„Þá er ég mjög heimskur þjálfari“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. október 2024 13:45 Slot var hress á blaðamannafundi fyrir leik morgundagsins. Carl Recine/Getty Images Liverpool á fyrir höndum enn einn hádegisleik liðsins í ensku úrvalsdeildinni er það sækir Crystal Palace heim á Selhurst Park á morgun. Jurgen Klopp kvartaði gjarnan undan því við fjölmiðla en eftirmaður hans í starfi nálgast það öðruvísi. Klopp var gjarn á að kvarta yfir því að eiga leik í hádegi á laugardegi sem gerðist reglulega þegar Liverpool hafði spilað Evrópuleik í miðri viku. TNT Sport (áður BT Sport) er rásin sem á réttinn á hádegisleikjum á Bretlandi og getur pantað þá leiki sem stöðin vill og virðist Liverpool oft hafa orðið fyrir valinu. Reglur ensku úrvalsdeildarinnar segja til um að lið sem spiluðu útileik í Evrópukeppni megi ekki spila í hádegi á laugardegi og TNT því heimilt að velja Liverpool í hvert skipti sem félagið leikur á Anfield í miðri viku. „Almennt er það þannig í hollensku deildinni, þar sem ég var, að menn eru meðvitaðri um þetta og reyna að hjálpa liðunum meira en hér. En sanngirninnar vegna gagnvart enska knattspyrnusambandinu er leikjaálagið meira hér en þar,“ segir Slot um málið. „Ég held líka að þetta hafi með fjölmiðlana að gera. Það er ástæðan fyrir því að við spilum oft í hádeginu því sjónvarpsstöðvarnar geta valið sér lið og í níu af hverjum tíu skiptum velja menn Liverpool,“ bætir hann við. Útivellirnir málið fremur en tímasetningin Gengi Púllara hefur verið misjafnt í hádegisleikjunum en þá leiki spilar liðið gjarnan á útivelli. Slot segir það hafa meira að gera en tímasetninguna. „Við unnum aðeins 10 af 18 útileikjum á síðasta tímabili. Það er hægt að tala um að illa gangi þegar leikirnir eru í hádeginu eða að það sé erfitt að spila á útivelli. Ég held það hafi með það síðarnefnda að gera í þessari sterku deild,“ „Ef 12:30 væri erfiður tími til að sýna sitt rétta andlit, þá er ég mjög heimskur þjálfari vegna þess að við æfum klukkan 12 á hverjum degi! Ég sé ekki pælinguna á bakvið það að erfiðara sé að gera vel á þessum tíma,“ segir Slot. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Fleiri fréttir Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Sjá meira
Klopp var gjarn á að kvarta yfir því að eiga leik í hádegi á laugardegi sem gerðist reglulega þegar Liverpool hafði spilað Evrópuleik í miðri viku. TNT Sport (áður BT Sport) er rásin sem á réttinn á hádegisleikjum á Bretlandi og getur pantað þá leiki sem stöðin vill og virðist Liverpool oft hafa orðið fyrir valinu. Reglur ensku úrvalsdeildarinnar segja til um að lið sem spiluðu útileik í Evrópukeppni megi ekki spila í hádegi á laugardegi og TNT því heimilt að velja Liverpool í hvert skipti sem félagið leikur á Anfield í miðri viku. „Almennt er það þannig í hollensku deildinni, þar sem ég var, að menn eru meðvitaðri um þetta og reyna að hjálpa liðunum meira en hér. En sanngirninnar vegna gagnvart enska knattspyrnusambandinu er leikjaálagið meira hér en þar,“ segir Slot um málið. „Ég held líka að þetta hafi með fjölmiðlana að gera. Það er ástæðan fyrir því að við spilum oft í hádeginu því sjónvarpsstöðvarnar geta valið sér lið og í níu af hverjum tíu skiptum velja menn Liverpool,“ bætir hann við. Útivellirnir málið fremur en tímasetningin Gengi Púllara hefur verið misjafnt í hádegisleikjunum en þá leiki spilar liðið gjarnan á útivelli. Slot segir það hafa meira að gera en tímasetninguna. „Við unnum aðeins 10 af 18 útileikjum á síðasta tímabili. Það er hægt að tala um að illa gangi þegar leikirnir eru í hádeginu eða að það sé erfitt að spila á útivelli. Ég held það hafi með það síðarnefnda að gera í þessari sterku deild,“ „Ef 12:30 væri erfiður tími til að sýna sitt rétta andlit, þá er ég mjög heimskur þjálfari vegna þess að við æfum klukkan 12 á hverjum degi! Ég sé ekki pælinguna á bakvið það að erfiðara sé að gera vel á þessum tíma,“ segir Slot.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Fleiri fréttir Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Sjá meira