Grótta tyllti sér á toppinn og KA fékk fyrstu stigin Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. október 2024 21:30 Elvar Otri Hjálmarsson hefur verið öflugur með Gróttu í upphafi tímabils. vísir / hulda margrét Grótta er í efsta sæti Olís deildar karla eftir 32-30 sigur gegn ÍBV í kvöld. KA reif sig upp af botninum með 28-24 sigri gegn ÍBV. Afturelding lagði Fram örugglega með fimm marka mun, 34-29. KA – ÍR 28-24 KA tók þriggja marka forystu snemma, sem hélst nokkurn veginn allan leikinn. ÍR náði ágætis áhlaupi í byrjun seinni hálfleiks og jafnaði leikinn en hélt ekki lengi út. KA gaf aftur í og það stefndi í stærri sigur en raunin varð, ÍR minnkaði muninn aðeins undir lokin og 28-24 urðu lokatölur. Dagur Árni Heimisson var markahæstur hjá heimamönnum með 7 mörk, Ott Varik var á eftir honum með 5 mörk. Nicolai Kristensen í marki KA átti ekkert sérstakan leik en Bruno Bernat kom vel inn fyrir hann og varði 5 af 12 skotum sem hann fékk á sig. Hjá ÍR var Baldur Fritz Bjarnason öflugastur sóknarlega og skoraði 8 mörk úr 13 skotum. Þetta var fyrsti sigur KA á tímabilinu. Liðið er nú í næstneðsta sæti með tvö stig, ÍR er einu stigi og sæti ofar. Grótta – ÍBV 32-30 Æsispennandi leikur þar sem liðin skiptust á sterkum áhlaupum. Grótta byrjaði betur og komst 7-3 yfir en ÍBV sneri taflinu við og tók forystuna 7-8. Leikurinn hélst nokkuð jafn þar til um miðjan seinni hálfleik þegar Grótta skoraði þrjú mörk í röð og komst 25-21 yfir. ÍBV elti þá hins vegar uppi og jafnaði 26-26. Eftir það voru heimamenn sterkari aðilinn og tóku tveggja marka forystu sem hélst alveg til enda. Magnús Gunnar í marki Gróttu hafði nóg að gera og varði 21 af 51 skoti (41 prósent). Kollegi hans hinum megin var ekki eins iðinn og varði aðeins 6 af 37 skotum (16 prósent). Jón Ómar Gíslason í liði Gróttu varð langmarkahæstur með 10 mörk. Næstu menn á eftir skoruðu fimm mörk. Grótta hefur nú unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum tímabilsins og er í efsta sæti deildarinnar, þökk sé því að FH tapaði gegn Val. ÍBV hefur safnað fimm stigum í jafnmörgum leikjum og situr í 6. sæti. Afturelding – Fram 34-29 Að lokum fór fram leikur Aftureldingar og Fram. Jafnt framan af en Afturelding alltaf skrefi á undan. Heimamenn brunuðu svo fram úr undir lok fyrri hálfleiks og fóru með fimm marka forskot inn í búningsherbergi. Þannig héldu þeir gestunum, í hæfilegri fjarlægð, allan seinni hálfleik og sigldu sigrinum á endanum örugglega heim. Blær Hinriksson og Birgir Steinn Jónsson voru atkvæðamestir í Mosfellsbæ með 8 mörk hver. Olís-deild karla Grótta ÍBV ÍR KA Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
KA – ÍR 28-24 KA tók þriggja marka forystu snemma, sem hélst nokkurn veginn allan leikinn. ÍR náði ágætis áhlaupi í byrjun seinni hálfleiks og jafnaði leikinn en hélt ekki lengi út. KA gaf aftur í og það stefndi í stærri sigur en raunin varð, ÍR minnkaði muninn aðeins undir lokin og 28-24 urðu lokatölur. Dagur Árni Heimisson var markahæstur hjá heimamönnum með 7 mörk, Ott Varik var á eftir honum með 5 mörk. Nicolai Kristensen í marki KA átti ekkert sérstakan leik en Bruno Bernat kom vel inn fyrir hann og varði 5 af 12 skotum sem hann fékk á sig. Hjá ÍR var Baldur Fritz Bjarnason öflugastur sóknarlega og skoraði 8 mörk úr 13 skotum. Þetta var fyrsti sigur KA á tímabilinu. Liðið er nú í næstneðsta sæti með tvö stig, ÍR er einu stigi og sæti ofar. Grótta – ÍBV 32-30 Æsispennandi leikur þar sem liðin skiptust á sterkum áhlaupum. Grótta byrjaði betur og komst 7-3 yfir en ÍBV sneri taflinu við og tók forystuna 7-8. Leikurinn hélst nokkuð jafn þar til um miðjan seinni hálfleik þegar Grótta skoraði þrjú mörk í röð og komst 25-21 yfir. ÍBV elti þá hins vegar uppi og jafnaði 26-26. Eftir það voru heimamenn sterkari aðilinn og tóku tveggja marka forystu sem hélst alveg til enda. Magnús Gunnar í marki Gróttu hafði nóg að gera og varði 21 af 51 skoti (41 prósent). Kollegi hans hinum megin var ekki eins iðinn og varði aðeins 6 af 37 skotum (16 prósent). Jón Ómar Gíslason í liði Gróttu varð langmarkahæstur með 10 mörk. Næstu menn á eftir skoruðu fimm mörk. Grótta hefur nú unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum tímabilsins og er í efsta sæti deildarinnar, þökk sé því að FH tapaði gegn Val. ÍBV hefur safnað fimm stigum í jafnmörgum leikjum og situr í 6. sæti. Afturelding – Fram 34-29 Að lokum fór fram leikur Aftureldingar og Fram. Jafnt framan af en Afturelding alltaf skrefi á undan. Heimamenn brunuðu svo fram úr undir lok fyrri hálfleiks og fóru með fimm marka forskot inn í búningsherbergi. Þannig héldu þeir gestunum, í hæfilegri fjarlægð, allan seinni hálfleik og sigldu sigrinum á endanum örugglega heim. Blær Hinriksson og Birgir Steinn Jónsson voru atkvæðamestir í Mosfellsbæ með 8 mörk hver.
Olís-deild karla Grótta ÍBV ÍR KA Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira