Eiginmaður íslenskrar konu lét sig hverfa rétt eftir brúðkaupið Árni Sæberg skrifar 20. september 2024 10:53 Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Kampala hafa meðal annarra reynt að hafa uppi á manninum. Stjórnarráðið Íslensk kona á sextugsaldri hefur stefnt úgönskum eiginmanni sínum til lögskilnaðar en hún hefur hvorki heyrt frá honum né séð frá árinu 2007, skömmu eftir að þau gengu í hjónaband. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Þar segir að lögmaður hafi tilkynnt Héraðsdómi Reykjavíkur að hún þyrfti að höfða mál fyrir dómstólnum á hendur manninum vegna kröfu hennar um lögskilnað. Maðurinn sé fæddur árið 1979 og aðsetur hans sé óþekkt sem og lögheimili. Þá sé málskostnaðar krafist að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti, sem lagður verði fram við aðalmeðferð málsins, komi til hennar, en þess sé krafist að málskostnaður verði tildæmdur konunni eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Með lögheimili í Úganda árið 2008 Málsatvikum er svo lýst að hjónin hafi gengið í hjúskap árið 2007 en þau hefðu kynnst nokkrum mánuðum fyrr. Stuttu eftir að þau voru gefin saman hafi maðurinn horfið og konan hafi eftir það hvorki heyrt frá honum né séð. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá hafi maðurinn verið skráður með lögheimili í Úganda 8. ágúst 2008 en vinnsludagur skráningar hafi verið 7. október 2008. Hjónin eigi engin börn saman og fjárhagur þeirra hafi aldrei verið sameiginlegur þrátt fyrir hjónabandið. Konan geri því engar fjárkröfur á hendur manninum. Hefur reynt að hafa uppi á manninum með aðstoð sendiráðsins í Kampala Fyrir liggi að árangurlaust hefur verið fyrir konuna að leita skilnaðar hjá sýslumanni en maðurinn hafi ekki haft lögheimili hér á landi síðan 2008. Gerðar hafi verið tilraunir til þess að hafa upp á stefnda, þar með talið með aðstoð Þjóðskrár, sendiráðs Íslands í Kampala, Úganda, sem og utanríkisráðuneytisins, en allt hafi komið fyrir ekki. Ráðuneytið muni hafa milligöngu um birtingu réttarstefnunnar, þar sem Úganda sé ekki aðili að Haag-samningnum. Í ljósi alls framangreinds sé konunni nauðugur einn sá kostur að höfða dómsmál, hvar farið er fram á lögskilnað, en öðru hjóna sé heimilt að höfða dómsmál og krefjast skilnaðar samkvæmt hjúskaparlögum. Úganda Ástin og lífið Dómsmál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu Kona á fertugsaldri hefur höfðað mál á hendur annarri konu níu árum yngri þess efnis að henni verði veittur lögskilnaður. Hún segir konuna hafa gift sér til málamynda til að geta dvalið í Evrópu án vandræða. 16. september 2024 14:14 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira
Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Þar segir að lögmaður hafi tilkynnt Héraðsdómi Reykjavíkur að hún þyrfti að höfða mál fyrir dómstólnum á hendur manninum vegna kröfu hennar um lögskilnað. Maðurinn sé fæddur árið 1979 og aðsetur hans sé óþekkt sem og lögheimili. Þá sé málskostnaðar krafist að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti, sem lagður verði fram við aðalmeðferð málsins, komi til hennar, en þess sé krafist að málskostnaður verði tildæmdur konunni eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Með lögheimili í Úganda árið 2008 Málsatvikum er svo lýst að hjónin hafi gengið í hjúskap árið 2007 en þau hefðu kynnst nokkrum mánuðum fyrr. Stuttu eftir að þau voru gefin saman hafi maðurinn horfið og konan hafi eftir það hvorki heyrt frá honum né séð. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá hafi maðurinn verið skráður með lögheimili í Úganda 8. ágúst 2008 en vinnsludagur skráningar hafi verið 7. október 2008. Hjónin eigi engin börn saman og fjárhagur þeirra hafi aldrei verið sameiginlegur þrátt fyrir hjónabandið. Konan geri því engar fjárkröfur á hendur manninum. Hefur reynt að hafa uppi á manninum með aðstoð sendiráðsins í Kampala Fyrir liggi að árangurlaust hefur verið fyrir konuna að leita skilnaðar hjá sýslumanni en maðurinn hafi ekki haft lögheimili hér á landi síðan 2008. Gerðar hafi verið tilraunir til þess að hafa upp á stefnda, þar með talið með aðstoð Þjóðskrár, sendiráðs Íslands í Kampala, Úganda, sem og utanríkisráðuneytisins, en allt hafi komið fyrir ekki. Ráðuneytið muni hafa milligöngu um birtingu réttarstefnunnar, þar sem Úganda sé ekki aðili að Haag-samningnum. Í ljósi alls framangreinds sé konunni nauðugur einn sá kostur að höfða dómsmál, hvar farið er fram á lögskilnað, en öðru hjóna sé heimilt að höfða dómsmál og krefjast skilnaðar samkvæmt hjúskaparlögum.
Úganda Ástin og lífið Dómsmál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu Kona á fertugsaldri hefur höfðað mál á hendur annarri konu níu árum yngri þess efnis að henni verði veittur lögskilnaður. Hún segir konuna hafa gift sér til málamynda til að geta dvalið í Evrópu án vandræða. 16. september 2024 14:14 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira
Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu Kona á fertugsaldri hefur höfðað mál á hendur annarri konu níu árum yngri þess efnis að henni verði veittur lögskilnaður. Hún segir konuna hafa gift sér til málamynda til að geta dvalið í Evrópu án vandræða. 16. september 2024 14:14