„Viðbjóðsleg“ frammistaða sem lætur stjóra missa starfið Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2024 22:02 Það var þungt yfir Erik ten Hag eftir tapið gegn Tottenham í dag. Getty/Carl Recine Erik ten Hag virðist kominn á endastöð með Manchester United og aðeins tímaspursmál hvenær félagið lætur hann fara, eftir frammistöðu liðsins í 3-0 tapinu gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þetta er að minnsta kosti mat sparkspekinga á Englandi sem spöruðu ekki stóru orðin í lýsingum sínum á United-liðinu, sem lenti undir strax á þriðju mínútu í dag og átti litla möguleika eftir að fyrirliðinn Bruno Fernandes var rekinn af velli í lok fyrri hálfleiks. „Viðbjóðslegt“ og „til skammar“ sagði Gary Neville, fyrrverandi leikmaður United, um liðið í umræðum á Sky Sports. Félagi hans þar, Jamie Redknapp, tók undir að liðið hefði orðið sér til skammar og sagði það „komið alveg á botninn.“ Chris Sutton bætti því við á BBC að „svona frammistöður láta stjóra missa starfið“. Stuðningsmenn Tottenham voru líka duglegir við að kyrja „þú verður rekinn á morgun!“ á Old Trafford í dag. Stór ákvörðun í vikunni? United er aðeins með sjö stig í ensku deildinni eftir sex leiki, sem er jöfnun á lægstu stigasöfnun liðsins í sögu úrvalsdeildarinnar. Aðeins einu sinni hefur liðið skorað færri mörk (liðið hefur skorað fimm og fengið á sig átta), en það var tímabilið 2007-08. United er nú í 12. sæti og er þegar átta stigum á eftir toppliði Liverpool. Dagar Eriks ten Hag á Old Trafford gætu mögulega verið taldir, að mati sparkspekinga á Englandi.Getty/Martin Rickett „Ég held að þeir [forráðamenn United] þurfi að taka stóra ákvörðun í þessari viku. Ég held að tími hans [Ten Hag] gæti verið á þrotum,“ sagði Robbie Savage á BBC. „Þetta er ein versta frammistaða sem ég hef séð undir stjórn Ten Hag, og þá er nú mikið sagt. Þetta var virkilega slæmt,“ sagði Neville. „Ekkert að hugsa um hvort ég verði rekinn“ Sjálfur vildi hinn hollenski Ten Hag ekki gera of mikið úr tapinu í dag, og var sannfærður um að rauða spjaldið á Bruno Fernandes væri rangur dómur. „Það kemur alltaf nýr dagur og við lærum af þessu. Leikmenn mínir eru með sterka skapgerð og við komum sterkari til baka. Við verðum að læra af þessu hratt,“ sagði Ten Hag. Spurður út í sína stöðu vildi hann meina að stefnan væri skýr varðandi það að hann yrði áfram stjóri United. „Ég er ekkert að hugsa um hvort ég verði rekinn. Við tókum öll þá ákvörðun að halda áfram saman. Eigendurnir, starfsfólkið, leikmenn og ég sjálfur. Við ákváðum það eftir gagngera skoðun á því sem við höfum gert. Við vissum að þetta tæki tíma. Við erum öll á sömu blaðsíðu,“ sagði Ten Hag. Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Þetta er að minnsta kosti mat sparkspekinga á Englandi sem spöruðu ekki stóru orðin í lýsingum sínum á United-liðinu, sem lenti undir strax á þriðju mínútu í dag og átti litla möguleika eftir að fyrirliðinn Bruno Fernandes var rekinn af velli í lok fyrri hálfleiks. „Viðbjóðslegt“ og „til skammar“ sagði Gary Neville, fyrrverandi leikmaður United, um liðið í umræðum á Sky Sports. Félagi hans þar, Jamie Redknapp, tók undir að liðið hefði orðið sér til skammar og sagði það „komið alveg á botninn.“ Chris Sutton bætti því við á BBC að „svona frammistöður láta stjóra missa starfið“. Stuðningsmenn Tottenham voru líka duglegir við að kyrja „þú verður rekinn á morgun!“ á Old Trafford í dag. Stór ákvörðun í vikunni? United er aðeins með sjö stig í ensku deildinni eftir sex leiki, sem er jöfnun á lægstu stigasöfnun liðsins í sögu úrvalsdeildarinnar. Aðeins einu sinni hefur liðið skorað færri mörk (liðið hefur skorað fimm og fengið á sig átta), en það var tímabilið 2007-08. United er nú í 12. sæti og er þegar átta stigum á eftir toppliði Liverpool. Dagar Eriks ten Hag á Old Trafford gætu mögulega verið taldir, að mati sparkspekinga á Englandi.Getty/Martin Rickett „Ég held að þeir [forráðamenn United] þurfi að taka stóra ákvörðun í þessari viku. Ég held að tími hans [Ten Hag] gæti verið á þrotum,“ sagði Robbie Savage á BBC. „Þetta er ein versta frammistaða sem ég hef séð undir stjórn Ten Hag, og þá er nú mikið sagt. Þetta var virkilega slæmt,“ sagði Neville. „Ekkert að hugsa um hvort ég verði rekinn“ Sjálfur vildi hinn hollenski Ten Hag ekki gera of mikið úr tapinu í dag, og var sannfærður um að rauða spjaldið á Bruno Fernandes væri rangur dómur. „Það kemur alltaf nýr dagur og við lærum af þessu. Leikmenn mínir eru með sterka skapgerð og við komum sterkari til baka. Við verðum að læra af þessu hratt,“ sagði Ten Hag. Spurður út í sína stöðu vildi hann meina að stefnan væri skýr varðandi það að hann yrði áfram stjóri United. „Ég er ekkert að hugsa um hvort ég verði rekinn. Við tókum öll þá ákvörðun að halda áfram saman. Eigendurnir, starfsfólkið, leikmenn og ég sjálfur. Við ákváðum það eftir gagngera skoðun á því sem við höfum gert. Við vissum að þetta tæki tíma. Við erum öll á sömu blaðsíðu,“ sagði Ten Hag.
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira