Kópavogur - Að virða og varðveita eigin sögu Svanhildur Bogadóttir skrifar 29. september 2024 11:02 Ég vil með þessum orðum minnast Héraðsskjalasafns Kópavogs sem bæjarstjórn Kópavogs ákvað að leggja niður á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans. Nú um mánaðarmótin mun síðasti héraðsskjalavörðurinn í Kópavogi láta af störfum. Um leið leggst af virk söfnun á skjölum og heimildum um sögu bæjarins og óvissa er með afgreiðslu úr skjölum safnsins. Ég ólst upp í Kópavogi frá fjögurra ára aldri. Á æskuárum mínum þurfti ég eins og aðrir Kópavogsbúar að þola háðsglósur Reykvíkinga þar sem rætt var um holur í götum, hversu erfitt væri að rata aftur úr bænum og ekki síður að þetta væri menningarlaus svefnbær. Að vissu leyti var þetta rétt, því bær í uppbyggingu hafði ekki við að lagfæra holurnar og það var rétt að þeir sem fluttust í Kópavog fóru helst ekki sjálfviljugir úr bænum. Það var hins vegar ekki satt að bærinn væri menningarlaus. Þegar ég ólst upp voru í bænum öflugt leikfélag, tónlistarskóli, námsflokkar, bókasafn, skógrækt, kórar, lúðrasveitir og íþróttafélög, þar á meðal Breiðablik, svo eitthvað sé nefnt. Þá var einnig öflugt atvinnulíf, þar á meðal frystihús, útgerð, lakkrísverkmiðja og bílaverkstæði. Þá var töluverður landbúnaður í bænum, kindur, skógrækt og kartöflurækt. Ég man eftir fæðingarheimili á Hlíðarvegi, skólunum, braggabyggð uppi á Hálsi sem vék svo fyrir háhýsum og allri uppbyggingunni. Kópavogur byggðist upp hratt og er í dag stærsta sveitarfélag landsins á eftir höfuðborginni. Um leið og bærinn stækkaði og íbúum fjölgaði, efldist stjórnsýslan. Komið var upp fleiri stofnunum og deildum hjá bænum. Það var ánægjulegt að fylgjast með Kópavogsbæ koma upp skjalasafni fyrir bæjarskrifstofurnar með skipulagðri skjalavörslu en það var ekki fyrr en síðar sem Héraðsskjalasafni Kópavogs var komið á fót eða árið 2000 . Það má segja að í gegnum safnið og Sögufélag Kópavogs hafi Kópavogsbúar eignast sína sögu. Með þeim hefur komið upp söguvitund í bænum, um að bærinn og bæjarbúar eigi sér sína sögu. Sögu sem þurfti að varðveita. Þetta er sagan sem opinberu skjölin segja, svo sem um skipulagsmálin, skólakerfið, fátækra- og barnaverndarmálin, gatnagerð og svo mætti lengi telja. Starfsmenn á Héraðsskjalasafninu hafa lagt sig fram við að fara út í stofnanir bæjarins og safna eldri skjölum, skrá þau og gera aðgengileg til notkunar fyrir bæjarbúa og aðra. Þessu verkefni er þó aldrei lokið. Þá hafa starfsmenn safnsins verið drífandi í að safna einkaskjalasöfnum, svo sem frá félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum. Breiðablik á til að mynda stórt safn hjá héraðsskjalasafninu. Smátt og smátt hefur skapast traust bæjarbúa til safnsins og þeir kom benda á hvar skjöl kunni að vera að finna eða koma sjálfir með skjöl sín eða aðila sem þeir tengjast. Það hefur verið ævintýralegt að fylgjast með uppbyggingu Héraðsskjalasafns Kópavogs og starfsemi Sögufélags Kópavogs á undanförnum árum. Ég hef dáðst að því hvernig þau virkja bæjarbúa í kynningum á sögunni. Haldnar hafa verið vel sóttar sögugöngur um bæinn, málþing um efni, sem hafa einnig höfðað til minnar kynslóðar, svo sem um skiptistöðina og pönktímann. Safnið hefur gefið út fjölda áhugaverðra smárita um sögu Kópavogs í samstarfi við Sögufélagið, til dæmis það síðasta um sögu Sundlaugar Kópavogs. Þá eru ótaldir myndagreiningarfundir sem hafa verið haldnir í safninu. Ég hef verið stödd á safninu á nokkrum þeirra og hef séð hvað það er mikilvægt að varðveita ekki eingöngu ljósmyndirnar heldur fá fólk til að segja frá því sem er á þeim. Í stuttu máli má segja að það hafi orðið vitundarvakning á því að varðveita sögu Kópavogs, Kópavogsbúa, atvinnulífs og félagasamtaka. Þótt Kópavogur sé ungt sveitarfélag, á hann sér fjölbreytta sögu sem er brýnt að glatist ekki. Það er þannig að sagan varðveitist ekki af sjálfu sér, heldur þarf að leggja alúð í að hafa upp á því sem hefur gildi. Sögufélagið og Héraðsskjalasafnið hafa verið með allar klær úti að hafa upp á skjölum og ljósmyndum sem tengjast sögu bæjarins og fá þau til varðveislu. Skjölin hafa strax verið skráð og gerð aðgengileg og er mikið um það að bæjarbúar og fræðimenn komi á lesstofu safnsins Bæjarstjórn Kópavogs hefur nú lagt héraðsskjalasafnið niður og sagt upp héraðsskjalaverðinum, sem lætur af störfum 1. október. Aðrir starfsmenn hafa einnig látið af störfum hjá safninu. Skjölin verða þó áfram á þar fram til ársloka 2025. Safnið er nú ekki lengur til og óljóst hver er til þess bær að afgreiða úr skjölum þess lögum samkvæmt. Þeir Kópavogsbúar sem ég hef rætt við, skilja einfaldlega ekki hver sé ástæðan fyrir niðurlagningu héraðsskjalasafnsins og að senda skjölin úr bænum á Þjóðskjalasafn. Ég vil þakka Sögufélagi Kópavogs, Hrafni Sveinbjarnarsyni héraðsskjalaverði og öðrum starfsmönnum Héraðsskjalasafns Kópavogs fyrir samstarfið og fyrir sitt frábært starf í gegnum árin, við að draga sögu Kópavogsbæjar fram í dagsljósið og safna heimildum um hana. Að eiga sér sögu er það sem gerir bæ að menningarbæ. Bær sem sendir skjölin í burtu er ekki menningarbær. Höfundur er uppalin í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Ég vil með þessum orðum minnast Héraðsskjalasafns Kópavogs sem bæjarstjórn Kópavogs ákvað að leggja niður á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans. Nú um mánaðarmótin mun síðasti héraðsskjalavörðurinn í Kópavogi láta af störfum. Um leið leggst af virk söfnun á skjölum og heimildum um sögu bæjarins og óvissa er með afgreiðslu úr skjölum safnsins. Ég ólst upp í Kópavogi frá fjögurra ára aldri. Á æskuárum mínum þurfti ég eins og aðrir Kópavogsbúar að þola háðsglósur Reykvíkinga þar sem rætt var um holur í götum, hversu erfitt væri að rata aftur úr bænum og ekki síður að þetta væri menningarlaus svefnbær. Að vissu leyti var þetta rétt, því bær í uppbyggingu hafði ekki við að lagfæra holurnar og það var rétt að þeir sem fluttust í Kópavog fóru helst ekki sjálfviljugir úr bænum. Það var hins vegar ekki satt að bærinn væri menningarlaus. Þegar ég ólst upp voru í bænum öflugt leikfélag, tónlistarskóli, námsflokkar, bókasafn, skógrækt, kórar, lúðrasveitir og íþróttafélög, þar á meðal Breiðablik, svo eitthvað sé nefnt. Þá var einnig öflugt atvinnulíf, þar á meðal frystihús, útgerð, lakkrísverkmiðja og bílaverkstæði. Þá var töluverður landbúnaður í bænum, kindur, skógrækt og kartöflurækt. Ég man eftir fæðingarheimili á Hlíðarvegi, skólunum, braggabyggð uppi á Hálsi sem vék svo fyrir háhýsum og allri uppbyggingunni. Kópavogur byggðist upp hratt og er í dag stærsta sveitarfélag landsins á eftir höfuðborginni. Um leið og bærinn stækkaði og íbúum fjölgaði, efldist stjórnsýslan. Komið var upp fleiri stofnunum og deildum hjá bænum. Það var ánægjulegt að fylgjast með Kópavogsbæ koma upp skjalasafni fyrir bæjarskrifstofurnar með skipulagðri skjalavörslu en það var ekki fyrr en síðar sem Héraðsskjalasafni Kópavogs var komið á fót eða árið 2000 . Það má segja að í gegnum safnið og Sögufélag Kópavogs hafi Kópavogsbúar eignast sína sögu. Með þeim hefur komið upp söguvitund í bænum, um að bærinn og bæjarbúar eigi sér sína sögu. Sögu sem þurfti að varðveita. Þetta er sagan sem opinberu skjölin segja, svo sem um skipulagsmálin, skólakerfið, fátækra- og barnaverndarmálin, gatnagerð og svo mætti lengi telja. Starfsmenn á Héraðsskjalasafninu hafa lagt sig fram við að fara út í stofnanir bæjarins og safna eldri skjölum, skrá þau og gera aðgengileg til notkunar fyrir bæjarbúa og aðra. Þessu verkefni er þó aldrei lokið. Þá hafa starfsmenn safnsins verið drífandi í að safna einkaskjalasöfnum, svo sem frá félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum. Breiðablik á til að mynda stórt safn hjá héraðsskjalasafninu. Smátt og smátt hefur skapast traust bæjarbúa til safnsins og þeir kom benda á hvar skjöl kunni að vera að finna eða koma sjálfir með skjöl sín eða aðila sem þeir tengjast. Það hefur verið ævintýralegt að fylgjast með uppbyggingu Héraðsskjalasafns Kópavogs og starfsemi Sögufélags Kópavogs á undanförnum árum. Ég hef dáðst að því hvernig þau virkja bæjarbúa í kynningum á sögunni. Haldnar hafa verið vel sóttar sögugöngur um bæinn, málþing um efni, sem hafa einnig höfðað til minnar kynslóðar, svo sem um skiptistöðina og pönktímann. Safnið hefur gefið út fjölda áhugaverðra smárita um sögu Kópavogs í samstarfi við Sögufélagið, til dæmis það síðasta um sögu Sundlaugar Kópavogs. Þá eru ótaldir myndagreiningarfundir sem hafa verið haldnir í safninu. Ég hef verið stödd á safninu á nokkrum þeirra og hef séð hvað það er mikilvægt að varðveita ekki eingöngu ljósmyndirnar heldur fá fólk til að segja frá því sem er á þeim. Í stuttu máli má segja að það hafi orðið vitundarvakning á því að varðveita sögu Kópavogs, Kópavogsbúa, atvinnulífs og félagasamtaka. Þótt Kópavogur sé ungt sveitarfélag, á hann sér fjölbreytta sögu sem er brýnt að glatist ekki. Það er þannig að sagan varðveitist ekki af sjálfu sér, heldur þarf að leggja alúð í að hafa upp á því sem hefur gildi. Sögufélagið og Héraðsskjalasafnið hafa verið með allar klær úti að hafa upp á skjölum og ljósmyndum sem tengjast sögu bæjarins og fá þau til varðveislu. Skjölin hafa strax verið skráð og gerð aðgengileg og er mikið um það að bæjarbúar og fræðimenn komi á lesstofu safnsins Bæjarstjórn Kópavogs hefur nú lagt héraðsskjalasafnið niður og sagt upp héraðsskjalaverðinum, sem lætur af störfum 1. október. Aðrir starfsmenn hafa einnig látið af störfum hjá safninu. Skjölin verða þó áfram á þar fram til ársloka 2025. Safnið er nú ekki lengur til og óljóst hver er til þess bær að afgreiða úr skjölum þess lögum samkvæmt. Þeir Kópavogsbúar sem ég hef rætt við, skilja einfaldlega ekki hver sé ástæðan fyrir niðurlagningu héraðsskjalasafnsins og að senda skjölin úr bænum á Þjóðskjalasafn. Ég vil þakka Sögufélagi Kópavogs, Hrafni Sveinbjarnarsyni héraðsskjalaverði og öðrum starfsmönnum Héraðsskjalasafns Kópavogs fyrir samstarfið og fyrir sitt frábært starf í gegnum árin, við að draga sögu Kópavogsbæjar fram í dagsljósið og safna heimildum um hana. Að eiga sér sögu er það sem gerir bæ að menningarbæ. Bær sem sendir skjölin í burtu er ekki menningarbær. Höfundur er uppalin í Kópavogi.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun