Ákvörðunin um brottflutning Yazan stendur Árni Sæberg skrifar 16. september 2024 16:10 Guðrún Hafsteinsdóttir frestaði brottflutningi Yazans en hann stendur þó enn til. Vísir Dómsmálaráðherra segir að ákvörðun um brottvísun Yazans Tamimi og fjölskyldu hans standi, þrátt fyrir að henni hafi verið frestað að beiðni félags- og vinnumarkaðsráðherra. Yazan, sem er ellefu ára og glímir við taugahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, var vakinn af lögreglu í nótt og fluttur á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti honum til Spánar ásamt fjölskyldu. Fjölskylda Yazans kom hingað til Íslands fyrir ári frá Palestínu með millilendingu á Spáni. Kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá og hefur brottvísun þeirra verið yfirvofandi undanfarnar vikur. Guðmundur Ingi óskaði eftir frestun Greint var frá því í dag að Guðrún Hafsteinsdóttir hefði fyrirskipað að hætt yrði við brottflutning fjölskyldunnar í nótt og að Yazan hefði verið ekið á Landspítalann. Síðar var greint frá því að ráðherrar Vinstri grænna hefðu farið fram á að mál Yazans yrði tekið fyrir í ríkisstjórn áður en fjölskyldan yrði flutt af landi brott. Hefur ráðherra lagaheimild til frestunar? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ákvað að spyrja Guðrúnu nánar út í þessa ákvörðun hennar, sem hann sagði óvænta, þegar opið var fyrir fyrirspurnir á þingfundi í dag. „Telur hæstvirtur ráðherra sig hafa lagaheimild til að taka slíka ákvörðun með þessum hætti og hefur ráðherrann hæstvirtur að eigin mati möguleika á að skipta sér af rannsókn mála, niðurstöðum dómstóla eða vinnu lögreglu og svo framvegis?“ Frestun breyti ekki ákvörðuninni Guðrún svaraði á þann hátt að snemma í morgun hafi heimferðadeild Ríkislögreglustjóra það verkefni að fylgja palestínskri fjölskyldu til Spánar, þar sem verndarumsókn hennar eigi réttilega heima. „Áður en lagt var af stað frá Keflavíkurflugvelli barst mér beiðni frá félags- og vinnumarkaðsráðherra, um að þessari framkvæmd yrði frestað vegna þess að hann óskaði eftir að fá að ræða þetta tiltekna mál í ríkisstjórn. Ég ákvað að verða við þeirri beiðni og lagði þess vegna fyrir Ríkislögreglustjóra að fresta för um sinn. Það breytir því þó ekki að ákvörðun um brottflutning stendur en framkvæmdinni á þessum brottflutningi hefur verið frestað.“ Mál Yazans Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Skipun um að hætta við brottflutning Yazan kom frá dómsmálaráðherra Hætt var við brottflutning Yazan Tamimi frá Íslandi í nótt. Skipunin um að hætta við kom frá dómsmálaráðherra, að sögn Marínar Þórsdóttur verkefnisstjóra hjá heimferða- og fylgdadeild Ríkislögreglustjóra. 16. september 2024 09:50 Yazan á leiðinni aftur á Landspítalann Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaður drengur frá Palestínu, var ekki fluttur af landi brott til Spánar í morgunsárið eins og til stóð. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Yazan á leiðinni aftur á Barnaspítala Hringsins. 16. september 2024 08:22 „Ég óttast að það taki ekkert við á Spáni“ „Lögregla telur það ekki vera sitt vandamál og íslensk stjórnvöld, þrátt fyrir ítrekaða hvatingu og beiðnir, hafa ekki viljað óska eftir tryggingum eða loforðum frá spænskum stjórnvöldum um hvað taki við á Spáni.Þannig að ég óttast að það taki ekkert við á Spáni.“ 16. september 2024 06:39 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira
Yazan, sem er ellefu ára og glímir við taugahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, var vakinn af lögreglu í nótt og fluttur á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti honum til Spánar ásamt fjölskyldu. Fjölskylda Yazans kom hingað til Íslands fyrir ári frá Palestínu með millilendingu á Spáni. Kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá og hefur brottvísun þeirra verið yfirvofandi undanfarnar vikur. Guðmundur Ingi óskaði eftir frestun Greint var frá því í dag að Guðrún Hafsteinsdóttir hefði fyrirskipað að hætt yrði við brottflutning fjölskyldunnar í nótt og að Yazan hefði verið ekið á Landspítalann. Síðar var greint frá því að ráðherrar Vinstri grænna hefðu farið fram á að mál Yazans yrði tekið fyrir í ríkisstjórn áður en fjölskyldan yrði flutt af landi brott. Hefur ráðherra lagaheimild til frestunar? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ákvað að spyrja Guðrúnu nánar út í þessa ákvörðun hennar, sem hann sagði óvænta, þegar opið var fyrir fyrirspurnir á þingfundi í dag. „Telur hæstvirtur ráðherra sig hafa lagaheimild til að taka slíka ákvörðun með þessum hætti og hefur ráðherrann hæstvirtur að eigin mati möguleika á að skipta sér af rannsókn mála, niðurstöðum dómstóla eða vinnu lögreglu og svo framvegis?“ Frestun breyti ekki ákvörðuninni Guðrún svaraði á þann hátt að snemma í morgun hafi heimferðadeild Ríkislögreglustjóra það verkefni að fylgja palestínskri fjölskyldu til Spánar, þar sem verndarumsókn hennar eigi réttilega heima. „Áður en lagt var af stað frá Keflavíkurflugvelli barst mér beiðni frá félags- og vinnumarkaðsráðherra, um að þessari framkvæmd yrði frestað vegna þess að hann óskaði eftir að fá að ræða þetta tiltekna mál í ríkisstjórn. Ég ákvað að verða við þeirri beiðni og lagði þess vegna fyrir Ríkislögreglustjóra að fresta för um sinn. Það breytir því þó ekki að ákvörðun um brottflutning stendur en framkvæmdinni á þessum brottflutningi hefur verið frestað.“
Mál Yazans Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Skipun um að hætta við brottflutning Yazan kom frá dómsmálaráðherra Hætt var við brottflutning Yazan Tamimi frá Íslandi í nótt. Skipunin um að hætta við kom frá dómsmálaráðherra, að sögn Marínar Þórsdóttur verkefnisstjóra hjá heimferða- og fylgdadeild Ríkislögreglustjóra. 16. september 2024 09:50 Yazan á leiðinni aftur á Landspítalann Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaður drengur frá Palestínu, var ekki fluttur af landi brott til Spánar í morgunsárið eins og til stóð. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Yazan á leiðinni aftur á Barnaspítala Hringsins. 16. september 2024 08:22 „Ég óttast að það taki ekkert við á Spáni“ „Lögregla telur það ekki vera sitt vandamál og íslensk stjórnvöld, þrátt fyrir ítrekaða hvatingu og beiðnir, hafa ekki viljað óska eftir tryggingum eða loforðum frá spænskum stjórnvöldum um hvað taki við á Spáni.Þannig að ég óttast að það taki ekkert við á Spáni.“ 16. september 2024 06:39 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira
Skipun um að hætta við brottflutning Yazan kom frá dómsmálaráðherra Hætt var við brottflutning Yazan Tamimi frá Íslandi í nótt. Skipunin um að hætta við kom frá dómsmálaráðherra, að sögn Marínar Þórsdóttur verkefnisstjóra hjá heimferða- og fylgdadeild Ríkislögreglustjóra. 16. september 2024 09:50
Yazan á leiðinni aftur á Landspítalann Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaður drengur frá Palestínu, var ekki fluttur af landi brott til Spánar í morgunsárið eins og til stóð. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Yazan á leiðinni aftur á Barnaspítala Hringsins. 16. september 2024 08:22
„Ég óttast að það taki ekkert við á Spáni“ „Lögregla telur það ekki vera sitt vandamál og íslensk stjórnvöld, þrátt fyrir ítrekaða hvatingu og beiðnir, hafa ekki viljað óska eftir tryggingum eða loforðum frá spænskum stjórnvöldum um hvað taki við á Spáni.Þannig að ég óttast að það taki ekkert við á Spáni.“ 16. september 2024 06:39