Næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Ten Hag Aron Guðmundsson skrifar 7. október 2024 09:28 Erik ten Hag er knattspyrnustjóri Manchester United Vísir/Getty Í skugga verstu byrjunar Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í sögunni á yfirstandandi tímabili er pressan farin að verða meiri og meiri á knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. Fyrrum leikmaður Manchester United segir næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Hollendinginn. Manchester United stöðvaði blæðinguna í ensku úrvalsdeildinni með markalausu jafntefli á útivelli gegn Aston Villa um nýliðna helgi. Úrslit sem að stuðningsmenn hefðu tekið fyrir leik að mati Gary Neville. Rauðu djöflarnir hafa nú aðeins unnið þrjá leiki af fyrstu tíu í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili og sitja með átta stig af tuttugu og einu stigi mögulegu. „Þetta er lítið skref fram á við,“ segir Neville á Sky Sports um úrslitin hjá Manchester United um nýliðna helgi. „Eftir leik sér maður léttinn hjá Erik ten Hag vegna þess að þessi úrslit kaupa honum tíma næstu vikurnar.“ Þrátt fyrir þessi úrslit hefur Manchester United aldrei byrjað tímabil í ensku úrvalsdeildinni eins illa og núna en fyrir tímabilið var samningur Ten Hag við félagið endurnýjaður. Mennirnir sem tóku þá ákvörðun. Fulltrúar INEOS samsteypunnar auk framkvæmdastjórans Omar Berrada sem og yfirmanni knattspyrnumála Dan Ashworth voru allir á Villa Park um helgina. Neville segir það alveg ljóst að þessir menn munu ekki vilja semja um starfslok við Ten Hag á næstunni þegar svo stutt er frá því að hann framlengdi samning sinn. „Þeir vilja af fremsta megni reyna að komast hjá slíkri ákvörðun á þessu tímabili. Ekkert félag vill fara í knattspyrnustjóra breytingar á miðju tímabili...Félagið tók þá ákvörðun að treysta Ten Hag fyrir verkinu. Nú verða forráðamenn þess bara að bíða og vona að gæfan verði þeim hliðholl næstu vikurnar.“ Nú tekur við landsleikjahlé í öllum helstu deildum Evrópu. Svo hefst keppni aftur í deildunum áður en að annað landsleikjahlé tekur við um miðbik nóvember. „Ef Manchester United verður áfram í 13. eða 14.sæti í ensku úrvalsdeildinni þá tel ég að pressan verði orðin gífurleg. Næstu vikur eru gríðarlega mikilvægar upp á það að gera að Manchester United nái skriðþunga og að Ten Hag haldi starfi sínu.“ Segir Neville og hann bendir á að enginn stuðningsmaður Manchester United vilji sjá Erik Ten Hag rekinn. „Það myndi bara verða framhald á þeirri stöðu sem hefur verið ríkjandi hjá Manchester United undanfarin tíu til tólf ár.“ Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Manchester United stöðvaði blæðinguna í ensku úrvalsdeildinni með markalausu jafntefli á útivelli gegn Aston Villa um nýliðna helgi. Úrslit sem að stuðningsmenn hefðu tekið fyrir leik að mati Gary Neville. Rauðu djöflarnir hafa nú aðeins unnið þrjá leiki af fyrstu tíu í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili og sitja með átta stig af tuttugu og einu stigi mögulegu. „Þetta er lítið skref fram á við,“ segir Neville á Sky Sports um úrslitin hjá Manchester United um nýliðna helgi. „Eftir leik sér maður léttinn hjá Erik ten Hag vegna þess að þessi úrslit kaupa honum tíma næstu vikurnar.“ Þrátt fyrir þessi úrslit hefur Manchester United aldrei byrjað tímabil í ensku úrvalsdeildinni eins illa og núna en fyrir tímabilið var samningur Ten Hag við félagið endurnýjaður. Mennirnir sem tóku þá ákvörðun. Fulltrúar INEOS samsteypunnar auk framkvæmdastjórans Omar Berrada sem og yfirmanni knattspyrnumála Dan Ashworth voru allir á Villa Park um helgina. Neville segir það alveg ljóst að þessir menn munu ekki vilja semja um starfslok við Ten Hag á næstunni þegar svo stutt er frá því að hann framlengdi samning sinn. „Þeir vilja af fremsta megni reyna að komast hjá slíkri ákvörðun á þessu tímabili. Ekkert félag vill fara í knattspyrnustjóra breytingar á miðju tímabili...Félagið tók þá ákvörðun að treysta Ten Hag fyrir verkinu. Nú verða forráðamenn þess bara að bíða og vona að gæfan verði þeim hliðholl næstu vikurnar.“ Nú tekur við landsleikjahlé í öllum helstu deildum Evrópu. Svo hefst keppni aftur í deildunum áður en að annað landsleikjahlé tekur við um miðbik nóvember. „Ef Manchester United verður áfram í 13. eða 14.sæti í ensku úrvalsdeildinni þá tel ég að pressan verði orðin gífurleg. Næstu vikur eru gríðarlega mikilvægar upp á það að gera að Manchester United nái skriðþunga og að Ten Hag haldi starfi sínu.“ Segir Neville og hann bendir á að enginn stuðningsmaður Manchester United vilji sjá Erik Ten Hag rekinn. „Það myndi bara verða framhald á þeirri stöðu sem hefur verið ríkjandi hjá Manchester United undanfarin tíu til tólf ár.“
Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira