Lífið

Tökumenn LXS yfir­heyrðir í 90 mínútur og áttu ekki að fá inn­göngu inn í landið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tökumenn LXS lentu heldur betur í vandræðum á landamærunum.
Tökumenn LXS lentu heldur betur í vandræðum á landamærunum.

LXS gengið skellti sér í ferðalag til Marokkó í síðasta þætti. Ferðalagið var heldur betur skrautlegt en eftir millilendingu fóru stelpurnar í flug í eldgamalli Flugvél og stóð þeim hreinlega ekki á sama.

En þegar lent var í Marokkó var öryggisgæslan mikil. stelpurnar komust óhindrað inn í landið en aftur á móti lentu tökumennirnir í vandræðum. 

Þeir voru teknir inn í yfirheyrsluherbergi þar sem töskurnar voru skoðaðar bak og fyrir.

Þar kom í ljós allskyns tökubúnaður, sem verður að teljast nokkuð eðlilegt þar sem verið var að taka upp sjónvarpsþátt.

Til að byrja með átti ekki að hleypa þeim inn í landið en eftir 90 mínútna yfirheyrslu var ákveðið að þeir fengu inngöngu, en máttu aftur a móti ekki taka neinn búnað með inn í landið.

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti af LXS sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi.

Klippa: Tökumenn LXS yfirheyrðir í 90 mínútur og áttu ekki að fá inngöngu inn í landið





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.