Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Mosfellsbær 1. október 2024 13:52 Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, og Einar Ingi Hrafnsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar. Mynd/Hulda Margrét Mosfellsbær auglýsir eftir rekstrar- og samstarfsaðilum í tengslum við byggingu nýrrar þjónustu- og aðkomubyggingar sem verður byggð við íþróttamiðstöðina að Varmá. Mosfellsbær hefur þörf fyrir 1.600 m² en byggingin getur orðið allt að 3.000 m². Það eru því tækifæri fyrir áhugasama rekstraraðila að vera með rekstur í 1.400 m² viðbótarrými auk þess sem bæjaryfirvöld eru að kanna áhuga fyrirtækja og annarra aðila til samstarfs í tengslum við uppbyggingu þjónustu- og aðkomubyggingarinnar. „Íþróttasvæðið að Varmá er hjartað í starfi Aftureldingar og eitt fjölsóttasta svæði Mosfellsbæjar. Svæðið iðar að lífi frá morgni til kvölds þar sem fólk sækir skólaíþróttir, sund, æfingar og leiki Aftureldingar,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Ný framtíðarsýn Mosfellsbæjar og Aftureldingar var unnin fyrr á þessu ári vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja í Mosfellsbæ með aukinni áherslu á samráð við helstu hagaðila, þ.m.t. allar deildir Aftureldingar, önnur íþróttafélög, eldra fólk, sundgesti, börn og ungmenni og fleiri aðila. „Mikil uppbygging er á Varmársvæðinu þessi misserin. Verið er að vinna að endurnýjun á aðal fótboltavellinum, ný hjólabraut var nýverið tekin í notkun og endurgerður fríbígolfvöllur. Næstu verkefni eru þjónustu- og aðkomubygging við íþróttamiðstöðina að Varmá, nýtt frjálsíþróttasvæði og ný stúka við aðalvöll.“ Hér má sjá hvar ný þjónustu- og aðkomubygging mun rísa við íþróttamiðstöðina að Varmá. Umfangsmikið samráðsferli við alla hagaðila Ný þjónustu- og aðkomubygging á sér langa forsögu að hennar sögn. Síðan fyrstu hugmyndir af þessu húsi litu dagsins ljós hefur mjög margt breyst, t.d. hefur íbúum og um leið iðkendum fjölgað mikið en einnig hafa áherslur breyst varðandi nýtingu rýmisins í byggingunni. „Mosfellsbær og Afturelding töldu nauðsynlegt að heimsækja aftur þarfagreiningu hússins. Farið var í gríðarlega umfangsmikið samráðsferli við alla hagaðila. Sú góða vinna gaf af sér endurbætta þarfagreiningu þar sem niðurstaðan er mikil þörf á auknum rýmum fyrir bæði Mosfellsbæ og Aftureldingu.“ Þannig stækkar húsið úr 1.280 m² í um 1.600 m² auk þess að skerpa á þörfunum sem tengjast m.a. fleiri búningsklefum, barnvænni aðstöðu, bættri starfsmannaaðstöðu og áfram verður gert ráð fyrir veitingaaðstöðu og félagsaðstöðu fyrir Aftureldingu. Auk þess er húsinu ætlað að bæta alla aðkomu og aðgengi að íþróttamiðstöðinni. „Við viljum gera þetta vel og þessi góða forvinna var mikilvægur liður í því.“ Spennandi tækifæri fyrir öfluga samstarfsaðila Heildarfermetrafjöldi mannvirkis á lóðinni sem um ræðir getur orðið allt að 3.000 m² og gera Mosfellsbær og Afturelding ráð fyrir að nýta að hámarki 1.600 m² undir þjónustu- og aðkomubygginguna. „Við erum því að leita að áhugasömum rekstraraðilum í allt að 1.400 m² viðbótarrými. Sá rekstur gæti verið þjónusta sem tengist íþróttum, hreyfingu og heilsu með einum eða öðrum hætti eða þá skrifstofur. Íþróttasvæðið að Varmá er skilgreint í skipulagi sem samfélagsþjónusta í dag og þar má finna Varmárlaug, íþróttasali Aftureldingar, fjölnotahúsið Fellið, fimleikahús, gervigrasvöll, lyftingarsali o.fl. Viðbótar starfsemi í húsinu þarf að falla vel að þessari starfsemi og lýðheilsu- og forvarnastefnu Mosfellsbæjar. Við sjáum mikil tækifæri í að stækka húsið og fá inn í það frá byrjun öfluga samstarfsaðila og starfsemi sem styður við þá starfsemi sem fyrir er.“ Mynd sem sýnir hvernig Varmársvæðið gæti litið út með nýjum gervigrasvelli, frjálsíþróttasvæði og stúku ásamt 3.000 m² þjónustu- og aðkomubyggingu. Afturelding er ein af uppeldisstöðvum bæjarins Einar Ingi Hrafnsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar, segir að ný þjónustu- og aðkomubygging muni stórbæta alla þjónustu og aðstöðu fyrir iðkendur, þjálfara og starfsfólk félagsins. „Afturelding hefur beðið lengi eftir að fá byggingu sem þessa að Varmá enda hefur iðkendum fjölgað mikið samhliða íbúafjölgun í bænum undafarin ár og eru þeir nú í kringum 2.300 innan 11 deilda. Félagið er ein af uppeldisstöðvum bæjarins og við teljum að svona stórt íþróttafélag með öflugt yngri- og meistaraflokka starf hafi ríka þörf fyrir góða félagsaðstöðu þar sem öllum iðkendum líður vel. Ásamt því að bjóða sjálfboðaliðum, þjálfurum og starfsfólki félagsins upp á umhverfi til að efla félagið en frekar inn í framtíðina.“ Tengingin við náttúruna býður upp á mikil tækifæri Enn frekari uppbygging er fyrirhuguð í kringum Varmá á næstu árum segir Regína. „Við erum með Ævintýragarð í næsta nágranni með nýrri hjólabraut, nýlega endurbættan frísbígolfvöll og góðar teningar við gönguleiðir. Mosfellsbær er mikill útivistarbær og við viljum vinna með það í allri okkar þróun. Auk þess býr Mosfellsbær að mikilli tengingu við náttúruna og eru fjölmargar gönguleiðir um fellin okkar í nágrenninu sem eru mikið nýtt af íbúum og gestum. Þannig að við teljum að það séu spennandi tækifæri og uppbyggingar möguleikar í útivist og íþróttum í Mosfellsbæ.“ Hér má sjá aðra mynd sem sýnir hvernig Varmársvæðið gæti litið út með nýjum gervigrasvelli, frjálsíþróttasvæði og stúku ásamt 3.000 m² þjónustu- og aðkomubyggingu. Spennandi tímar framundan í Mosfellsbæ Mosfellsbær hefur vaxið mjög undanfarin ár og hefur íbúafjöldinn aukist um 50% á síðustu 10 árum. „Þessi mikli vöxtur kallar á uppbyggingu innviða t.d. leikskóla og grunnskólabygginga en einnig íþróttamannvirkja eins og við erum að vinna að með nýrri þjónustu- og aðkomubyggingu að Varmá,“ segir Regína. Þá hefur nýtt og spennandi atvinnusvæði verið þróað með Reitum í Korputúni og hafa nokkur fyrirtæki samið um verslunarhúsnæði á svæðinu. „Þar er gert ráð fyrir um 17 þúsund fermetra byggingarmagni. Þetta nýja atvinnusvæði mun styrkja þjónustu í bæjarfélaginu og skapa ný störf á svæðinu. Eitt af stóru verkefnunum okkar þessi misserin er síðan skipulagsvinna við fyrsta áfanga Blikastaðahverfis þar sem gert er ráð fyrir 3.500 íbúða hverfi. Þannig að við erum gríðarlega bjartsýn á áframhaldandi þróun og það eru spennandi tímar framundan í Mosfellsbæ.“ Allar nánari upplýsingar um þjónustu- og aðkomubyggingu má finna á mos.is/varma og þar má einnig skila inn umsóknum. Mosfellsbær Skipulag Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Mosfellsbær hefur þörf fyrir 1.600 m² en byggingin getur orðið allt að 3.000 m². Það eru því tækifæri fyrir áhugasama rekstraraðila að vera með rekstur í 1.400 m² viðbótarrými auk þess sem bæjaryfirvöld eru að kanna áhuga fyrirtækja og annarra aðila til samstarfs í tengslum við uppbyggingu þjónustu- og aðkomubyggingarinnar. „Íþróttasvæðið að Varmá er hjartað í starfi Aftureldingar og eitt fjölsóttasta svæði Mosfellsbæjar. Svæðið iðar að lífi frá morgni til kvölds þar sem fólk sækir skólaíþróttir, sund, æfingar og leiki Aftureldingar,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Ný framtíðarsýn Mosfellsbæjar og Aftureldingar var unnin fyrr á þessu ári vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja í Mosfellsbæ með aukinni áherslu á samráð við helstu hagaðila, þ.m.t. allar deildir Aftureldingar, önnur íþróttafélög, eldra fólk, sundgesti, börn og ungmenni og fleiri aðila. „Mikil uppbygging er á Varmársvæðinu þessi misserin. Verið er að vinna að endurnýjun á aðal fótboltavellinum, ný hjólabraut var nýverið tekin í notkun og endurgerður fríbígolfvöllur. Næstu verkefni eru þjónustu- og aðkomubygging við íþróttamiðstöðina að Varmá, nýtt frjálsíþróttasvæði og ný stúka við aðalvöll.“ Hér má sjá hvar ný þjónustu- og aðkomubygging mun rísa við íþróttamiðstöðina að Varmá. Umfangsmikið samráðsferli við alla hagaðila Ný þjónustu- og aðkomubygging á sér langa forsögu að hennar sögn. Síðan fyrstu hugmyndir af þessu húsi litu dagsins ljós hefur mjög margt breyst, t.d. hefur íbúum og um leið iðkendum fjölgað mikið en einnig hafa áherslur breyst varðandi nýtingu rýmisins í byggingunni. „Mosfellsbær og Afturelding töldu nauðsynlegt að heimsækja aftur þarfagreiningu hússins. Farið var í gríðarlega umfangsmikið samráðsferli við alla hagaðila. Sú góða vinna gaf af sér endurbætta þarfagreiningu þar sem niðurstaðan er mikil þörf á auknum rýmum fyrir bæði Mosfellsbæ og Aftureldingu.“ Þannig stækkar húsið úr 1.280 m² í um 1.600 m² auk þess að skerpa á þörfunum sem tengjast m.a. fleiri búningsklefum, barnvænni aðstöðu, bættri starfsmannaaðstöðu og áfram verður gert ráð fyrir veitingaaðstöðu og félagsaðstöðu fyrir Aftureldingu. Auk þess er húsinu ætlað að bæta alla aðkomu og aðgengi að íþróttamiðstöðinni. „Við viljum gera þetta vel og þessi góða forvinna var mikilvægur liður í því.“ Spennandi tækifæri fyrir öfluga samstarfsaðila Heildarfermetrafjöldi mannvirkis á lóðinni sem um ræðir getur orðið allt að 3.000 m² og gera Mosfellsbær og Afturelding ráð fyrir að nýta að hámarki 1.600 m² undir þjónustu- og aðkomubygginguna. „Við erum því að leita að áhugasömum rekstraraðilum í allt að 1.400 m² viðbótarrými. Sá rekstur gæti verið þjónusta sem tengist íþróttum, hreyfingu og heilsu með einum eða öðrum hætti eða þá skrifstofur. Íþróttasvæðið að Varmá er skilgreint í skipulagi sem samfélagsþjónusta í dag og þar má finna Varmárlaug, íþróttasali Aftureldingar, fjölnotahúsið Fellið, fimleikahús, gervigrasvöll, lyftingarsali o.fl. Viðbótar starfsemi í húsinu þarf að falla vel að þessari starfsemi og lýðheilsu- og forvarnastefnu Mosfellsbæjar. Við sjáum mikil tækifæri í að stækka húsið og fá inn í það frá byrjun öfluga samstarfsaðila og starfsemi sem styður við þá starfsemi sem fyrir er.“ Mynd sem sýnir hvernig Varmársvæðið gæti litið út með nýjum gervigrasvelli, frjálsíþróttasvæði og stúku ásamt 3.000 m² þjónustu- og aðkomubyggingu. Afturelding er ein af uppeldisstöðvum bæjarins Einar Ingi Hrafnsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar, segir að ný þjónustu- og aðkomubygging muni stórbæta alla þjónustu og aðstöðu fyrir iðkendur, þjálfara og starfsfólk félagsins. „Afturelding hefur beðið lengi eftir að fá byggingu sem þessa að Varmá enda hefur iðkendum fjölgað mikið samhliða íbúafjölgun í bænum undafarin ár og eru þeir nú í kringum 2.300 innan 11 deilda. Félagið er ein af uppeldisstöðvum bæjarins og við teljum að svona stórt íþróttafélag með öflugt yngri- og meistaraflokka starf hafi ríka þörf fyrir góða félagsaðstöðu þar sem öllum iðkendum líður vel. Ásamt því að bjóða sjálfboðaliðum, þjálfurum og starfsfólki félagsins upp á umhverfi til að efla félagið en frekar inn í framtíðina.“ Tengingin við náttúruna býður upp á mikil tækifæri Enn frekari uppbygging er fyrirhuguð í kringum Varmá á næstu árum segir Regína. „Við erum með Ævintýragarð í næsta nágranni með nýrri hjólabraut, nýlega endurbættan frísbígolfvöll og góðar teningar við gönguleiðir. Mosfellsbær er mikill útivistarbær og við viljum vinna með það í allri okkar þróun. Auk þess býr Mosfellsbær að mikilli tengingu við náttúruna og eru fjölmargar gönguleiðir um fellin okkar í nágrenninu sem eru mikið nýtt af íbúum og gestum. Þannig að við teljum að það séu spennandi tækifæri og uppbyggingar möguleikar í útivist og íþróttum í Mosfellsbæ.“ Hér má sjá aðra mynd sem sýnir hvernig Varmársvæðið gæti litið út með nýjum gervigrasvelli, frjálsíþróttasvæði og stúku ásamt 3.000 m² þjónustu- og aðkomubyggingu. Spennandi tímar framundan í Mosfellsbæ Mosfellsbær hefur vaxið mjög undanfarin ár og hefur íbúafjöldinn aukist um 50% á síðustu 10 árum. „Þessi mikli vöxtur kallar á uppbyggingu innviða t.d. leikskóla og grunnskólabygginga en einnig íþróttamannvirkja eins og við erum að vinna að með nýrri þjónustu- og aðkomubyggingu að Varmá,“ segir Regína. Þá hefur nýtt og spennandi atvinnusvæði verið þróað með Reitum í Korputúni og hafa nokkur fyrirtæki samið um verslunarhúsnæði á svæðinu. „Þar er gert ráð fyrir um 17 þúsund fermetra byggingarmagni. Þetta nýja atvinnusvæði mun styrkja þjónustu í bæjarfélaginu og skapa ný störf á svæðinu. Eitt af stóru verkefnunum okkar þessi misserin er síðan skipulagsvinna við fyrsta áfanga Blikastaðahverfis þar sem gert er ráð fyrir 3.500 íbúða hverfi. Þannig að við erum gríðarlega bjartsýn á áframhaldandi þróun og það eru spennandi tímar framundan í Mosfellsbæ.“ Allar nánari upplýsingar um þjónustu- og aðkomubyggingu má finna á mos.is/varma og þar má einnig skila inn umsóknum.
Mosfellsbær Skipulag Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira