Þess vegna býð ég mig fram Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 4. október 2024 11:31 Umhverfis- og náttúruvernd. Kvenfrelsi. Félagslegt réttlæti. Friðarhyggja. Þetta eru grunnstoðirnar sem Vinstri græn byggja pólitík sína og stefnumál á. Þessum áherslum vil ég áfram vinna brautargengi í íslensku samfélagi. Ég hef verið varaformaður VG frá 2019, fyrir utan síðustu mánuði, svo ég þekki starfið vel. Ég gekk til liðs við Vinstri græn vegna áherslu hreyfingarinnar á umhverfismál og náttúruvernd. Ég menntaði mig á því sviði og hef nær alla mína starfsævi starfað í græna geiranum. Ég brenn fyrir vernd náttúru Íslands og vara við síaukinni ásókn í hálendið, víðernin okkar, heiðar og lítt raskað land. Sem umhverfisráðherra friðlýsti ég um 30 svæði, þ.m.t. Geysi, Goðafoss, Látrabjarg og Gerpissvæðið og stækkaði auk þess Vatnajökulsþjóðgarð og Snæfellsjökulsþjóðgarð umtalsvert. Ég tel friðlýsingar eitt öflugasta verkfærið í náttúruvernd. Baráttan við loftslagsbreytingar er barátta okkar allra, því loftslagið myndar umgjörðina sem mótar vistkerfin og þaðan fáum við fæði og klæði. Loftslagsmálin eru því ekki bara stærsta umhverfismálið heldur líka eitt stærsta velferðarmál þessarar aldar. Velferðarmál eru mér líka afar hugleikin, ekki síst réttindi fatlaðs fólks og örorkulífeyrisþega, en seta mín sem félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur dýpkað skilning minn og aukið baráttuþrek mitt fyrir bættum kjörum og aðstæðum þessa hóps. Að auka og viðhalda sjálfsögðum mannréttindum í heimi þar sem hægri öfgahyggju vex ásmegin er risastórt verkefni sem ég vil halda áfram að vinna að. Hér má nefna kvenfrelsi, mannréttindi hinsegin fólks, fatlaðs fólks og innflytjenda. Við sjáum aukna stéttskiptingu í íslensku samfélagi, ekki síst á meðal innflytjenda, og á henni verður að vinna bug. Friðarmálin eru mér einnig hugleikin en stríðsátökum fer fjölgandi í heiminum. Ísland á alltaf að tala fyrir friði og hafna vígvæðingu, enda ekkert jafn skaðlegt fyrir umhverfið, velferð og heilsu fólks og hernaður. Þessum málum og mörgum fleirum vil ég halda á lofti sem varaformaður VG, fái ég umboð félaga minna til þess á landsfundi okkar sem hefst í dag. Undanfarna mánuði hef ég sinnt starfi formanns VG og mikil gróska hefur verið í starfi hreyfingarinnar, nýir félagar gengið til liðs við okkur og gamlir félagar snúið aftur. Af þessu fólki er mikill liðsauki og góður heimanmundur fyrir komandi kosningar. Ég vil ásamt nýjum formanni og nýrri stjórn VG fara á fullt í að skipuleggja og undirbúa kosningaveturinn og hleypa glæðum í félagsstarfið í hreyfingunni okkar. Að mínu mati þarf Ísland sterka félagshyggjustjórn á næsta kjörtímabili og ég vil taka þátt í að koma henni á laggirnar, ef við fáum til þess stuðning í kosningum og það tekst að mynda slíka ríkisstjórn utan um málefni sem við setjum á oddinn. Þess vegna býð ég mig fram til endurkjörs sem varaformaður VG. Höfundur er frambjóðandi til varaformanns VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfis- og náttúruvernd. Kvenfrelsi. Félagslegt réttlæti. Friðarhyggja. Þetta eru grunnstoðirnar sem Vinstri græn byggja pólitík sína og stefnumál á. Þessum áherslum vil ég áfram vinna brautargengi í íslensku samfélagi. Ég hef verið varaformaður VG frá 2019, fyrir utan síðustu mánuði, svo ég þekki starfið vel. Ég gekk til liðs við Vinstri græn vegna áherslu hreyfingarinnar á umhverfismál og náttúruvernd. Ég menntaði mig á því sviði og hef nær alla mína starfsævi starfað í græna geiranum. Ég brenn fyrir vernd náttúru Íslands og vara við síaukinni ásókn í hálendið, víðernin okkar, heiðar og lítt raskað land. Sem umhverfisráðherra friðlýsti ég um 30 svæði, þ.m.t. Geysi, Goðafoss, Látrabjarg og Gerpissvæðið og stækkaði auk þess Vatnajökulsþjóðgarð og Snæfellsjökulsþjóðgarð umtalsvert. Ég tel friðlýsingar eitt öflugasta verkfærið í náttúruvernd. Baráttan við loftslagsbreytingar er barátta okkar allra, því loftslagið myndar umgjörðina sem mótar vistkerfin og þaðan fáum við fæði og klæði. Loftslagsmálin eru því ekki bara stærsta umhverfismálið heldur líka eitt stærsta velferðarmál þessarar aldar. Velferðarmál eru mér líka afar hugleikin, ekki síst réttindi fatlaðs fólks og örorkulífeyrisþega, en seta mín sem félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur dýpkað skilning minn og aukið baráttuþrek mitt fyrir bættum kjörum og aðstæðum þessa hóps. Að auka og viðhalda sjálfsögðum mannréttindum í heimi þar sem hægri öfgahyggju vex ásmegin er risastórt verkefni sem ég vil halda áfram að vinna að. Hér má nefna kvenfrelsi, mannréttindi hinsegin fólks, fatlaðs fólks og innflytjenda. Við sjáum aukna stéttskiptingu í íslensku samfélagi, ekki síst á meðal innflytjenda, og á henni verður að vinna bug. Friðarmálin eru mér einnig hugleikin en stríðsátökum fer fjölgandi í heiminum. Ísland á alltaf að tala fyrir friði og hafna vígvæðingu, enda ekkert jafn skaðlegt fyrir umhverfið, velferð og heilsu fólks og hernaður. Þessum málum og mörgum fleirum vil ég halda á lofti sem varaformaður VG, fái ég umboð félaga minna til þess á landsfundi okkar sem hefst í dag. Undanfarna mánuði hef ég sinnt starfi formanns VG og mikil gróska hefur verið í starfi hreyfingarinnar, nýir félagar gengið til liðs við okkur og gamlir félagar snúið aftur. Af þessu fólki er mikill liðsauki og góður heimanmundur fyrir komandi kosningar. Ég vil ásamt nýjum formanni og nýrri stjórn VG fara á fullt í að skipuleggja og undirbúa kosningaveturinn og hleypa glæðum í félagsstarfið í hreyfingunni okkar. Að mínu mati þarf Ísland sterka félagshyggjustjórn á næsta kjörtímabili og ég vil taka þátt í að koma henni á laggirnar, ef við fáum til þess stuðning í kosningum og það tekst að mynda slíka ríkisstjórn utan um málefni sem við setjum á oddinn. Þess vegna býð ég mig fram til endurkjörs sem varaformaður VG. Höfundur er frambjóðandi til varaformanns VG.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun