Skorar á Trump í aðrar kappræður Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. september 2024 18:27 Harris þykir hafa staðið sig mun betur í síðustu kappræðum en Trump. Getty/Win McNamee Kamala Harris, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í komandi kosningum í Bandaríkjunum, samþykkti boð sjónvarpsstöðvarinnar CNN um þátttöku í kappræðum á þeirra vegum og skoraði á Donald Trump mótframbjóðanda sinn að mæta sér. „Donald Trump ætti ekki að hafa neitt á móti því að samþykkja þátttöku í þessum kappræðum. Þær fara fram á sama hátt og kappræðurnar á CNN sem hann tók þátt í og sagðist hafa unnið í júní, þar sem hann hrósaði stjórnendum, reglum og áhorfi CNN,“ segir Jen O'Malley Dillon kosningastjóri Kamölu í yfirlýsingu. „Ég myndi glöð taka þátt í öðrum kappræðum þann 23. október. Ég vona að Donald Trump mæti mér,“ skrifar Kamala Harris í færslu á samfélagsmiðlinum X í dag. I will gladly accept a second presidential debate on October 23.I hope @realDonaldTrump will join me. https://t.co/Trb8HUBsDh— Kamala Harris (@KamalaHarris) September 21, 2024 Harris og Trump mættust í sjónvarpskappræðum þann tíunda september og taldi meirihluti í skoðanakönnunum Harris hafa komið betur út úr þeim. Trump hefur sagt með afgerandi hætti að hann ætli sér ekki að mæta Harris í öðrum kappræðum. „ÞAÐ VERÐA ENGAR ÞRIÐJU KAPPRÆÐUR,“ skrifaði hann meðal annars á samfélagsmiðli sínum Truth Social skömmu eftir kappræðurnar. Nýjustu skoðanakannanir sýna að frambjóðendurnir tveir séu hnífjafnir á landsvísu en að Harris sé með forskot í Pennsylvaníuríki, einu helsta barátturíkinu sem gæti komið til með að skera úr um sigurvegara kosninganna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Sjá meira
„Donald Trump ætti ekki að hafa neitt á móti því að samþykkja þátttöku í þessum kappræðum. Þær fara fram á sama hátt og kappræðurnar á CNN sem hann tók þátt í og sagðist hafa unnið í júní, þar sem hann hrósaði stjórnendum, reglum og áhorfi CNN,“ segir Jen O'Malley Dillon kosningastjóri Kamölu í yfirlýsingu. „Ég myndi glöð taka þátt í öðrum kappræðum þann 23. október. Ég vona að Donald Trump mæti mér,“ skrifar Kamala Harris í færslu á samfélagsmiðlinum X í dag. I will gladly accept a second presidential debate on October 23.I hope @realDonaldTrump will join me. https://t.co/Trb8HUBsDh— Kamala Harris (@KamalaHarris) September 21, 2024 Harris og Trump mættust í sjónvarpskappræðum þann tíunda september og taldi meirihluti í skoðanakönnunum Harris hafa komið betur út úr þeim. Trump hefur sagt með afgerandi hætti að hann ætli sér ekki að mæta Harris í öðrum kappræðum. „ÞAÐ VERÐA ENGAR ÞRIÐJU KAPPRÆÐUR,“ skrifaði hann meðal annars á samfélagsmiðli sínum Truth Social skömmu eftir kappræðurnar. Nýjustu skoðanakannanir sýna að frambjóðendurnir tveir séu hnífjafnir á landsvísu en að Harris sé með forskot í Pennsylvaníuríki, einu helsta barátturíkinu sem gæti komið til með að skera úr um sigurvegara kosninganna.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Sjá meira