„Það hlaut að koma að því“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. september 2024 19:00 Arnar Gunnlaugsson sást oft fórna höndum á meðan leik stóð. vísir / pawel Arnar Gunnlaugsson tapaði bikarúrslitaleik í fyrsta sinn sem þjálfari í dag, 2-0 gegn KA. Hann segir sína menn í Víking hafa orðið undir í seinni bolta baráttunni og ekki gert vel í að nýta færin fjölmörgu sem liðið skapaði sér. „Mér líður betur eftir að hafa unnið leiki, ég get lofað þér því. Sár og svekktur núna en það hlaut að koma að því, að við töpum,“ sagði Arnar eftir leik. „Skemmtilegur leikur, mörg vafaatriði, mikil læti og mikil ástríða. KA-menn mjög baráttuglaðir, óska þeim innilega til hamingju, veit hversu stór stund þetta er fyrir þá og þeir stóðu sig virkilega vel.“ Víkingur var án síns mesta markahróks síðustu ára, fyrirliðans Nikolaj Hansen, sem var frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir í síðasta leik gegn Fylki. Það sást að Víkingar söknuðu hans í dag. „Já kannski mögulega, en ekki bara hann. Í svona leikjum viltu hafa leikmenn eins og Pablo líka, svona nasty leikmenn. Mér fannst við vera undir í seinni bolta baráttu í þessum leik. Það sást fljótt hvað plan KA var, langir boltar og aggressívir að ráðast á seinni boltann. Við díluðum illa við það. Svo var svekkjandi að fá á sig mark úr föstu leikatriði. Við spiluðum samt alls ekki illa, það vantaði bara herslumuninn að gera eitthvað úr okkar fjölmörgu sóknum.“ Arnar horfir af hlíðarlínunni með stuðningsfólk KA í baksýn.vísir / pawel Í seinni hálfleik nýtti Arnar alla mögulegar skiptingar sem hann átti. Báðum kantmönnum og báðum bakvörðum var skipt út, auk eins miðjumanns. Það dugði þó ekki til. „Það var bara verið að reyna að breyta aðeins til, fá ferskar lappir og halda þunganum allar níutíu mínúturnar. Mér fannst það ganga mjög vel, það var okkar að herja á þá, en á móti kemur að þú býður hættunni heim, skyndisókn eins og KA nýtti undir lokin,“ sagði Arnar að lokum áður en hann dreif sig að heimsækja barnabarn sitt sem fæddist í morgun. Klippa: Arnar Gunnlaugsson eftir tap í úrslitaleik Mjólkurbikarsins Viðtalið við Arnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
„Mér líður betur eftir að hafa unnið leiki, ég get lofað þér því. Sár og svekktur núna en það hlaut að koma að því, að við töpum,“ sagði Arnar eftir leik. „Skemmtilegur leikur, mörg vafaatriði, mikil læti og mikil ástríða. KA-menn mjög baráttuglaðir, óska þeim innilega til hamingju, veit hversu stór stund þetta er fyrir þá og þeir stóðu sig virkilega vel.“ Víkingur var án síns mesta markahróks síðustu ára, fyrirliðans Nikolaj Hansen, sem var frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir í síðasta leik gegn Fylki. Það sást að Víkingar söknuðu hans í dag. „Já kannski mögulega, en ekki bara hann. Í svona leikjum viltu hafa leikmenn eins og Pablo líka, svona nasty leikmenn. Mér fannst við vera undir í seinni bolta baráttu í þessum leik. Það sást fljótt hvað plan KA var, langir boltar og aggressívir að ráðast á seinni boltann. Við díluðum illa við það. Svo var svekkjandi að fá á sig mark úr föstu leikatriði. Við spiluðum samt alls ekki illa, það vantaði bara herslumuninn að gera eitthvað úr okkar fjölmörgu sóknum.“ Arnar horfir af hlíðarlínunni með stuðningsfólk KA í baksýn.vísir / pawel Í seinni hálfleik nýtti Arnar alla mögulegar skiptingar sem hann átti. Báðum kantmönnum og báðum bakvörðum var skipt út, auk eins miðjumanns. Það dugði þó ekki til. „Það var bara verið að reyna að breyta aðeins til, fá ferskar lappir og halda þunganum allar níutíu mínúturnar. Mér fannst það ganga mjög vel, það var okkar að herja á þá, en á móti kemur að þú býður hættunni heim, skyndisókn eins og KA nýtti undir lokin,“ sagði Arnar að lokum áður en hann dreif sig að heimsækja barnabarn sitt sem fæddist í morgun. Klippa: Arnar Gunnlaugsson eftir tap í úrslitaleik Mjólkurbikarsins Viðtalið við Arnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira