„Hann hverfur ofan í jörðina“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. október 2024 19:27 Þorri Sebastian, Álfheiður amma hans og Björgvin Gunnar faðir hans. Vísir/Vésteinn Aðstandendur tveggja ára drengs sem datt ofan í meira en tveggja metra djúpa holu í gær segjast enn vera að jafna sig. Mikil heppni sé að drengurinn hafi ekki slasast og ljóst að aðbúnaður sé ekki samkvæmt lögum. Holan sem drengurinn datt ofan í er fyrir utan fjölbýlishús í Urriðaholti í Garðabæ. Yfir holunni er ekkert nema lítið lok, sem er laust. Eins og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan er ansi lítið mál að taka það af holunni. Drengurinn, sem heitir Þorri Sebastian, var í göngutúr með ömmu sinni þegar hann datt ofan í holuna. „Ég labba eftir gangstígnum, og hann fer hérna upp á þetta hér. Ég er þara hinum megin. Svo allt í einu sé ég bara lokið reisast upp eins og ruslatunnu þar sem þú getur velt lokinu, og hann hverfur ofan í jörðina,“ segir Álfheiður Sigfúsdóttir, amma Þorra. Hér sjáum við ofan í holuna. Ástæða þess að illa sést til botns er sú að hún er djúp og ofan í henni er dimmt.Vísir/Ívar Fannar Af dýpt hennar að dæma verður að teljast ólíklegt að fullorðin manneskja kæmist upp úr henni hjálparlaust, svo ekki sé minnst á tveggja ára barn. Álfheiður hringdi í Neyðarlínuna, og segir slökkviliðið hafa verið fljótt á staðinn til að ná Þorra aftur upp. Slysagildra sem verði að bregðast við Þorri slasaðist ekki, sem faðir hans segir ótrúlegt. „Það er eiginlega heppni að það hafi ekki orðið slys. Það gæti orðið hér slys í framtíðinni ef það er ekkert gert,“ segir Björgvin Gunnar Björgvinsson, faðir Þorra. Hann áætlar að hann hafi verið tíu mínútur á leiðinni frá því hann frétti af atvikinu, en þá hafi verið búið að ná Þorra upp úr holunni. Auðvelt er að lyfta lokinu af holunni, en þegar Þorri steig á það þá snerist það og hann datt ofan í.Vísir/Ívar Fannar Ykkur er væntanlega ansi brugðið við þetta, þó honum hafi ekki orðið meint af? „Já, við erum enn að jafna okkur myndi ég segja. Ég svaf ekkert í nótt, þannig lagað séð. Við erum öll illa sofin,“ segir Björgvin. „Ég er enn að jafna mig eftir þetta,“ bætir Álfheiður við. Verra ef barn væri eitt á ferð Björgvin segist hafa fengið þær upplýsingar frá viðbragðsaðilum að frágangurinn á svæðinu sé ekki fullnægjandi samkvæmt lögum. „Því það þarf að setja yfir þetta þannig að það sé ekki hægt að opna þetta bara með höndunum. Þú átt að þurfa sérstök tæki og tól til þess að geta opnað þetta,“ segir hann. Í raun megi segja það lán í óláni að svona ungt barn hafi fallið ofan í holuna, og verið í fylgd með fullorðnum. „Heldur en kannski fimm, sex ára, sem eru kannski að labba ein. Lokið fellur svona, leggst ofan á hann og þá bara heyrist ekkert og hann er bara í myrkrinu,“ segir Björgvin. Börn og uppeldi Slysavarnir Slökkvilið Garðabær Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
Holan sem drengurinn datt ofan í er fyrir utan fjölbýlishús í Urriðaholti í Garðabæ. Yfir holunni er ekkert nema lítið lok, sem er laust. Eins og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan er ansi lítið mál að taka það af holunni. Drengurinn, sem heitir Þorri Sebastian, var í göngutúr með ömmu sinni þegar hann datt ofan í holuna. „Ég labba eftir gangstígnum, og hann fer hérna upp á þetta hér. Ég er þara hinum megin. Svo allt í einu sé ég bara lokið reisast upp eins og ruslatunnu þar sem þú getur velt lokinu, og hann hverfur ofan í jörðina,“ segir Álfheiður Sigfúsdóttir, amma Þorra. Hér sjáum við ofan í holuna. Ástæða þess að illa sést til botns er sú að hún er djúp og ofan í henni er dimmt.Vísir/Ívar Fannar Af dýpt hennar að dæma verður að teljast ólíklegt að fullorðin manneskja kæmist upp úr henni hjálparlaust, svo ekki sé minnst á tveggja ára barn. Álfheiður hringdi í Neyðarlínuna, og segir slökkviliðið hafa verið fljótt á staðinn til að ná Þorra aftur upp. Slysagildra sem verði að bregðast við Þorri slasaðist ekki, sem faðir hans segir ótrúlegt. „Það er eiginlega heppni að það hafi ekki orðið slys. Það gæti orðið hér slys í framtíðinni ef það er ekkert gert,“ segir Björgvin Gunnar Björgvinsson, faðir Þorra. Hann áætlar að hann hafi verið tíu mínútur á leiðinni frá því hann frétti af atvikinu, en þá hafi verið búið að ná Þorra upp úr holunni. Auðvelt er að lyfta lokinu af holunni, en þegar Þorri steig á það þá snerist það og hann datt ofan í.Vísir/Ívar Fannar Ykkur er væntanlega ansi brugðið við þetta, þó honum hafi ekki orðið meint af? „Já, við erum enn að jafna okkur myndi ég segja. Ég svaf ekkert í nótt, þannig lagað séð. Við erum öll illa sofin,“ segir Björgvin. „Ég er enn að jafna mig eftir þetta,“ bætir Álfheiður við. Verra ef barn væri eitt á ferð Björgvin segist hafa fengið þær upplýsingar frá viðbragðsaðilum að frágangurinn á svæðinu sé ekki fullnægjandi samkvæmt lögum. „Því það þarf að setja yfir þetta þannig að það sé ekki hægt að opna þetta bara með höndunum. Þú átt að þurfa sérstök tæki og tól til þess að geta opnað þetta,“ segir hann. Í raun megi segja það lán í óláni að svona ungt barn hafi fallið ofan í holuna, og verið í fylgd með fullorðnum. „Heldur en kannski fimm, sex ára, sem eru kannski að labba ein. Lokið fellur svona, leggst ofan á hann og þá bara heyrist ekkert og hann er bara í myrkrinu,“ segir Björgvin.
Börn og uppeldi Slysavarnir Slökkvilið Garðabær Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira