Veitingastaður ber ekki ábyrgð á hnefahöggi starfsmanns Jón Þór Stefánsson skrifar 27. september 2024 11:24 Veitingastaðurinn Fish house var starfræktur í Grindavík en er í Reykjavík í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur sýknað veitingastaðinn Fish house og tryggingafélag hans, Sjóvá, af kröfum manns sem varð fyrir líkamsárás af hendi starfsmanns staðarins á staðnum árið 2019. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn ætti rétt á bótum frá árásarmanninum, tryggingarfélaginu og skemmtistaðnum vegna tjónsins sem hann hlaut af árásinni. Fish house er veitingastaður sem var starfræktur í Grindavík frá árinu 2016 þangað til hann færði sig um set vegna jarðhræringa í fyrra, en í dag er hann í miðbæ Reykjavíkur. Atvikið sem málið varðar átti sér því stað í Grindavík. Líkamsárásinni er lýst þannig að maðurinn hafi verið við barborð veitingastaðarins þegar starfsmaðurinn hafi kýlt hann með krepptum hnefa. Við það hafi maðurinn fallið aftur fyrir sig og skollið með höfuðið í gólfið. Hann hafi rotast í tvær til þrjár mínútur og fengið stóra kúlu á hnakka. Í dómi Héraðsdóms er tíðum heimsóknum mannsins á sjúkrahús vegna áverkanna sem hann hlaut lýst. Fram kemur að hann hafi fengið viðvarandi svima sem hafi háð honum frá vinnu. Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms í málinu.Vísir/Vilhelm Þess má geta að fyrir dómi sagði starfmaðurinn að maðurinn sem varð fyrir árásinni hefði í raun átt fyrsta höggið. Maðurinn hefði sakað veitingastaðinn um að reyna að féflétta sig þegar hann hafi verið að reyna að greiða fyrir samloku á 400 krónur, en honum hafi gengið illa að nota snertilausa greiðslu. Þeir hafi verið að ræða þetta þegar maðurinn hafi kýlt starfsmanninn, sem sagðist algjörlega ósjálfrátt hafa kýlt manninn til baka. Starfsmaðurinn hlaut þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm vegna málsins og var gert að greiða 350 þúsund krónur í bætur. Fellur ábyrgð á vinnuveitandann? Maðurinn sem varð fyrir árásinni krafðist þess að starfsmaðurinn, veitingastaðurinn og tryggingafélagið myndu greiða honum skaðabótaskyldu. Héraðsdómur féllst á það og sagði að þó framferði starfsmannsins geti ekki talist eðlileg háttsemi við afgreiðslu á veitingastað þá hafi framferði hans verið í tengslum við starfið og því félli ábyrgð á vinnuveitandann. Þáttur veitingastaðarins og tryggingafélagsins fór fyrir Landsrétt sem var ósamála héraðsdómi. Landsréttur sagði árásina ekki í slíkum tengslum við starfið að veitingastaðurinn bæri ábyrgð. Því voru Fish house og Sjóvá sýknuð í málinu. Dómsmál Grindavík Tryggingar Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Fish house er veitingastaður sem var starfræktur í Grindavík frá árinu 2016 þangað til hann færði sig um set vegna jarðhræringa í fyrra, en í dag er hann í miðbæ Reykjavíkur. Atvikið sem málið varðar átti sér því stað í Grindavík. Líkamsárásinni er lýst þannig að maðurinn hafi verið við barborð veitingastaðarins þegar starfsmaðurinn hafi kýlt hann með krepptum hnefa. Við það hafi maðurinn fallið aftur fyrir sig og skollið með höfuðið í gólfið. Hann hafi rotast í tvær til þrjár mínútur og fengið stóra kúlu á hnakka. Í dómi Héraðsdóms er tíðum heimsóknum mannsins á sjúkrahús vegna áverkanna sem hann hlaut lýst. Fram kemur að hann hafi fengið viðvarandi svima sem hafi háð honum frá vinnu. Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms í málinu.Vísir/Vilhelm Þess má geta að fyrir dómi sagði starfmaðurinn að maðurinn sem varð fyrir árásinni hefði í raun átt fyrsta höggið. Maðurinn hefði sakað veitingastaðinn um að reyna að féflétta sig þegar hann hafi verið að reyna að greiða fyrir samloku á 400 krónur, en honum hafi gengið illa að nota snertilausa greiðslu. Þeir hafi verið að ræða þetta þegar maðurinn hafi kýlt starfsmanninn, sem sagðist algjörlega ósjálfrátt hafa kýlt manninn til baka. Starfsmaðurinn hlaut þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm vegna málsins og var gert að greiða 350 þúsund krónur í bætur. Fellur ábyrgð á vinnuveitandann? Maðurinn sem varð fyrir árásinni krafðist þess að starfsmaðurinn, veitingastaðurinn og tryggingafélagið myndu greiða honum skaðabótaskyldu. Héraðsdómur féllst á það og sagði að þó framferði starfsmannsins geti ekki talist eðlileg háttsemi við afgreiðslu á veitingastað þá hafi framferði hans verið í tengslum við starfið og því félli ábyrgð á vinnuveitandann. Þáttur veitingastaðarins og tryggingafélagsins fór fyrir Landsrétt sem var ósamála héraðsdómi. Landsréttur sagði árásina ekki í slíkum tengslum við starfið að veitingastaðurinn bæri ábyrgð. Því voru Fish house og Sjóvá sýknuð í málinu.
Dómsmál Grindavík Tryggingar Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira