Sagði fjölmiðlum að hætta að kalla Valgeir „Friðriksson“ Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2024 15:30 Valgeir Lunddal í fyrsta leik sínum fyrir Fortuna Düsseldorf. Getty/Andreas Gora Valgeir Lunddal lék sinn fyrsta leik fyrir Fortuna Düsseldorf í gær, í þýsku 2. deildinni í fótbolta. Fjölmiðlafulltrúi þýska félagsins nýtti tækifærið til að kenna fjölmiðlum rétta notkun á nafni Íslendingsins. Valgeir heitir fullu nafni Valgeir Lunddal Friðriksson. Þess vegna hafa þýskir fjölmiðlar talað um „Friðriksson“ í sínum fréttum um íslenska landsliðsmanninn, sem kom frá Häcken í Svíþjóð fyrir 300.000 evrur (45 milljónir króna) í sumar. Í frétt Bild í gær segir að það hafi þótt eðlilegt rétt eins og liðsfélagi Valgeirs, Ísak Bergmann Jóhannesson, hafi verið kallaður „Jóhannesson“. Hins vegar hafi komið í ljós að ekki bæri að nota Friðriksson-nafnið, eins og Tino Polster fjölmiðlafulltrúi Düsseldorf útskýrði: „Við getum hætt að nota „Friðriksson“ því hann verður bara með „Lunddal“ á treyjunni sinni. Þetta „Lunddal“-nafn er ættarnafnið og hann vill halda því í heiðri. Þess vegna notuðum við „Lunddal“. Hann heitir sem sagt Valgeir Lunddal.“ Valgeir kom inn á sem varamaður í gær, í sínum fyrsta leik í Þýskalandi, og þeir Ísak fögnuðu 2-0 útisigri gegn Herthu Berlín. Félagi þeirra í landsliðinu, Jón Dagur Þorsteinsson, kom inn á sem varamaður hjá Herthu, í sínum öðrum leik fyrir liðið eftir komuna frá OH Leuven í Belgíu. View this post on Instagram A post shared by Valgeir Lunddal (@valgeirlunddal) Düsseldorf, sem afar naumlega missti af sæti í efstu deild Þýskalands síðasta vor, er á toppi þýsku 2. deildarinnar með 13 stig eftir fimm leiki. Hertha er í 9. sæti með sjö stig. Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira
Valgeir heitir fullu nafni Valgeir Lunddal Friðriksson. Þess vegna hafa þýskir fjölmiðlar talað um „Friðriksson“ í sínum fréttum um íslenska landsliðsmanninn, sem kom frá Häcken í Svíþjóð fyrir 300.000 evrur (45 milljónir króna) í sumar. Í frétt Bild í gær segir að það hafi þótt eðlilegt rétt eins og liðsfélagi Valgeirs, Ísak Bergmann Jóhannesson, hafi verið kallaður „Jóhannesson“. Hins vegar hafi komið í ljós að ekki bæri að nota Friðriksson-nafnið, eins og Tino Polster fjölmiðlafulltrúi Düsseldorf útskýrði: „Við getum hætt að nota „Friðriksson“ því hann verður bara með „Lunddal“ á treyjunni sinni. Þetta „Lunddal“-nafn er ættarnafnið og hann vill halda því í heiðri. Þess vegna notuðum við „Lunddal“. Hann heitir sem sagt Valgeir Lunddal.“ Valgeir kom inn á sem varamaður í gær, í sínum fyrsta leik í Þýskalandi, og þeir Ísak fögnuðu 2-0 útisigri gegn Herthu Berlín. Félagi þeirra í landsliðinu, Jón Dagur Þorsteinsson, kom inn á sem varamaður hjá Herthu, í sínum öðrum leik fyrir liðið eftir komuna frá OH Leuven í Belgíu. View this post on Instagram A post shared by Valgeir Lunddal (@valgeirlunddal) Düsseldorf, sem afar naumlega missti af sæti í efstu deild Þýskalands síðasta vor, er á toppi þýsku 2. deildarinnar með 13 stig eftir fimm leiki. Hertha er í 9. sæti með sjö stig.
Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira