„Verðmæti fólgin í því að halda Reykjanesbraut opinni“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. september 2024 12:17 Mikið margmenni safnaðist saman við Reykjanesbrautina þegar að síðasta eldgos varð. Vísir/Vilhelm Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi á jöfnum hraða. Verkfræðingur í innviðahópi almannavarna segir mikilvægt að undirbúa sig fyrir það að mögulega muni hraun renna yfir Reykjanesbrautina og í átt að Vogum. Mikil verðmæti séu fólgin í því að halda brautinni opinni. Hildur María Friðriksdóttir, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að landris undir Svartsengi hafi verið mjög stöðugt síðustu vikur en nú hafa safnast um 6,5 milljón rúmmetrar af kviku í kvikuhólfinu. Allt sé með kyrrum kjörum á svæðinu, minniháttar skjálftavirkni í Fagradalsfjalli og við Kleifarvatn og má búast við rólegum októbermánuði á svæðinu að sögn Hildar. „Hver dagur þar telur“ Á Upplýsingafundi í Vogum á fimmtudaginn var meðal annars ræddur möguleikinn á að reisa varnargarða við bæinn og við Reykjanesbrautina til að verjast hraunflæði frá næsta gosi eða gosum á svæðinu. Ari Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkís á sæti í innviðahóp almannavarna og sat á fundinum. Hann segir ólíklegt að hraun flæði alla leið að Vogum en að mikilvægt sé að vera undirbúin fyrir allar mögulegar sviðsmyndir. „Árið 2021 var innviðahópurinn að skoða varnir við Voga og þá voru settar línur um lítinn garð upp við Voga en þá var hugmyndin að hleypa hraunflæði niður í sjó en nú er það þannig að það eru töluverð verðmæti fólgin í því að halda Reykjanesbraut opinni, hver dagur þar telur.“ Varnargarðar við Reykjanesbraut frábrugðnir öðrum Hann tekur fram að það sé vandkvæðum bundið að reisa varnargarða fyrir sunnan Reykjanesbrautina og að þeir yrðu frábrugðnir þeim sem búið er að reisa við Grindavík og Svartsengi. Hann segir að niðurstöðu um hvað verði gert megi vænta frá hópnum á næstu vikum. „Í Grindavík erum við með svokallaða leiðigarða og þar er mun hentugra að leiða hraunið og breyta stefnu hraunsins og leið það til sjávar. Þarna erum við ekki með það, við erum ekki með sömu sviðsmynd, við erum að stífla og nýta þessa rýmd fyrir innan. Við höfum verið að sjá að þetta er að fara norðar en það eru raunverulega jafnar líkur á því að það komi upp næsti atburður þarna sunnan megin eða norðan megin. Við verðum að búa okkur undir það að það gæti komið upp þarna norðan megin og með þessum afleiðingum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Hildur María Friðriksdóttir, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að landris undir Svartsengi hafi verið mjög stöðugt síðustu vikur en nú hafa safnast um 6,5 milljón rúmmetrar af kviku í kvikuhólfinu. Allt sé með kyrrum kjörum á svæðinu, minniháttar skjálftavirkni í Fagradalsfjalli og við Kleifarvatn og má búast við rólegum októbermánuði á svæðinu að sögn Hildar. „Hver dagur þar telur“ Á Upplýsingafundi í Vogum á fimmtudaginn var meðal annars ræddur möguleikinn á að reisa varnargarða við bæinn og við Reykjanesbrautina til að verjast hraunflæði frá næsta gosi eða gosum á svæðinu. Ari Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkís á sæti í innviðahóp almannavarna og sat á fundinum. Hann segir ólíklegt að hraun flæði alla leið að Vogum en að mikilvægt sé að vera undirbúin fyrir allar mögulegar sviðsmyndir. „Árið 2021 var innviðahópurinn að skoða varnir við Voga og þá voru settar línur um lítinn garð upp við Voga en þá var hugmyndin að hleypa hraunflæði niður í sjó en nú er það þannig að það eru töluverð verðmæti fólgin í því að halda Reykjanesbraut opinni, hver dagur þar telur.“ Varnargarðar við Reykjanesbraut frábrugðnir öðrum Hann tekur fram að það sé vandkvæðum bundið að reisa varnargarða fyrir sunnan Reykjanesbrautina og að þeir yrðu frábrugðnir þeim sem búið er að reisa við Grindavík og Svartsengi. Hann segir að niðurstöðu um hvað verði gert megi vænta frá hópnum á næstu vikum. „Í Grindavík erum við með svokallaða leiðigarða og þar er mun hentugra að leiða hraunið og breyta stefnu hraunsins og leið það til sjávar. Þarna erum við ekki með það, við erum ekki með sömu sviðsmynd, við erum að stífla og nýta þessa rýmd fyrir innan. Við höfum verið að sjá að þetta er að fara norðar en það eru raunverulega jafnar líkur á því að það komi upp næsti atburður þarna sunnan megin eða norðan megin. Við verðum að búa okkur undir það að það gæti komið upp þarna norðan megin og með þessum afleiðingum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira