Tapsár Jordan lögsækir NASCAR Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2024 16:25 Michael Jordan játar sig seint sigraðan, á hvaða sviði sem er. Jacob Kupferman/Getty Images Michael Jordan hefur lögsótt bandarísku aksturskeppnina NASCAR eftir langvinnar deilur. Lögsóknin er sögð geta haft sögulegar afleiðingar, og breytingar í för með sér. Eigendur liða í NASCAR keppninni hafa átt í deilum við stjórnendur keppninnar mánuðum saman en NASCAR virtist bera sigur út býtum þegar samkomulag hafði náðst við 13 eigendur þeirra 15 liða sem taka þátt. Jim France, sem valdið hefur hjá NASCAR og er meðlimur fjölskyldunnar sem stofnaði keppnina, virtist hafa tekist ætlunarverk sitt þó margur hafi gagnrýnt aðferðir hans. Eigendur liðanna hafa kvartað og kveinað í meira en tvö ár og eru ósáttir við að France krefjist þess að semja við hvert lið fyrir sig en ekki öll saman. France stóð fastur á sínu og þegar hann gaf afarkosti gáfu flestir eigendanna undan. Jim France gæti þurft að gefa eitthvað eftir.Chris Graythen/Getty Images Útlit var fyrir að lið í eigu Jordan, Jordan's 23XI Racing, hefði tapað hvað mestu, enda eitt tveggja liða sem neitaði að semja við France. Stjórnendur hjá liðinu höfðu kvartað hvað mest opinberlega og stóðu uppi allslausir. Jordan er hins vegar ekki maður sem er þekktur fyrir að taka tapi vel. Það virðist sem hann hafi tekið þessu persónulega og ætlar í hart. Lögsókn sem telur 46 síður var lögð fram í gær. Lögmaðurinn sem lagði hana fram er Jeffrey Kessler, en hann hefur áður lagt sitt á vogarskálarnar í lögsóknum sem hafa gjörbreytt umhverfi bandarísks íþróttalífs, bæði á atvinnustigi og háskólastigi. Ólíklegt þykir að málið nái þó fyrir dómstóla. Fari svo þarf NASCAR að opna bækur sínar fyrir almenningi á fordæmalausan hátt og sýna fram á hvernig vinsælasta aksturkeppni Bandaríkjanna er fjármögnuð. Ljóst þykir að það vilja stjórnendur NASCAR alls ekki. Hvort sem málið nær inn í dómssal eða verður afgreitt með sáttum við kappaksturslið Jordans, virðist ljóst að sögulegar breytingar eru í vændum. NASCAR hefur ávallt verið stýrt af harðri hendi af hálfu France-fjölskyldunnar, sem gæti loks þurft að játa sig sigraða, vegna tapsæris og þrjósku raðsigurvegarans Michael Jordan. Körfubolti Akstursíþróttir Bandaríkin Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sjá meira
Eigendur liða í NASCAR keppninni hafa átt í deilum við stjórnendur keppninnar mánuðum saman en NASCAR virtist bera sigur út býtum þegar samkomulag hafði náðst við 13 eigendur þeirra 15 liða sem taka þátt. Jim France, sem valdið hefur hjá NASCAR og er meðlimur fjölskyldunnar sem stofnaði keppnina, virtist hafa tekist ætlunarverk sitt þó margur hafi gagnrýnt aðferðir hans. Eigendur liðanna hafa kvartað og kveinað í meira en tvö ár og eru ósáttir við að France krefjist þess að semja við hvert lið fyrir sig en ekki öll saman. France stóð fastur á sínu og þegar hann gaf afarkosti gáfu flestir eigendanna undan. Jim France gæti þurft að gefa eitthvað eftir.Chris Graythen/Getty Images Útlit var fyrir að lið í eigu Jordan, Jordan's 23XI Racing, hefði tapað hvað mestu, enda eitt tveggja liða sem neitaði að semja við France. Stjórnendur hjá liðinu höfðu kvartað hvað mest opinberlega og stóðu uppi allslausir. Jordan er hins vegar ekki maður sem er þekktur fyrir að taka tapi vel. Það virðist sem hann hafi tekið þessu persónulega og ætlar í hart. Lögsókn sem telur 46 síður var lögð fram í gær. Lögmaðurinn sem lagði hana fram er Jeffrey Kessler, en hann hefur áður lagt sitt á vogarskálarnar í lögsóknum sem hafa gjörbreytt umhverfi bandarísks íþróttalífs, bæði á atvinnustigi og háskólastigi. Ólíklegt þykir að málið nái þó fyrir dómstóla. Fari svo þarf NASCAR að opna bækur sínar fyrir almenningi á fordæmalausan hátt og sýna fram á hvernig vinsælasta aksturkeppni Bandaríkjanna er fjármögnuð. Ljóst þykir að það vilja stjórnendur NASCAR alls ekki. Hvort sem málið nær inn í dómssal eða verður afgreitt með sáttum við kappaksturslið Jordans, virðist ljóst að sögulegar breytingar eru í vændum. NASCAR hefur ávallt verið stýrt af harðri hendi af hálfu France-fjölskyldunnar, sem gæti loks þurft að játa sig sigraða, vegna tapsæris og þrjósku raðsigurvegarans Michael Jordan.
Körfubolti Akstursíþróttir Bandaríkin Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sjá meira