Kristian Nökkvi metinn á tæplega tvo og hálfan milljarð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2024 19:45 Kristian Nökkvi í leik með Ajax. Getty Images/Raymond Smit Kristian Nökkvi Hlynsson, miðjumaður hollenska stórveldisins Ajax, er þriðji verðmætasti leikmaður hollensku efstu deildar karla í fótbolta sem hefur ekki náð 21 árs aldri. Hann er metinn á tæplega tvo og hálfan milljarð íslenskra króna. CIES Football Observatory er eins konar rannsóknarstofa sem notar tölfræðiupplýsingar til að meta leikmenn, lið og knattspyrnuþjóðir. Nú hefur „rannsóknarstofan“ verðlagt leikmenn sem eru undir 21 árs. Einn ber af en Kristian Nökkvi er í 3. sæti listans. Hinn 18 ára gamli Jorrel Hato, samherji Kristians Nökkva, hjá Ajax er langefstur á listanum en hann er metinn á 45 milljónir evra eða 6,9 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða örvfættan miðvörð sem hefur þegar spilað sinn fyrsta A-landsleik þrátt fyrir ungan aldur. Hinn tvítugi Ruben van Bommel, sonur Mark van Bommel, er í öðru sæti listans. Vængmaðurinn er metinn á 200 þúsund evrum meira en Kristian Nökkvi sem er í þriðja sæti listans. Hinn tvítugi Kristian Nökkvi kom inn í lið Ajax á síðustu leiktíð og var einn af fáum ljósum punktum á annars slöku tímabili. Hann á að baki tvo A-landsleiki fyrir Ísland og 28 yngri landsleiki. Top estimated transfer values, 🇳🇱 #Eredivisie U2⃣1⃣ players 🤠🥇 #JorrelHato 🇳🇱 €45.2m🥈 #RubenvanBommel 🇳🇱 €16.1m🥉 #KristianHlynsson 🇮🇸 €15.9m4⃣ #IbrahimOsman 🇬🇭 5⃣ #PaxtenAaronson 🇺🇸 Most valued player per club in 6⃣7⃣ leagues 🌐 👉 https://t.co/7gBSrAr326 pic.twitter.com/HxW1eelaL6— CIES Football Obs (@CIES_Football) September 16, 2024 Á eftir honum koma Ibrahim Osman, 19 ára vængmaður Feyenoord sem er á láni frá Brighton & Hove Albion, og Paxten Aaronson, 21 árs sóknarsinnaður miðjumaður sem er á láni frá Eintracht Frankfurt. Kristian Nökkvi skoraði sigurmark Ajax í fyrsta deildarleik tímabilsins en liðið tapaði óvænt fyrir NAC Breda í næsta deildarleik þar sem Hato skoraði eina mark liðsins í 2-1 tapi. Vegna þátttöku sinnar í forkeppni Meistara- og Evrópudeildarinnar hefur liðið aðeins leikið tvo leiki á meðan önnur hafa leikið 4-5 leiki og því er Ajax í 15. sæti sem stendur. Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira
CIES Football Observatory er eins konar rannsóknarstofa sem notar tölfræðiupplýsingar til að meta leikmenn, lið og knattspyrnuþjóðir. Nú hefur „rannsóknarstofan“ verðlagt leikmenn sem eru undir 21 árs. Einn ber af en Kristian Nökkvi er í 3. sæti listans. Hinn 18 ára gamli Jorrel Hato, samherji Kristians Nökkva, hjá Ajax er langefstur á listanum en hann er metinn á 45 milljónir evra eða 6,9 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða örvfættan miðvörð sem hefur þegar spilað sinn fyrsta A-landsleik þrátt fyrir ungan aldur. Hinn tvítugi Ruben van Bommel, sonur Mark van Bommel, er í öðru sæti listans. Vængmaðurinn er metinn á 200 þúsund evrum meira en Kristian Nökkvi sem er í þriðja sæti listans. Hinn tvítugi Kristian Nökkvi kom inn í lið Ajax á síðustu leiktíð og var einn af fáum ljósum punktum á annars slöku tímabili. Hann á að baki tvo A-landsleiki fyrir Ísland og 28 yngri landsleiki. Top estimated transfer values, 🇳🇱 #Eredivisie U2⃣1⃣ players 🤠🥇 #JorrelHato 🇳🇱 €45.2m🥈 #RubenvanBommel 🇳🇱 €16.1m🥉 #KristianHlynsson 🇮🇸 €15.9m4⃣ #IbrahimOsman 🇬🇭 5⃣ #PaxtenAaronson 🇺🇸 Most valued player per club in 6⃣7⃣ leagues 🌐 👉 https://t.co/7gBSrAr326 pic.twitter.com/HxW1eelaL6— CIES Football Obs (@CIES_Football) September 16, 2024 Á eftir honum koma Ibrahim Osman, 19 ára vængmaður Feyenoord sem er á láni frá Brighton & Hove Albion, og Paxten Aaronson, 21 árs sóknarsinnaður miðjumaður sem er á láni frá Eintracht Frankfurt. Kristian Nökkvi skoraði sigurmark Ajax í fyrsta deildarleik tímabilsins en liðið tapaði óvænt fyrir NAC Breda í næsta deildarleik þar sem Hato skoraði eina mark liðsins í 2-1 tapi. Vegna þátttöku sinnar í forkeppni Meistara- og Evrópudeildarinnar hefur liðið aðeins leikið tvo leiki á meðan önnur hafa leikið 4-5 leiki og því er Ajax í 15. sæti sem stendur.
Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira