Alvarleg staða á leikskólunum sem þurfi að taka á tafarlaust Bjarki Sigurðsson skrifar 8. október 2024 12:18 Marta segir manneklu á leikskólunum alvarlegt mál. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir mikla starfsmannaveltu á leikskólum borgarinnar vera alvarlegt vandamál sem þurfi að taka á tafarlaust. Hún vill að leitað verði nýrra leiða í leikskólamálum og Kópavogsmódelið tekið upp. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að samkvæmt nýlegum tölum aukist starfsmannavelta á leikskólum borgarinnar ár frá ári. Reynslumiklir starfsmenn fari úr starfi vegna álags og slæmra vinnuaðstæðna sem meðal annars megi rekja til manneklu á leikskólunum. Þegar ítrekað sé verið að ráða inn nýja starfsmenn fyrir þá sem leita annað tapist mikil þekking og mikill tími fari í þjálfun og aðlögun starfsmanna. „Þetta kemur niður á inntöku barna í leikskóla. Það hefur þurft að loka deildum og senda börnin fyrr heim. Þessi mikla starfsmannavelta og mannekla í leikskólunum hefur líka orðið til þess að það er ekki hægt að nýta 140 pláss. Síðan hefur ekki verið hægt að nýta 363 pláss á leikskólum vegna viðhaldsleysis og framkvæmda. Þetta gerir um fimm hundruð pláss sem við getum ekki nýtt og það samsvarar því að allt að sjö leikskólar væru ekki starfandi eða lokaðir,“ segir Marta. Marta Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Mikið álag bætist á starfsmenn þegar manneklan er eins mikil og hún er á leikskólunum. „Starfsumhverfið í leikskólunum hefur verið ansi dapurt. Við höfum heyrt ansi margar fréttir af mjög slæmu ástandi leikskóla og loka hefur þurft leikskólum,“ segir Marta. Marta hefur lagt fram tillögur til að taka á vandanum hjá ráðum borgarinnar en þær ávallt felldar. „Það hefur ekki verið vilji til þess að prófa nýjar lausnir og leiðir þrátt fyrir að það hafi gefist vel í öðrum sveitarfélögum, eins og til að mynda í Kópavogi. Þar hefur það gefið góða raun og það hefur verið hægt að opna deildir þar sem hafa verið lokaðar. Staðan er alvarleg og það verður að taka á þessu vandamáli tafarlaust,“ segir Marta. Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Vinnumarkaður Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Sjá meira
Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að samkvæmt nýlegum tölum aukist starfsmannavelta á leikskólum borgarinnar ár frá ári. Reynslumiklir starfsmenn fari úr starfi vegna álags og slæmra vinnuaðstæðna sem meðal annars megi rekja til manneklu á leikskólunum. Þegar ítrekað sé verið að ráða inn nýja starfsmenn fyrir þá sem leita annað tapist mikil þekking og mikill tími fari í þjálfun og aðlögun starfsmanna. „Þetta kemur niður á inntöku barna í leikskóla. Það hefur þurft að loka deildum og senda börnin fyrr heim. Þessi mikla starfsmannavelta og mannekla í leikskólunum hefur líka orðið til þess að það er ekki hægt að nýta 140 pláss. Síðan hefur ekki verið hægt að nýta 363 pláss á leikskólum vegna viðhaldsleysis og framkvæmda. Þetta gerir um fimm hundruð pláss sem við getum ekki nýtt og það samsvarar því að allt að sjö leikskólar væru ekki starfandi eða lokaðir,“ segir Marta. Marta Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Mikið álag bætist á starfsmenn þegar manneklan er eins mikil og hún er á leikskólunum. „Starfsumhverfið í leikskólunum hefur verið ansi dapurt. Við höfum heyrt ansi margar fréttir af mjög slæmu ástandi leikskóla og loka hefur þurft leikskólum,“ segir Marta. Marta hefur lagt fram tillögur til að taka á vandanum hjá ráðum borgarinnar en þær ávallt felldar. „Það hefur ekki verið vilji til þess að prófa nýjar lausnir og leiðir þrátt fyrir að það hafi gefist vel í öðrum sveitarfélögum, eins og til að mynda í Kópavogi. Þar hefur það gefið góða raun og það hefur verið hægt að opna deildir þar sem hafa verið lokaðar. Staðan er alvarleg og það verður að taka á þessu vandamáli tafarlaust,“ segir Marta.
Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Vinnumarkaður Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Sjá meira