FIA tók fyrir kvörtun Red Bull og hefur kveðið upp dóm sinn Aron Guðmundsson skrifar 19. september 2024 16:01 Bíll McLaren í braut í Azerbaijan kappakstrinum um síðastliðna helgi Vísir/EPA Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hefur úrskurðað afturvænginn, sem bíll McLaren skartaði um síðastliðnu helgi í Azerbaijan, löglegan eftir að keppinautar breska liðsins í Formúlu 1 kröfðust þess að vængurinn yrði skoðaður nánar. McLaren hefur verið á mikilli siglingu upp á síðkastið í Formúlu 1 og leiðir sem stendur stigakeppni bílasmiða með tuttugu stigum meira en ríkjandi heimsmeistarar Red Bull Racing. Bíll McLaren var sá hraðasti í braut í Azerbaijan kappakstrinum í Baku um síðastliðna helgi þar sem að Oscar Piastri, ökuþór liðsins, stóð uppi sem sigurvegari. Liðsfélagi hans, Lando Norris, vann sig þá úr fimmtánda sæti upp í það fjórða. Oscar Piastri fór með sigur af hólmi í AzerbaijanVísir/EPA Myndbandsupptökur frá kappakstrinum varpa ljósi á það hvernig afturvængurinn á bíl McLaren sveigist upp á við á beina kafla brautarinnar sem er með þeim lengstu í mótaröðinni. Ákveðið regluverk gildir í Formúlu 1 um hina ýmsu hluta Formúlu 1 bílsins og hvernig þeir mega virka en það er síðan endur liðunum og hönnunarteymi þeirra komið að vinna innan þess regluverks og er það gert á ýmsa vegu. FIA tók kvörtun keppinauta McLaren til greina og hefur nú greint frá því að afturvængur McLaren bílsins hafist staðist alla skoðun. Enn fremur segist sambandið vera að skoða öll gögn og að mótvægisaðgerðir varðandi framtíðarútfærslu afturvængins verði íhugaðar. Talsmenn McLaren, starfsmenn liðsins sem og ökuþórar hafa haldið því fram síðan að bera fór á efasemdaröddum varðandi lögmæti afturvængsins að hann sé löglegur. Lando Norris er sá eini sem getur skákað ríkjandi heimsmeistaranum Max Verstappen í baráttunni um heimsmeistaratitil ökuþóra.Vísir/EPA Eins og fyrr segir er það McLaren sem leiðir stigakeppni bílasmiða og þá hefur Lando Norris, ökuþór liðsins, nálgast ríkjandi heimsmeistarann Max Verstappen í stigakeppni ökuþóra. Bilið milli þeirra stendur nú í 59 stigum og hefur verið að dragast saman smátt og smátt eftir því sem líður á tímabilið. Næsta keppnishelgi Formúlu 1 hefst með fyrstu æfingum í Singapúr á morgun. Sjálfur kappaksturinn fer síðan fram á sunnudaginn kemur og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport rásinni. Akstursíþróttir Aserbaídsjan Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
McLaren hefur verið á mikilli siglingu upp á síðkastið í Formúlu 1 og leiðir sem stendur stigakeppni bílasmiða með tuttugu stigum meira en ríkjandi heimsmeistarar Red Bull Racing. Bíll McLaren var sá hraðasti í braut í Azerbaijan kappakstrinum í Baku um síðastliðna helgi þar sem að Oscar Piastri, ökuþór liðsins, stóð uppi sem sigurvegari. Liðsfélagi hans, Lando Norris, vann sig þá úr fimmtánda sæti upp í það fjórða. Oscar Piastri fór með sigur af hólmi í AzerbaijanVísir/EPA Myndbandsupptökur frá kappakstrinum varpa ljósi á það hvernig afturvængurinn á bíl McLaren sveigist upp á við á beina kafla brautarinnar sem er með þeim lengstu í mótaröðinni. Ákveðið regluverk gildir í Formúlu 1 um hina ýmsu hluta Formúlu 1 bílsins og hvernig þeir mega virka en það er síðan endur liðunum og hönnunarteymi þeirra komið að vinna innan þess regluverks og er það gert á ýmsa vegu. FIA tók kvörtun keppinauta McLaren til greina og hefur nú greint frá því að afturvængur McLaren bílsins hafist staðist alla skoðun. Enn fremur segist sambandið vera að skoða öll gögn og að mótvægisaðgerðir varðandi framtíðarútfærslu afturvængins verði íhugaðar. Talsmenn McLaren, starfsmenn liðsins sem og ökuþórar hafa haldið því fram síðan að bera fór á efasemdaröddum varðandi lögmæti afturvængsins að hann sé löglegur. Lando Norris er sá eini sem getur skákað ríkjandi heimsmeistaranum Max Verstappen í baráttunni um heimsmeistaratitil ökuþóra.Vísir/EPA Eins og fyrr segir er það McLaren sem leiðir stigakeppni bílasmiða og þá hefur Lando Norris, ökuþór liðsins, nálgast ríkjandi heimsmeistarann Max Verstappen í stigakeppni ökuþóra. Bilið milli þeirra stendur nú í 59 stigum og hefur verið að dragast saman smátt og smátt eftir því sem líður á tímabilið. Næsta keppnishelgi Formúlu 1 hefst með fyrstu æfingum í Singapúr á morgun. Sjálfur kappaksturinn fer síðan fram á sunnudaginn kemur og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport rásinni.
Akstursíþróttir Aserbaídsjan Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti