Hvers vegna er skiltið í Kúrlandi svo hátt uppi? Bjarki Sigurðsson skrifar 26. september 2024 20:51 Skiltið við Kúrland fær alla jafna að vera í friði, í það minnsta síðustu átta ár. Vísir/Rúnar Skilti í Reykjavík fá almennt að standa algjörlega óáreitt að sögn skrifstofustjóra hjá borginni. Frægur skiltastuldur olli því ekki að skiltið við Kúrland var hækkað verulega. Í gegnum árin hefur marga grunað það tengjast tíðum stuldi á skiltinu, líkt og gerðist árið 2016 þegar skiltinu var stolið og vakti það mikla athygli þegar það sást síðan á samfélagsmiðlum hengt uppi á vegg í svefnherbergi úti í bæ. 🤔 pic.twitter.com/6tL0rsIoxb— Ásdís Sigurbergsdóttir (@asdissig) August 29, 2016 Skiljanlega kannski, hver myndi ekki vilja gista í kósý Kúrlandi? En er það ástæðan fyrir því að skiltið er svo hátt uppi? „Nei, hér er þetta bara einhver tilviljun. Ég myndi segja að þetta væri bara út af því að það hafi verið sett skilti sem hafi verið tekið í burtu og þetta skilti ekki lækkað,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri rekstur og umhirðu borgarlandsins. Það er nefnilega þannig að þegar ný skilti eru sett á staura þar sem þegar eru götuskilti, til dæmis þegar bæta þarf við biðskylduskilti eða öðru slíku, er götuheitið fært ofar. Þarna hafi það verið gert að öllum líkindum en Kúrlandsskiltið ekki fært neðar þegar hitt var fjarlægt. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins.Vísir/Rúnar Þjófnaðurinn því alls ótengdur hækkuninni. Hjalti segir meira að segja að þjófnaður á skiltum sé mjög óalgengur. Meira að segja skiltið við Svarthöfða hefur fengið að standa óáreitt í tæp níu ár. „Auðvitað er ýmislegt tekið sem er lauslegt. En samt sem áður er það ekki algengt. Götugögnin eins og við köllum þetta eru yfirleitt látin í friði. Kannski færð til út af einhverju en látin í friði. Við verðum ekki fyrir miklum afföllum út af því að einhver er að stela eða taka keilur eða önnur götugögn. Skilti og svo framvegis,“ segir Hjalti. Og þá bara að kaupa Kúrlandsskilti, frekar en að stela því? „Bara fara í næstu skiltagerð og segja: „Ég vil fá nákvæmlega svona skilti, Kúrland. Ég ætla að setja það einhvers staðar inni hjá mér.“ Já, gera það bara svoleiðis,“ segir Hjalti. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Í gegnum árin hefur marga grunað það tengjast tíðum stuldi á skiltinu, líkt og gerðist árið 2016 þegar skiltinu var stolið og vakti það mikla athygli þegar það sást síðan á samfélagsmiðlum hengt uppi á vegg í svefnherbergi úti í bæ. 🤔 pic.twitter.com/6tL0rsIoxb— Ásdís Sigurbergsdóttir (@asdissig) August 29, 2016 Skiljanlega kannski, hver myndi ekki vilja gista í kósý Kúrlandi? En er það ástæðan fyrir því að skiltið er svo hátt uppi? „Nei, hér er þetta bara einhver tilviljun. Ég myndi segja að þetta væri bara út af því að það hafi verið sett skilti sem hafi verið tekið í burtu og þetta skilti ekki lækkað,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri rekstur og umhirðu borgarlandsins. Það er nefnilega þannig að þegar ný skilti eru sett á staura þar sem þegar eru götuskilti, til dæmis þegar bæta þarf við biðskylduskilti eða öðru slíku, er götuheitið fært ofar. Þarna hafi það verið gert að öllum líkindum en Kúrlandsskiltið ekki fært neðar þegar hitt var fjarlægt. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins.Vísir/Rúnar Þjófnaðurinn því alls ótengdur hækkuninni. Hjalti segir meira að segja að þjófnaður á skiltum sé mjög óalgengur. Meira að segja skiltið við Svarthöfða hefur fengið að standa óáreitt í tæp níu ár. „Auðvitað er ýmislegt tekið sem er lauslegt. En samt sem áður er það ekki algengt. Götugögnin eins og við köllum þetta eru yfirleitt látin í friði. Kannski færð til út af einhverju en látin í friði. Við verðum ekki fyrir miklum afföllum út af því að einhver er að stela eða taka keilur eða önnur götugögn. Skilti og svo framvegis,“ segir Hjalti. Og þá bara að kaupa Kúrlandsskilti, frekar en að stela því? „Bara fara í næstu skiltagerð og segja: „Ég vil fá nákvæmlega svona skilti, Kúrland. Ég ætla að setja það einhvers staðar inni hjá mér.“ Já, gera það bara svoleiðis,“ segir Hjalti.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira