52 Andrej Babis, líklegur næsti forsætisráðherra Tékklands, á ráðstefnu íhaldsmanna í Ungverjalandi. Hann er sagður hallur undir Rússa líkt og VIktor Orban vinur hans. Vísir/EPA Frambjóðandi líklegs næsta stjórnarflokks Tékklands var tekinn af framboðslistum hans eftir fréttir um að hann hefði rætt um að ráða hund kærustu fyrrverandi eiginmanns hans af dögum. Fréttirnar hafa vakið sérstaka hneykslun þar sem hundahald er óvíða meira en í Tékklandi. Talað var um Margitu Balastikovu sem möglegan landbúnaðarráðherra í ríkisstjórn ANO-flokks Andrej Babis eftir þingkosningar sem fara fram í október. Það var þar til tékkneskur fjölmiðill birti upptökur þar sem Balastikova virtist ræða um að ráða einhvern til þess að drepa hund nýrrar kærustu fyrrverandi eiginmanns hennar og rústa fyrirtækinu hans, að því er kemur fram í umfjöllun Politico. Balastikova sjálf hafnar því að hafa gert nokkuð slíkt og fullyrðir að átt hafi verið við upptökuna. Hún vilji hins vegar ekki skaða flokkinn í aðdraganda kosninga og því dragi hún sig í hlé. Babis, sem var forsætisráðherra frá 2017 til 2021, sagði ekki pláss fyrir fólk eins og Balastikovu í flokki sínum. Svona talaði fólk ekki. „Því miður eru þetta hennar mistök og ég brást við þeim stax vegna þess að við elskum öll dýr,“ sagði Babis en 42 prósent tékkneskra heimila halda hund. Spyrja hvort hundum verði vært undir stjórn Babis Síðan þá hefur Babis reynt að fegra ímynd flokksins á meðal hundavina með því að birta aragrúa mynda af sér með hundum á samfélagsmiðlum. Stjórnarflokkurinn Borgaralegi lýðræðisflokkurinn (ODS) sem mælist langt á eftir ANO-hreyfingu Babis reyndi að koma höggi á hann með fréttunum af Balastikovu. „Verður hundunum ykkar óhætt ef ANO kemst til valda?“ sagði í samfélagsmiðlafærslu flokksins. Babis hefur sjálfur verið miðpunktur stórra hneykslismála. Hann var sakaður um að taka ólöglega við milljónum í Evrópustyrki en neitaði sök. Þá hafnaði hann fullyrðingum sonar síns um að hann hefði látið ræna honum og halda honum á Krímskaga til þess að koma í veg fyrir að hann bæri vitni í sakamálinu vegna fjársvikanna. Núverandi ríkisstjórn Tékklands hefur lýst Babis sem öryggisógn þar sem hann dreifi rússneskum áróðri í Evrópu. Hann vilji stilla Tékklandi upp við hlið ríkja eins og Ungverjalands og Slóvakíu sem eru höll undir Rússlands og á skjön við önnur ríki í Evrópusambandinu. Tékkland Dýr Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Talað var um Margitu Balastikovu sem möglegan landbúnaðarráðherra í ríkisstjórn ANO-flokks Andrej Babis eftir þingkosningar sem fara fram í október. Það var þar til tékkneskur fjölmiðill birti upptökur þar sem Balastikova virtist ræða um að ráða einhvern til þess að drepa hund nýrrar kærustu fyrrverandi eiginmanns hennar og rústa fyrirtækinu hans, að því er kemur fram í umfjöllun Politico. Balastikova sjálf hafnar því að hafa gert nokkuð slíkt og fullyrðir að átt hafi verið við upptökuna. Hún vilji hins vegar ekki skaða flokkinn í aðdraganda kosninga og því dragi hún sig í hlé. Babis, sem var forsætisráðherra frá 2017 til 2021, sagði ekki pláss fyrir fólk eins og Balastikovu í flokki sínum. Svona talaði fólk ekki. „Því miður eru þetta hennar mistök og ég brást við þeim stax vegna þess að við elskum öll dýr,“ sagði Babis en 42 prósent tékkneskra heimila halda hund. Spyrja hvort hundum verði vært undir stjórn Babis Síðan þá hefur Babis reynt að fegra ímynd flokksins á meðal hundavina með því að birta aragrúa mynda af sér með hundum á samfélagsmiðlum. Stjórnarflokkurinn Borgaralegi lýðræðisflokkurinn (ODS) sem mælist langt á eftir ANO-hreyfingu Babis reyndi að koma höggi á hann með fréttunum af Balastikovu. „Verður hundunum ykkar óhætt ef ANO kemst til valda?“ sagði í samfélagsmiðlafærslu flokksins. Babis hefur sjálfur verið miðpunktur stórra hneykslismála. Hann var sakaður um að taka ólöglega við milljónum í Evrópustyrki en neitaði sök. Þá hafnaði hann fullyrðingum sonar síns um að hann hefði látið ræna honum og halda honum á Krímskaga til þess að koma í veg fyrir að hann bæri vitni í sakamálinu vegna fjársvikanna. Núverandi ríkisstjórn Tékklands hefur lýst Babis sem öryggisógn þar sem hann dreifi rússneskum áróðri í Evrópu. Hann vilji stilla Tékklandi upp við hlið ríkja eins og Ungverjalands og Slóvakíu sem eru höll undir Rússlands og á skjön við önnur ríki í Evrópusambandinu.
Tékkland Dýr Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira