Infowars á uppboð í nóvember upp í skuld við syrgjandi fjölskyldur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. september 2024 07:46 Jones viðurkenndi síðar að árásin hefði sannarlega átt sér stað og að það hefði verið rangt af honum að tala um að harmleikurinn hefði verið settur á svið. Getty/Joe Buglewicz Vefsíðan Infowars og tengdar eignir verða seldar á uppboði um miðjan nóvember, upp í skuld samsæriskenningasmiðsins Alex Jones við fjölskyldur barna sem létust í skotárásinni í Sandy Hook. Samkvæmt umfjöllun New York Times munu örlög Jones sem fjölmiðlamanns ráðast af því hver kaupir Infowars en vefsíðan og tengdar eignir, svo sem samfélagsmiðlaaðgangar tengdir síðunni, eru sagðir munu höfða til ýmissa aðila á hægri væng stjórnmálanna í Bandaríkjunum. Alls létust 20 börn og sex fullorðnir í árásinni í Sandy Hook-grunnskólanum í Newtown í Connecticut árið 2012 en Jones hélt því ítrekað fram að um gabb væri að ræða; að leikarar hefðu verið fengnir til að leika syrgjandi fjölskyldur og að um væri að ræða samsæri til að hafa byssurnar af Bandaríkjamönnum. Fjölskyldur tíu fórnarlamba höfðuðu mál gegn Jones árið 2018 og var hann dæmdur til að greiða 1,4 milljarða dala í réttarhöldum í Connecticut og Texas. Fyrirtæki Jones lýstir yfir gjaldþroti í kjölfarið og Jones sjálfur skömmu síðar. Ljóst þykir að bæturnar verða aldrei að fullu greiddar en matsmenn hafa metið eignir Jones og fyrirtækis hans á undir 10 milljónir dala. Þá munu lögmenn hans og aðrir sem koma að uppgjöri þrotabúanna fá greitt á undan fjölskyldunum. Þær eru síðan ekki á einu máli um það hvernig best sé að haga málum. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Musk býður Alex Jones velkominn á X Elon Musk, auðjöfur og eigandi samfélagsmiðilsins X, hefur boðið bandaríska fjölmiðlamanninn og samsæriskenningasmiðinn Alex Jones velkominn á miðilinn í kjölfar kosningar sem Musk hélt á X-síðu sinni. 10. desember 2023 10:04 Alex Jones ábyrgur vegna samsæriskenninga sinna um árásina í Sandy Hook Alex Jones er lagalega ábyrgur gagnvart samsæriskenningum um fjöldamorðið í Sandy Hook árið 2012. Hann mun því þurfa að borga skaðabætur til foreldra barna sem voru myrt í árásinni. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. 1. október 2021 12:08 Bjóða Jones að borga tólf milljarða í stað tvö hundruð Foreldrar barna sem skotin voru til bana í árásinni í Sandy Hook á árum áður hafa boðið samsæriskenningasmiðnum Alex Jones samkomulag um skaðabætur. Hann hefur verið dæmdur til að greiða þeim einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur fyrir að dreifa samsæriskenningum um þau og börnin. 28. nóvember 2023 11:02 Getur ekki bjargað sér með gjaldþroti Dómari í Texas Í Bandaríkjunum hefur gert samsæriskenningasmiðinum Alex Jones ljóst að hann muni ekki komast hjá því að greiða fórnarlömbum sínum skaðabætur, ef hann lýsir yfir gjaldþroti. Með ákvörðun sinni er dómarinn að tryggja að Jones mun líklega verja ævinni í að greiða skaðabæturnar, enda hefur hann verið dæmdur til að greiða foreldrum barna sem voru myrt í Sandy Hook á árum áður tæplega einn og hálfan milljarð dala. 20. október 2023 17:11 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun New York Times munu örlög Jones sem fjölmiðlamanns ráðast af því hver kaupir Infowars en vefsíðan og tengdar eignir, svo sem samfélagsmiðlaaðgangar tengdir síðunni, eru sagðir munu höfða til ýmissa aðila á hægri væng stjórnmálanna í Bandaríkjunum. Alls létust 20 börn og sex fullorðnir í árásinni í Sandy Hook-grunnskólanum í Newtown í Connecticut árið 2012 en Jones hélt því ítrekað fram að um gabb væri að ræða; að leikarar hefðu verið fengnir til að leika syrgjandi fjölskyldur og að um væri að ræða samsæri til að hafa byssurnar af Bandaríkjamönnum. Fjölskyldur tíu fórnarlamba höfðuðu mál gegn Jones árið 2018 og var hann dæmdur til að greiða 1,4 milljarða dala í réttarhöldum í Connecticut og Texas. Fyrirtæki Jones lýstir yfir gjaldþroti í kjölfarið og Jones sjálfur skömmu síðar. Ljóst þykir að bæturnar verða aldrei að fullu greiddar en matsmenn hafa metið eignir Jones og fyrirtækis hans á undir 10 milljónir dala. Þá munu lögmenn hans og aðrir sem koma að uppgjöri þrotabúanna fá greitt á undan fjölskyldunum. Þær eru síðan ekki á einu máli um það hvernig best sé að haga málum. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Musk býður Alex Jones velkominn á X Elon Musk, auðjöfur og eigandi samfélagsmiðilsins X, hefur boðið bandaríska fjölmiðlamanninn og samsæriskenningasmiðinn Alex Jones velkominn á miðilinn í kjölfar kosningar sem Musk hélt á X-síðu sinni. 10. desember 2023 10:04 Alex Jones ábyrgur vegna samsæriskenninga sinna um árásina í Sandy Hook Alex Jones er lagalega ábyrgur gagnvart samsæriskenningum um fjöldamorðið í Sandy Hook árið 2012. Hann mun því þurfa að borga skaðabætur til foreldra barna sem voru myrt í árásinni. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. 1. október 2021 12:08 Bjóða Jones að borga tólf milljarða í stað tvö hundruð Foreldrar barna sem skotin voru til bana í árásinni í Sandy Hook á árum áður hafa boðið samsæriskenningasmiðnum Alex Jones samkomulag um skaðabætur. Hann hefur verið dæmdur til að greiða þeim einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur fyrir að dreifa samsæriskenningum um þau og börnin. 28. nóvember 2023 11:02 Getur ekki bjargað sér með gjaldþroti Dómari í Texas Í Bandaríkjunum hefur gert samsæriskenningasmiðinum Alex Jones ljóst að hann muni ekki komast hjá því að greiða fórnarlömbum sínum skaðabætur, ef hann lýsir yfir gjaldþroti. Með ákvörðun sinni er dómarinn að tryggja að Jones mun líklega verja ævinni í að greiða skaðabæturnar, enda hefur hann verið dæmdur til að greiða foreldrum barna sem voru myrt í Sandy Hook á árum áður tæplega einn og hálfan milljarð dala. 20. október 2023 17:11 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Musk býður Alex Jones velkominn á X Elon Musk, auðjöfur og eigandi samfélagsmiðilsins X, hefur boðið bandaríska fjölmiðlamanninn og samsæriskenningasmiðinn Alex Jones velkominn á miðilinn í kjölfar kosningar sem Musk hélt á X-síðu sinni. 10. desember 2023 10:04
Alex Jones ábyrgur vegna samsæriskenninga sinna um árásina í Sandy Hook Alex Jones er lagalega ábyrgur gagnvart samsæriskenningum um fjöldamorðið í Sandy Hook árið 2012. Hann mun því þurfa að borga skaðabætur til foreldra barna sem voru myrt í árásinni. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. 1. október 2021 12:08
Bjóða Jones að borga tólf milljarða í stað tvö hundruð Foreldrar barna sem skotin voru til bana í árásinni í Sandy Hook á árum áður hafa boðið samsæriskenningasmiðnum Alex Jones samkomulag um skaðabætur. Hann hefur verið dæmdur til að greiða þeim einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur fyrir að dreifa samsæriskenningum um þau og börnin. 28. nóvember 2023 11:02
Getur ekki bjargað sér með gjaldþroti Dómari í Texas Í Bandaríkjunum hefur gert samsæriskenningasmiðinum Alex Jones ljóst að hann muni ekki komast hjá því að greiða fórnarlömbum sínum skaðabætur, ef hann lýsir yfir gjaldþroti. Með ákvörðun sinni er dómarinn að tryggja að Jones mun líklega verja ævinni í að greiða skaðabæturnar, enda hefur hann verið dæmdur til að greiða foreldrum barna sem voru myrt í Sandy Hook á árum áður tæplega einn og hálfan milljarð dala. 20. október 2023 17:11