Leyfir börnunum að sofa uppi í rúmi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. september 2024 10:25 Kourtney Kardashian og Travis Barker leyfa börnunum að sofa uppí hjá sér. Gilbert Flores/Variety/Getty Images Kourtney Kardashian segist leyfa börnum sínum að sofa uppi í rúmi hjá sér eins lengi og þau vilja. Sonur hennar hafi gert það þar til hann var sjö ára gamall og dóttir hennar þar til hún var ellefu ára. Kourtney opnaði sig um málið í hlaðvarpsþættinum Skinny Confidential. Hún segist í raun ekki hafa tekið ákvörðun um þetta, heldur hafi þetta hreinlega bara gerst og segir athafnakonan að náttúran ráði þar för. „Ég tel að hver og ein manneskja og hvert og eitt barn séu ólík. Elsti sonur minn svaf uppí hjá mér þar til hann var sjö ára,“ segir athafnakonan. Hún segist hafa byrjað á að setja hann í hans eigið rúm en síðan hafi hann alltaf rölt inn til hennar og upp í rúm. „Síðan þegar hann var sjö ára þá hætti hann þessu bara. Það var eins og hann hefði sagt: „Ég er kominn með nóg af þér. Ég sef í mínu eigin rúmi.“ Kourtney er fjögurra barna móðir og segir hið sama hafa gilt um hin börnin hennar. Ein af dætrum hennar, Penelope Disick, hafi sofið upp í rúmi hjá henni þar til hún var ellefu ára. Talið barst að svefnvenjum Kourtney í hlaðvarpinu eftir að hún ræddi eigið svefnleysi vegna svefnvenja sonar hennar Rocky sem fæddist í nóvember á síðasta ári. Kris setti sig upp á móti ráðahagnum Þá lýsir Kourtney því að mamma hennar Kris Jenner hafi fett fingur út í það hvernig börn hennar svæfu. Kourtney segir hafa látið gagnrýnina sem vind um eyru þjóta, þetta séu hennar börn. „Sem móður þá finnst mér best að gera það sem mér finnst náttúrulegast og það sem mér finnst eðlið segja mér að gera. Og fyrir mér snýst þetta um það,“ segir Kourtney. Athafnakonan segist reyna að fara í háttinn um ellefu leytið og vakna klukkan sjö. Hún segist drekka heitt vatn með sítrónu fyrir svefninn. Hollywood Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Sjá meira
Kourtney opnaði sig um málið í hlaðvarpsþættinum Skinny Confidential. Hún segist í raun ekki hafa tekið ákvörðun um þetta, heldur hafi þetta hreinlega bara gerst og segir athafnakonan að náttúran ráði þar för. „Ég tel að hver og ein manneskja og hvert og eitt barn séu ólík. Elsti sonur minn svaf uppí hjá mér þar til hann var sjö ára,“ segir athafnakonan. Hún segist hafa byrjað á að setja hann í hans eigið rúm en síðan hafi hann alltaf rölt inn til hennar og upp í rúm. „Síðan þegar hann var sjö ára þá hætti hann þessu bara. Það var eins og hann hefði sagt: „Ég er kominn með nóg af þér. Ég sef í mínu eigin rúmi.“ Kourtney er fjögurra barna móðir og segir hið sama hafa gilt um hin börnin hennar. Ein af dætrum hennar, Penelope Disick, hafi sofið upp í rúmi hjá henni þar til hún var ellefu ára. Talið barst að svefnvenjum Kourtney í hlaðvarpinu eftir að hún ræddi eigið svefnleysi vegna svefnvenja sonar hennar Rocky sem fæddist í nóvember á síðasta ári. Kris setti sig upp á móti ráðahagnum Þá lýsir Kourtney því að mamma hennar Kris Jenner hafi fett fingur út í það hvernig börn hennar svæfu. Kourtney segir hafa látið gagnrýnina sem vind um eyru þjóta, þetta séu hennar börn. „Sem móður þá finnst mér best að gera það sem mér finnst náttúrulegast og það sem mér finnst eðlið segja mér að gera. Og fyrir mér snýst þetta um það,“ segir Kourtney. Athafnakonan segist reyna að fara í háttinn um ellefu leytið og vakna klukkan sjö. Hún segist drekka heitt vatn með sítrónu fyrir svefninn.
Hollywood Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Sjá meira