Skoða betri úrræði fyrir unglinga í gæsluvarðhaldi Elín Margrét Böðvarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 28. september 2024 11:22 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Einar Það gengur ekki upp til lengdar að meðferðarúrræðið á Stuðlum sé nýtt sem gæsluvarðhaldsúrræði fyrir unglinga sem fremja afbrot. Þetta segir dómsmálaráðherra sem telur alveg ljóst að betri úrræði skorti og gera þurfi úrbætur. Framkvæmdastjóri hjá Barna- og fjölskyldustofu lýsti áhyggjum af erfiðri stöðu á Stuðlum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vernda þurfi börnin sem þar dvelja fyrir hvert öðru en húsakosturinn bjóði ekki upp á aldursskiptingu. Móðir þrettán ára drengs lýsti svipuðum áhyggjum en sonur hennar var neyðarvistaður á Stuðlum nokkrum sinnum í ár, þar sem hann komst í kynni við mun eldri drengi sem sumir sæta gæsluvarðhaldi vegna alvarlegra glæpa. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tekur undir þessar áhyggjur. „Við erum að sjá núna fram á nýjar áskoranir varðandi unga gerendur og við höfum verið að nota Stuðla, sem er meðferðarstofnun, sem ígildi gæsluvarðhalds fyrir unglinga og það getur ekki gengið upp til lengdar. Þannig við þurfum að endurhugsa þetta alveg upp á nýtt. Við höfum verið með tiltölulega stóran hóp, miðað við fyrri ár, af ungum gerendum,“ segir Guðrún. Það skorti betri úrræði fyrir börn og ungmenni sem fremja afbrot þar sem bæði öryggi þeirra og borgaranna sé tryggt. „Við þurfum vitaskuld alltaf að hlaupa hratt þegar að börnin okkar og unglingarnir eru annars vegar, því að æska þeirra er tiltölulega stutt og það á við í öllum málum sem varða börn. Þegar upp koma vandamál í lífi barna þá viljum við að kerfin okkar geti gripið þau hratt og vel.“ Ljóst sé að bregðast þurfi hratt við með bættum úrræðum. Það sé til skoðunar innan ráðuneytisins auk þess sem hún hafi átt um það samtöl við barnamálaráðherra. „Við erum að skoða þetta og við þurfum að gera úrbætur, það er alveg ljóst,“ segir Guðrún. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fangelsismál Ofbeldi barna Málefni Stuðla Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Erlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Framkvæmdastjóri hjá Barna- og fjölskyldustofu lýsti áhyggjum af erfiðri stöðu á Stuðlum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vernda þurfi börnin sem þar dvelja fyrir hvert öðru en húsakosturinn bjóði ekki upp á aldursskiptingu. Móðir þrettán ára drengs lýsti svipuðum áhyggjum en sonur hennar var neyðarvistaður á Stuðlum nokkrum sinnum í ár, þar sem hann komst í kynni við mun eldri drengi sem sumir sæta gæsluvarðhaldi vegna alvarlegra glæpa. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tekur undir þessar áhyggjur. „Við erum að sjá núna fram á nýjar áskoranir varðandi unga gerendur og við höfum verið að nota Stuðla, sem er meðferðarstofnun, sem ígildi gæsluvarðhalds fyrir unglinga og það getur ekki gengið upp til lengdar. Þannig við þurfum að endurhugsa þetta alveg upp á nýtt. Við höfum verið með tiltölulega stóran hóp, miðað við fyrri ár, af ungum gerendum,“ segir Guðrún. Það skorti betri úrræði fyrir börn og ungmenni sem fremja afbrot þar sem bæði öryggi þeirra og borgaranna sé tryggt. „Við þurfum vitaskuld alltaf að hlaupa hratt þegar að börnin okkar og unglingarnir eru annars vegar, því að æska þeirra er tiltölulega stutt og það á við í öllum málum sem varða börn. Þegar upp koma vandamál í lífi barna þá viljum við að kerfin okkar geti gripið þau hratt og vel.“ Ljóst sé að bregðast þurfi hratt við með bættum úrræðum. Það sé til skoðunar innan ráðuneytisins auk þess sem hún hafi átt um það samtöl við barnamálaráðherra. „Við erum að skoða þetta og við þurfum að gera úrbætur, það er alveg ljóst,“ segir Guðrún.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fangelsismál Ofbeldi barna Málefni Stuðla Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Erlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira