Sló 24 ára gamalt met Kára Steins, aftur Valur Páll Eiríksson skrifar 21. september 2024 13:30 Sindri Karl Sigurjónsson eftir hlaup dagsins. Samsett/Vísir/Hjartadagshlaupið Sindri Karl Sigurjónsson, 15 ára hlaupari úr Borgarfirði, sló 24 ára gamalt aldurflokkamet Kára Steins Reynissonar í 10 kílómetra götuhlaupi í dag. Þetta er í annað sinn sem hann slær metið, en í fyrra skiptið var það ekki gilt. Greint var frá því á Vísi í síðasta mánuði að Sindri hefði slegið Kára Steini við þegar hann fór 10 kílómetra á 35:49 mínútum í Reykjavíkurmaraþoninu. Það met var hins vegar ekki gilt þar sem hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu var ekki vottað. Deilur hafa verið á milli Íþróttabandalags Reykjavíkur, sem heldur Reykjavíkurmaraþonið, og langhlaupanefndar Frjálsíþróttasambands Íslands, um kostnað við vottun hlaupsins. „Það er algjörlega ákvörðun hlaupahaldara hvort sóst er eftir vottun Frjálsíþróttasambandsins,“ sagði Friðleifur Friðleifsson, formaður langhlaupanefndar Frjálsíþróttasambands Íslands, í Bítinu á Bylgjunni um málið. Sindri var í kjölfarið boðinn hjartanlega velkominn í Hjartadagshlaupið sem fór fram í Kópavogi í dag. Það hlaup var í ár vottað í fyrsta sinn. Um árlegt hlaup er að ræða sem er forvarnarhlaup Hjartaverndar. Sindri þáði boðið og þrátt fyrir að hafa verið á örlítið lakari tíma en í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir tæpum mánuði síðan tókst honum, öðru sinni, að bæta tíma Kára Steins, í þetta skipti í vottuðu hlaupi og metið því hans. Sindri kom í mark á 36 mínútum og þremur sekúndum og bætti fyrra met um þrjár sekúndur. Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í síðasta mánuði að Sindri hefði slegið Kára Steini við þegar hann fór 10 kílómetra á 35:49 mínútum í Reykjavíkurmaraþoninu. Það met var hins vegar ekki gilt þar sem hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu var ekki vottað. Deilur hafa verið á milli Íþróttabandalags Reykjavíkur, sem heldur Reykjavíkurmaraþonið, og langhlaupanefndar Frjálsíþróttasambands Íslands, um kostnað við vottun hlaupsins. „Það er algjörlega ákvörðun hlaupahaldara hvort sóst er eftir vottun Frjálsíþróttasambandsins,“ sagði Friðleifur Friðleifsson, formaður langhlaupanefndar Frjálsíþróttasambands Íslands, í Bítinu á Bylgjunni um málið. Sindri var í kjölfarið boðinn hjartanlega velkominn í Hjartadagshlaupið sem fór fram í Kópavogi í dag. Það hlaup var í ár vottað í fyrsta sinn. Um árlegt hlaup er að ræða sem er forvarnarhlaup Hjartaverndar. Sindri þáði boðið og þrátt fyrir að hafa verið á örlítið lakari tíma en í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir tæpum mánuði síðan tókst honum, öðru sinni, að bæta tíma Kára Steins, í þetta skipti í vottuðu hlaupi og metið því hans. Sindri kom í mark á 36 mínútum og þremur sekúndum og bætti fyrra met um þrjár sekúndur.
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira