Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2024 10:11 Caroline Ellison fyrir utan dómshús á Manhattan þar sem hún bar vitni gegn Sam Bankman-Fried í október í fyrra. AP/Eduardo Munoz Alvarez Dómstóll í New York dæmdi Caroline Ellison, stjórnanda hjá rafmyntafyrirtækinu FTX, í tveggja ára fangelsi fyrir sinn þátt í stórfelldum fjársvikum. Hún hlaut vægari dóm fyrir að segja til Sams Bankman-Fried, stofnanda FTX og fyrrverandi kærasta hennar. Bankman-Fried hlaut 25 ára fangelsisdóm fyrir að svindla á fjárfestum og innistæðueigendum FTX fyrr á þessu ári. Sakfelling hans byggðist meðal annars á vitnisburði Ellison en þau Bankman-Fried höfðu meðal annars átt í ástarsambandi á tímabili. Ellison var forstjóri rafmyntavogunarsjóðsins Alameda Research. Bankman-Fried færði milljarða dollara ólöglega út úr FTX á laun til þess að bjarga því félagi þegar það skuldaði milljarða dollara vegna misheppnaðra fjárfestinga. Þegar fregnir af óráðsíu hjá FTX byrjuðu að berast út gerðu viðskiptavinir áhlaup á fyrirtækið. Það var á endanum tekið til gjaldþrotameðferðar í nóvember 2022. „Ég skammast mín ákaflega fyrir það sem ég hef gert,“ sagði Ellison tárvot þegar hún bað alla þá sem urðu fyrir tjóni af völdum svikanna fyrir dómi. Dómarinn í máli Ellison féllst á tillögu saksóknara um að Ellison ætti skilið vægari refsingu vegna þess hversu einstaklega samvinnufús hún hefði verið við rannsókn málsins. Hún hefði játað sekt sína og borið vitni gegn Bankman-Fried. Saksóknari sagði að sér hefði þótt sérstaklega mikið til þess koma að Ellison hefði ekki reynt að komast undan réttvísinni heldur varið tveimur árum í að liðsinna rannsakendum málsins. Þrátt fyrir það taldi dómarinn nauðsynlegt að dæma Ellison til fangelsisvistar í ljósi þátttöku hennar í einu umfangsmesta fjársvikamáli í sögu Bandaríkjanna. Hún þarf að gefa sig fram til afpláningar 7. nóvember. Gjaldþrot FTX Erlend sakamál Bandaríkin Rafmyntir Tengdar fréttir Rafmyntakóngurinn í 25 ára fangelsi Sam Bankman-Fried, oft þekktur sem „rafmyntakóngurinn“, hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa af viðskiptavinum sínum milljónir dala. 28. mars 2024 16:44 Rafmyntakóngurinn fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, hefur verið fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott. Það tók kviðdóminn aðeins fimm klukkustundir að komast að niðurstöðu. 3. nóvember 2023 07:57 Notaði stolið fé til að gefa milljarða fyrir þingkosningarnar Bandarískir saksóknarar segja að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi notað meira en þrettán milljarða króna sem hann stal af viðskiptavinum fyrirtækisins til þess að styrkja stjórnmálaflokka fyrir þingkosningar í fyrra. Hann hafi skipað undirmönnum sínum að fela slóð peninganna. 15. ágúst 2023 09:18 Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Bankman-Fried hlaut 25 ára fangelsisdóm fyrir að svindla á fjárfestum og innistæðueigendum FTX fyrr á þessu ári. Sakfelling hans byggðist meðal annars á vitnisburði Ellison en þau Bankman-Fried höfðu meðal annars átt í ástarsambandi á tímabili. Ellison var forstjóri rafmyntavogunarsjóðsins Alameda Research. Bankman-Fried færði milljarða dollara ólöglega út úr FTX á laun til þess að bjarga því félagi þegar það skuldaði milljarða dollara vegna misheppnaðra fjárfestinga. Þegar fregnir af óráðsíu hjá FTX byrjuðu að berast út gerðu viðskiptavinir áhlaup á fyrirtækið. Það var á endanum tekið til gjaldþrotameðferðar í nóvember 2022. „Ég skammast mín ákaflega fyrir það sem ég hef gert,“ sagði Ellison tárvot þegar hún bað alla þá sem urðu fyrir tjóni af völdum svikanna fyrir dómi. Dómarinn í máli Ellison féllst á tillögu saksóknara um að Ellison ætti skilið vægari refsingu vegna þess hversu einstaklega samvinnufús hún hefði verið við rannsókn málsins. Hún hefði játað sekt sína og borið vitni gegn Bankman-Fried. Saksóknari sagði að sér hefði þótt sérstaklega mikið til þess koma að Ellison hefði ekki reynt að komast undan réttvísinni heldur varið tveimur árum í að liðsinna rannsakendum málsins. Þrátt fyrir það taldi dómarinn nauðsynlegt að dæma Ellison til fangelsisvistar í ljósi þátttöku hennar í einu umfangsmesta fjársvikamáli í sögu Bandaríkjanna. Hún þarf að gefa sig fram til afpláningar 7. nóvember.
Gjaldþrot FTX Erlend sakamál Bandaríkin Rafmyntir Tengdar fréttir Rafmyntakóngurinn í 25 ára fangelsi Sam Bankman-Fried, oft þekktur sem „rafmyntakóngurinn“, hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa af viðskiptavinum sínum milljónir dala. 28. mars 2024 16:44 Rafmyntakóngurinn fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, hefur verið fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott. Það tók kviðdóminn aðeins fimm klukkustundir að komast að niðurstöðu. 3. nóvember 2023 07:57 Notaði stolið fé til að gefa milljarða fyrir þingkosningarnar Bandarískir saksóknarar segja að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi notað meira en þrettán milljarða króna sem hann stal af viðskiptavinum fyrirtækisins til þess að styrkja stjórnmálaflokka fyrir þingkosningar í fyrra. Hann hafi skipað undirmönnum sínum að fela slóð peninganna. 15. ágúst 2023 09:18 Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Rafmyntakóngurinn í 25 ára fangelsi Sam Bankman-Fried, oft þekktur sem „rafmyntakóngurinn“, hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa af viðskiptavinum sínum milljónir dala. 28. mars 2024 16:44
Rafmyntakóngurinn fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, hefur verið fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott. Það tók kviðdóminn aðeins fimm klukkustundir að komast að niðurstöðu. 3. nóvember 2023 07:57
Notaði stolið fé til að gefa milljarða fyrir þingkosningarnar Bandarískir saksóknarar segja að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi notað meira en þrettán milljarða króna sem hann stal af viðskiptavinum fyrirtækisins til þess að styrkja stjórnmálaflokka fyrir þingkosningar í fyrra. Hann hafi skipað undirmönnum sínum að fela slóð peninganna. 15. ágúst 2023 09:18