Þorsteinn Leó skoraði sum sé 11 mörk í leiknum sem lauk 44-22. Leikmaðurinn virðist njóta sín gríðarlega vel í Portúgal og hefur nú skorað 29 mörk í fyrstu fimm deildarleikjum sínum fyrir Porto.
Porto er sem stendur á toppi deildarinnar með 15 stig að loknum fimm leikjum en Orri Freyr Þorkelsson og félagar í meistaraliði Sporting eru með 12 stig og eiga leik til góða.
Vert er að taka fram að þrjú stig eru gefin fyrir sigur í Portúgal. Handbolti.is greindi fyrst frá.