Þess vegna býð ég mig fram Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 4. október 2024 11:31 Umhverfis- og náttúruvernd. Kvenfrelsi. Félagslegt réttlæti. Friðarhyggja. Þetta eru grunnstoðirnar sem Vinstri græn byggja pólitík sína og stefnumál á. Þessum áherslum vil ég áfram vinna brautargengi í íslensku samfélagi. Ég hef verið varaformaður VG frá 2019, fyrir utan síðustu mánuði, svo ég þekki starfið vel. Ég gekk til liðs við Vinstri græn vegna áherslu hreyfingarinnar á umhverfismál og náttúruvernd. Ég menntaði mig á því sviði og hef nær alla mína starfsævi starfað í græna geiranum. Ég brenn fyrir vernd náttúru Íslands og vara við síaukinni ásókn í hálendið, víðernin okkar, heiðar og lítt raskað land. Sem umhverfisráðherra friðlýsti ég um 30 svæði, þ.m.t. Geysi, Goðafoss, Látrabjarg og Gerpissvæðið og stækkaði auk þess Vatnajökulsþjóðgarð og Snæfellsjökulsþjóðgarð umtalsvert. Ég tel friðlýsingar eitt öflugasta verkfærið í náttúruvernd. Baráttan við loftslagsbreytingar er barátta okkar allra, því loftslagið myndar umgjörðina sem mótar vistkerfin og þaðan fáum við fæði og klæði. Loftslagsmálin eru því ekki bara stærsta umhverfismálið heldur líka eitt stærsta velferðarmál þessarar aldar. Velferðarmál eru mér líka afar hugleikin, ekki síst réttindi fatlaðs fólks og örorkulífeyrisþega, en seta mín sem félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur dýpkað skilning minn og aukið baráttuþrek mitt fyrir bættum kjörum og aðstæðum þessa hóps. Að auka og viðhalda sjálfsögðum mannréttindum í heimi þar sem hægri öfgahyggju vex ásmegin er risastórt verkefni sem ég vil halda áfram að vinna að. Hér má nefna kvenfrelsi, mannréttindi hinsegin fólks, fatlaðs fólks og innflytjenda. Við sjáum aukna stéttskiptingu í íslensku samfélagi, ekki síst á meðal innflytjenda, og á henni verður að vinna bug. Friðarmálin eru mér einnig hugleikin en stríðsátökum fer fjölgandi í heiminum. Ísland á alltaf að tala fyrir friði og hafna vígvæðingu, enda ekkert jafn skaðlegt fyrir umhverfið, velferð og heilsu fólks og hernaður. Þessum málum og mörgum fleirum vil ég halda á lofti sem varaformaður VG, fái ég umboð félaga minna til þess á landsfundi okkar sem hefst í dag. Undanfarna mánuði hef ég sinnt starfi formanns VG og mikil gróska hefur verið í starfi hreyfingarinnar, nýir félagar gengið til liðs við okkur og gamlir félagar snúið aftur. Af þessu fólki er mikill liðsauki og góður heimanmundur fyrir komandi kosningar. Ég vil ásamt nýjum formanni og nýrri stjórn VG fara á fullt í að skipuleggja og undirbúa kosningaveturinn og hleypa glæðum í félagsstarfið í hreyfingunni okkar. Að mínu mati þarf Ísland sterka félagshyggjustjórn á næsta kjörtímabili og ég vil taka þátt í að koma henni á laggirnar, ef við fáum til þess stuðning í kosningum og það tekst að mynda slíka ríkisstjórn utan um málefni sem við setjum á oddinn. Þess vegna býð ég mig fram til endurkjörs sem varaformaður VG. Höfundur er frambjóðandi til varaformanns VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Umhverfis- og náttúruvernd. Kvenfrelsi. Félagslegt réttlæti. Friðarhyggja. Þetta eru grunnstoðirnar sem Vinstri græn byggja pólitík sína og stefnumál á. Þessum áherslum vil ég áfram vinna brautargengi í íslensku samfélagi. Ég hef verið varaformaður VG frá 2019, fyrir utan síðustu mánuði, svo ég þekki starfið vel. Ég gekk til liðs við Vinstri græn vegna áherslu hreyfingarinnar á umhverfismál og náttúruvernd. Ég menntaði mig á því sviði og hef nær alla mína starfsævi starfað í græna geiranum. Ég brenn fyrir vernd náttúru Íslands og vara við síaukinni ásókn í hálendið, víðernin okkar, heiðar og lítt raskað land. Sem umhverfisráðherra friðlýsti ég um 30 svæði, þ.m.t. Geysi, Goðafoss, Látrabjarg og Gerpissvæðið og stækkaði auk þess Vatnajökulsþjóðgarð og Snæfellsjökulsþjóðgarð umtalsvert. Ég tel friðlýsingar eitt öflugasta verkfærið í náttúruvernd. Baráttan við loftslagsbreytingar er barátta okkar allra, því loftslagið myndar umgjörðina sem mótar vistkerfin og þaðan fáum við fæði og klæði. Loftslagsmálin eru því ekki bara stærsta umhverfismálið heldur líka eitt stærsta velferðarmál þessarar aldar. Velferðarmál eru mér líka afar hugleikin, ekki síst réttindi fatlaðs fólks og örorkulífeyrisþega, en seta mín sem félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur dýpkað skilning minn og aukið baráttuþrek mitt fyrir bættum kjörum og aðstæðum þessa hóps. Að auka og viðhalda sjálfsögðum mannréttindum í heimi þar sem hægri öfgahyggju vex ásmegin er risastórt verkefni sem ég vil halda áfram að vinna að. Hér má nefna kvenfrelsi, mannréttindi hinsegin fólks, fatlaðs fólks og innflytjenda. Við sjáum aukna stéttskiptingu í íslensku samfélagi, ekki síst á meðal innflytjenda, og á henni verður að vinna bug. Friðarmálin eru mér einnig hugleikin en stríðsátökum fer fjölgandi í heiminum. Ísland á alltaf að tala fyrir friði og hafna vígvæðingu, enda ekkert jafn skaðlegt fyrir umhverfið, velferð og heilsu fólks og hernaður. Þessum málum og mörgum fleirum vil ég halda á lofti sem varaformaður VG, fái ég umboð félaga minna til þess á landsfundi okkar sem hefst í dag. Undanfarna mánuði hef ég sinnt starfi formanns VG og mikil gróska hefur verið í starfi hreyfingarinnar, nýir félagar gengið til liðs við okkur og gamlir félagar snúið aftur. Af þessu fólki er mikill liðsauki og góður heimanmundur fyrir komandi kosningar. Ég vil ásamt nýjum formanni og nýrri stjórn VG fara á fullt í að skipuleggja og undirbúa kosningaveturinn og hleypa glæðum í félagsstarfið í hreyfingunni okkar. Að mínu mati þarf Ísland sterka félagshyggjustjórn á næsta kjörtímabili og ég vil taka þátt í að koma henni á laggirnar, ef við fáum til þess stuðning í kosningum og það tekst að mynda slíka ríkisstjórn utan um málefni sem við setjum á oddinn. Þess vegna býð ég mig fram til endurkjörs sem varaformaður VG. Höfundur er frambjóðandi til varaformanns VG.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun