„Ég stend við þessa ákvörðun“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. september 2024 19:26 Dómsmálaráðherra stendur keik við ákvörðun sína Vísir Dómsmálaráðherra stendur keik við ákvörðun sína um að veita Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara ekki lausn frá störfum, þrátt fyrir gagnrýni. Hún segir eðlilegt að fram komi ólík sjónarmið enda eigi málið sér fá sem engin fordæmi. Ríkissaksóknari telur umræðu um málið hafa verið óvægna gagnvart embættinu. Ákvörðun dómsmálaráðherra um að leysa Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara ekki frá störfum hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum. Meðal annars hafa Róbert Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, lýst efasemdum um þær forsendur sem ráðherra gefur sér til stuðnings ákvörðuninni. Þá hefur lögmaðurinn Almar Möller einnig lýst efasemdum, þó úr annarri átt. Í svari Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu í dag segist hún telja að hallað hafi verulega á embætti ríkissaksóknara og á ákæruvaldið í umfjöllun fjölmiðla um málið, í „því moldviðri“ sem Helga Magnúsi hafi tekist að magna upp. Þá ýtrekar hún að málið lúti ekki að persónu Helga Magnúsar, heldur að sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins og trausti almennings til þess. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist standa keik við ákvörðun sína, innt eftir viðbrögðum við framkominni gagnrýni. „Ég stend við þessa ákvörðun. Það hefur komið skýrt fram í máli mínu að ég leitaði ráðgjafar bæði innan og utan ráðuneytisins. Ég fékk tvær virtar lögfræðistofur til að gefa mér álit, þeim bar ekki saman og það varðaði aðallega tjáningarfrelsið,“ segir Guðrún. „Það er ekkert óeðlilegt við það þó að lögspekingar stigi núna fram og hafi sínar skoðanir í sitt hvora áttina, enda á þetta mál sér fá ef nokkur fordæmi. Þess vegna meðal annars ákvað ég að gæta meðalhófs í ákvörðun minni.“ Óttast þú ekki að þetta rýri traust til ákæruvaldsins? „Nei, ég óttast það ekki. Það er undir auðvitað ákæruvaldinu komið að vanda sín vinnubrögð og vinna vel og af öryggi og trausti í þágu þjóðarinnar og ég treysti þeim til þess,“ svarar Guðrún. Lögmennska Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Ákvörðun dómsmálaráðherra um að leysa Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara ekki frá störfum hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum. Meðal annars hafa Róbert Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, lýst efasemdum um þær forsendur sem ráðherra gefur sér til stuðnings ákvörðuninni. Þá hefur lögmaðurinn Almar Möller einnig lýst efasemdum, þó úr annarri átt. Í svari Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu í dag segist hún telja að hallað hafi verulega á embætti ríkissaksóknara og á ákæruvaldið í umfjöllun fjölmiðla um málið, í „því moldviðri“ sem Helga Magnúsi hafi tekist að magna upp. Þá ýtrekar hún að málið lúti ekki að persónu Helga Magnúsar, heldur að sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins og trausti almennings til þess. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist standa keik við ákvörðun sína, innt eftir viðbrögðum við framkominni gagnrýni. „Ég stend við þessa ákvörðun. Það hefur komið skýrt fram í máli mínu að ég leitaði ráðgjafar bæði innan og utan ráðuneytisins. Ég fékk tvær virtar lögfræðistofur til að gefa mér álit, þeim bar ekki saman og það varðaði aðallega tjáningarfrelsið,“ segir Guðrún. „Það er ekkert óeðlilegt við það þó að lögspekingar stigi núna fram og hafi sínar skoðanir í sitt hvora áttina, enda á þetta mál sér fá ef nokkur fordæmi. Þess vegna meðal annars ákvað ég að gæta meðalhófs í ákvörðun minni.“ Óttast þú ekki að þetta rýri traust til ákæruvaldsins? „Nei, ég óttast það ekki. Það er undir auðvitað ákæruvaldinu komið að vanda sín vinnubrögð og vinna vel og af öryggi og trausti í þágu þjóðarinnar og ég treysti þeim til þess,“ svarar Guðrún.
Lögmennska Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira