Uppgjör á hægri vængnum: „Ægishjálmur Sjálfstæðisflokksins“ ekki lengur veruleikinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. september 2024 19:35 Eiríkur Bergmann segir væringar í gangi á hægri væng stjórnmálanna. Áslaug Arna vonar að hægrimenn geti sameinast undir sjálfstæðisstefnunni. Vísir/samsett Hægrimenn ættu ekki að splundrast í sundur í marga flokka á hægri væng stjórnmálanna að mati ráðherra Sjálfstæðisflokks. Sögulegt uppgjör er að eiga sér stað á hægri vængnum að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, viðraði þá skoðun á dögunum í spjalli að henni myndi hugnast ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokksins. En tveir síðarnefndu flokkarnir hafa sótt í sig veðrið í nýlegum skoðanakönnunum. Í samtali við fréttastofu segir hún ekki tímabært að ræða ríkisstjórnarmynstur en það sé ekkert launungamál að henni myndi hugnast að mynda stjórn til hægri. „Ég mun beita mér fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn nái meiri árangri í næsta ríkisstjórnarsamstarfi komi til þess. Við sjáum það núna í könnunum að kjósendur okkar hall sér sérstaklega að tveimur flokkum. Ég hef enn trú á því að það sé best að sameina hægrimenn undir sjálfstæðisstefnunni undir Sjálfstæðisflokknum og við eigum ekki að splundra okkur í svona marga flokka á hægri vængnum,“ segir Áslaug Arna. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst segir þessa þróun áhugaverða í sögulegu samhengi. „Það er mikil gerjun á hægri vængnum og það er margt þar að brotna upp. Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrlega bara borið ákveðinn Ægishjálm yfir hægri vængnum og löngum stundum bara verið allur hægri vængurinn,“ segir Eiríkur. Nú sé svipuð þróun að verða og á vinstri vængnum á tuttugustu öldinni. „Þá klofnuðu vinstri flokkarnir hver á fætur öðrum. Alþýðuflokkurinn alveg stöðugt og aðrir flokkar sem komu og fóru á vinstri vængnum og vörðu í stutta hríð,“ segir Eiríkur. Erfið staða í miðju hægrisins Ýmislegt kunni að skýra þessa þróun sem sé að eiga sér stað nú. „Þetta uppgjör sem er að verða á hægri vængnum, af hverju er það akkúrat að gerast núna, þá held ég að það séu bara sögulegar ástæður fyrir því hér vegna þess hversu sterka stöðu Sjálfstæðisflokkurinn hafði mjög lengi og núna er bara kominn valkostur,“ segir Eiríkur. Þar að auki gæti ákveðins óþols meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins eftir ríkisstjórnarsamstarf með Vinstri grænum, auk þess sem þróunin hafi verið á þann veg, bæði hér á landi og annars staðar þar sem kosningakerfið er byggt upp með svipuðum hætti, að flokkum er að fjölga. Rými sé fyrir fleiri skoðanir og flokkshollusta ekki sú sama og hún var áður fyrr. Eiríkur segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé nú í nokkuð erfiðri stöðu á hægri vængnum. „Vegna þess að það er valkostur íhalds megin við hann, svona í hinu þjóðernislega íhaldi sem er Miðflokkurinn. En svo er annar valkostur frjálslyndis megin við hann líka sem er Viðreisn,“ segir Eiríkur. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, viðraði þá skoðun á dögunum í spjalli að henni myndi hugnast ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokksins. En tveir síðarnefndu flokkarnir hafa sótt í sig veðrið í nýlegum skoðanakönnunum. Í samtali við fréttastofu segir hún ekki tímabært að ræða ríkisstjórnarmynstur en það sé ekkert launungamál að henni myndi hugnast að mynda stjórn til hægri. „Ég mun beita mér fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn nái meiri árangri í næsta ríkisstjórnarsamstarfi komi til þess. Við sjáum það núna í könnunum að kjósendur okkar hall sér sérstaklega að tveimur flokkum. Ég hef enn trú á því að það sé best að sameina hægrimenn undir sjálfstæðisstefnunni undir Sjálfstæðisflokknum og við eigum ekki að splundra okkur í svona marga flokka á hægri vængnum,“ segir Áslaug Arna. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst segir þessa þróun áhugaverða í sögulegu samhengi. „Það er mikil gerjun á hægri vængnum og það er margt þar að brotna upp. Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrlega bara borið ákveðinn Ægishjálm yfir hægri vængnum og löngum stundum bara verið allur hægri vængurinn,“ segir Eiríkur. Nú sé svipuð þróun að verða og á vinstri vængnum á tuttugustu öldinni. „Þá klofnuðu vinstri flokkarnir hver á fætur öðrum. Alþýðuflokkurinn alveg stöðugt og aðrir flokkar sem komu og fóru á vinstri vængnum og vörðu í stutta hríð,“ segir Eiríkur. Erfið staða í miðju hægrisins Ýmislegt kunni að skýra þessa þróun sem sé að eiga sér stað nú. „Þetta uppgjör sem er að verða á hægri vængnum, af hverju er það akkúrat að gerast núna, þá held ég að það séu bara sögulegar ástæður fyrir því hér vegna þess hversu sterka stöðu Sjálfstæðisflokkurinn hafði mjög lengi og núna er bara kominn valkostur,“ segir Eiríkur. Þar að auki gæti ákveðins óþols meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins eftir ríkisstjórnarsamstarf með Vinstri grænum, auk þess sem þróunin hafi verið á þann veg, bæði hér á landi og annars staðar þar sem kosningakerfið er byggt upp með svipuðum hætti, að flokkum er að fjölga. Rými sé fyrir fleiri skoðanir og flokkshollusta ekki sú sama og hún var áður fyrr. Eiríkur segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé nú í nokkuð erfiðri stöðu á hægri vængnum. „Vegna þess að það er valkostur íhalds megin við hann, svona í hinu þjóðernislega íhaldi sem er Miðflokkurinn. En svo er annar valkostur frjálslyndis megin við hann líka sem er Viðreisn,“ segir Eiríkur.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira