Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. október 2024 20:01 Thelma Rún er Einhleypan á Vísi. „Ég er lúði en gella og mikil stemningskona. Ég er skáti og björgunarsveitakona. Ég elska útivist og dýrka líka að fara út að borða eða í drykk með vinkonum mínum. Ég kann ekki að slaka á, en er að æfa mig,“ segir Thelma Rún Van Erven í viðtali við Makamál. Thelma er 33 ára, hálf hollensk og hálf íslensk. Hún er fædd og uppalin í Garðabæ en vill þó meina að hún sé ekki þessi stereótýpískur Garðbæingur. Nýverið ákvað Thelma að elta langþráðan draum og flutti til Akureyrar þar sem hún starfar sem sálfræðingur. „Mig var farið að vanta tilbreytingu í lífið og bauðst vinna á Akureyri þannig ég sló bara til! Varðandi framtíðina, þá verður það bara að koma í ljós,“ segir Thelma. Hér að neðan svarar Thelma Rún spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Aldur? Ég verð 33 ára í lok október. Starf? Sálfræðingur í skólaþjónustu. Menntun? Meistaragráða í klínískri sálfræði. Áhugamál? Skíði (allar tegundir), hjól, hlaup, fjallgöngur, útilegur, ferðalög, að prjóna og lesa. Gælunafn eða hliðarsjálf? T-dog. Aldur í anda? Fyrsta instinct var að svara 28 ára en svo passa áhugamálin mín kannski betur einhverjum sem er 45 ára, þannig ætli ég sé ekki bara sirka 33 ára í anda líka. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Það kemur kannski hugsanlega mögulega stundum fyrir. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Félagslynd, dugleg og traust Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Flirty, metnaðarfull og stuðpinni (ég spurði þær). Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Að detta, í öllum mögulegum aðstæðum. Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Mig langar að svara einhverju kúl eða skemmtilegu, eins og fjallageit eða api. Ég held samt að ég væri panda, krúttlegur klaufi. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Leitin að ást, innri ró og öllu því sem ég týni. Ertu A eða B týpa? A mínus. Mér finnst mjög gott að fara snemma að sofa en vil samt ekki vakna fyrr en 8/9. Hvernig viltu eggin þín? Sunny side up. Hvernig viltu kaffið þitt? Svart. Guilty pleasure kvikmynd? Ég veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín eða hvort ég horfi bara á svona góðar myndir, en mér dettur engin í hug, það er samt líklegast fyrri ástæðan. Einhver söngtexti sem þú hefur alltaf sungið vitlaust? Ég hélt lengi að þegar það er sungið „Feed the world“ í laginu „Do they know it‘s christmas?“ að þau væru að segja „Feeeeeeeveeeer“. Hvað ertu að hámhorfa á? Nobody wants this. Hvaða bók lastu síðast? Kalmann, mæli með. Syngur þú í sturtu? Nei ég er svo ótrúlega mikið að hugsa og muna allt það sem ég gleymdi að ég ætti að vera búin að gera að ég hef ekki tíma til þess. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Sitja á löngum tilgangslausum fundum. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Svo margt! Ferðast og heimsækja nýja staði, skíði, fjallgöngur og tjaldútilegur, og bara hanga með vinkonum mínum. Síðan finnst mér vinnan mín reyndar líka æðisleg. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Freud, Braga Pál og Hermione Granger. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Zac Efron og Adam Brody (er reyndar ennþá skotin í þeim báðum). Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Metnaður, ævintýragirni og einlægni. Mér finnst líka mjög heillandi þegar einhver er handlaginn og hugsar vel um heilsuna. En óheillandi? Neikvæðni, dónaskapur og hroki. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Í Reykjavík, Röntgen. Á Akureyri, Götubarinn. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Instagram! Ertu á stefnumótaforritum? Já ég var að skrá mig á Tinder, ætla að sjá hvað Akureyri hefur upp á að bjóða. Draumastefnumótið? Ævintýri og út fyrir bæjarmörkin. Kannski fjallganga, gott nesti og náttúrulaug. Hvað er ást? Þegar stórt er spurt! Ást er tenging við aðra manneskju sem þú deilir gildum með og þykir vænt um. Ást er að elska einhvern nákvæmlega eins og viðkomandi er, með öllum sínum kostum og göllum. Ertu með einhvern bucket lista? Ég er ekki með hann formlega skrifaðan niður en það er mjög margt sem mig langar að gera og áorka í lífinu Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Framúrskarandi sálfræðingur að upplifa ævintýri með maka og börnum (og að ég eigi jeppa). Áttu einhverja sögu af vandræðalegu stefnumóti? Jááá en af virðingu við viðkomandi þá fær sú saga ekki að fara á netið. Einhleypan er fastur liður á Lífinu á Vísi. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Einhleypunni á svavam@stod2.is. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Áhrifavaldurinn og ofurskvísan Guðrún Svava Egilsdóttir, jafnan þekkt fyrir Instagram nafn sitt Gugga í gúmmíbát, segir draumastefnumótið felast í óvæntri ferð til borg ástarinnar, Parísar í Frakklandi. Gugga er einhleypa mánaðarins hér á lífinu á Vísi. 1. september 2024 20:03 Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Athafnakonan, förðunarfræðingurinn og áhrifavaldurinn Heiðdís Rós Reynisdóttir er búsett í Miami í Bandaríkjunum. Hún horfir björtum augum á framtíðina ætlar sér að verða fyrsta íslenska konan sem kemst á lista Forbes. 17. mars 2024 21:12 Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Listakonan og leikstjórinn Anna Maggý lítur björtum augum á framtíðina og nýja árið sem mun einkennast af skemmtilegum verkefnum, ferðalögum og leit að fljúgandi furðuhlutum (e.UFO hunt). 20. febrúar 2024 21:04 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Spurning vikunnar: Hver er helsta ástæða rifrildis við maka? Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Einhleypan: Með meistaragráðu í að njóta lífsins Makamál Ríma-búið-bless Makamál Einhleypan: Dóra Júlía leitar að því ósýnilega Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Thelma er 33 ára, hálf hollensk og hálf íslensk. Hún er fædd og uppalin í Garðabæ en vill þó meina að hún sé ekki þessi stereótýpískur Garðbæingur. Nýverið ákvað Thelma að elta langþráðan draum og flutti til Akureyrar þar sem hún starfar sem sálfræðingur. „Mig var farið að vanta tilbreytingu í lífið og bauðst vinna á Akureyri þannig ég sló bara til! Varðandi framtíðina, þá verður það bara að koma í ljós,“ segir Thelma. Hér að neðan svarar Thelma Rún spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Aldur? Ég verð 33 ára í lok október. Starf? Sálfræðingur í skólaþjónustu. Menntun? Meistaragráða í klínískri sálfræði. Áhugamál? Skíði (allar tegundir), hjól, hlaup, fjallgöngur, útilegur, ferðalög, að prjóna og lesa. Gælunafn eða hliðarsjálf? T-dog. Aldur í anda? Fyrsta instinct var að svara 28 ára en svo passa áhugamálin mín kannski betur einhverjum sem er 45 ára, þannig ætli ég sé ekki bara sirka 33 ára í anda líka. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Það kemur kannski hugsanlega mögulega stundum fyrir. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Félagslynd, dugleg og traust Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Flirty, metnaðarfull og stuðpinni (ég spurði þær). Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Að detta, í öllum mögulegum aðstæðum. Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Mig langar að svara einhverju kúl eða skemmtilegu, eins og fjallageit eða api. Ég held samt að ég væri panda, krúttlegur klaufi. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Leitin að ást, innri ró og öllu því sem ég týni. Ertu A eða B týpa? A mínus. Mér finnst mjög gott að fara snemma að sofa en vil samt ekki vakna fyrr en 8/9. Hvernig viltu eggin þín? Sunny side up. Hvernig viltu kaffið þitt? Svart. Guilty pleasure kvikmynd? Ég veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín eða hvort ég horfi bara á svona góðar myndir, en mér dettur engin í hug, það er samt líklegast fyrri ástæðan. Einhver söngtexti sem þú hefur alltaf sungið vitlaust? Ég hélt lengi að þegar það er sungið „Feed the world“ í laginu „Do they know it‘s christmas?“ að þau væru að segja „Feeeeeeeveeeer“. Hvað ertu að hámhorfa á? Nobody wants this. Hvaða bók lastu síðast? Kalmann, mæli með. Syngur þú í sturtu? Nei ég er svo ótrúlega mikið að hugsa og muna allt það sem ég gleymdi að ég ætti að vera búin að gera að ég hef ekki tíma til þess. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Sitja á löngum tilgangslausum fundum. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Svo margt! Ferðast og heimsækja nýja staði, skíði, fjallgöngur og tjaldútilegur, og bara hanga með vinkonum mínum. Síðan finnst mér vinnan mín reyndar líka æðisleg. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Freud, Braga Pál og Hermione Granger. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Zac Efron og Adam Brody (er reyndar ennþá skotin í þeim báðum). Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Metnaður, ævintýragirni og einlægni. Mér finnst líka mjög heillandi þegar einhver er handlaginn og hugsar vel um heilsuna. En óheillandi? Neikvæðni, dónaskapur og hroki. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Í Reykjavík, Röntgen. Á Akureyri, Götubarinn. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Instagram! Ertu á stefnumótaforritum? Já ég var að skrá mig á Tinder, ætla að sjá hvað Akureyri hefur upp á að bjóða. Draumastefnumótið? Ævintýri og út fyrir bæjarmörkin. Kannski fjallganga, gott nesti og náttúrulaug. Hvað er ást? Þegar stórt er spurt! Ást er tenging við aðra manneskju sem þú deilir gildum með og þykir vænt um. Ást er að elska einhvern nákvæmlega eins og viðkomandi er, með öllum sínum kostum og göllum. Ertu með einhvern bucket lista? Ég er ekki með hann formlega skrifaðan niður en það er mjög margt sem mig langar að gera og áorka í lífinu Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Framúrskarandi sálfræðingur að upplifa ævintýri með maka og börnum (og að ég eigi jeppa). Áttu einhverja sögu af vandræðalegu stefnumóti? Jááá en af virðingu við viðkomandi þá fær sú saga ekki að fara á netið. Einhleypan er fastur liður á Lífinu á Vísi. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Einhleypunni á svavam@stod2.is.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Áhrifavaldurinn og ofurskvísan Guðrún Svava Egilsdóttir, jafnan þekkt fyrir Instagram nafn sitt Gugga í gúmmíbát, segir draumastefnumótið felast í óvæntri ferð til borg ástarinnar, Parísar í Frakklandi. Gugga er einhleypa mánaðarins hér á lífinu á Vísi. 1. september 2024 20:03 Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Athafnakonan, förðunarfræðingurinn og áhrifavaldurinn Heiðdís Rós Reynisdóttir er búsett í Miami í Bandaríkjunum. Hún horfir björtum augum á framtíðina ætlar sér að verða fyrsta íslenska konan sem kemst á lista Forbes. 17. mars 2024 21:12 Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Listakonan og leikstjórinn Anna Maggý lítur björtum augum á framtíðina og nýja árið sem mun einkennast af skemmtilegum verkefnum, ferðalögum og leit að fljúgandi furðuhlutum (e.UFO hunt). 20. febrúar 2024 21:04 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Spurning vikunnar: Hver er helsta ástæða rifrildis við maka? Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Einhleypan: Með meistaragráðu í að njóta lífsins Makamál Ríma-búið-bless Makamál Einhleypan: Dóra Júlía leitar að því ósýnilega Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Áhrifavaldurinn og ofurskvísan Guðrún Svava Egilsdóttir, jafnan þekkt fyrir Instagram nafn sitt Gugga í gúmmíbát, segir draumastefnumótið felast í óvæntri ferð til borg ástarinnar, Parísar í Frakklandi. Gugga er einhleypa mánaðarins hér á lífinu á Vísi. 1. september 2024 20:03
Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Athafnakonan, förðunarfræðingurinn og áhrifavaldurinn Heiðdís Rós Reynisdóttir er búsett í Miami í Bandaríkjunum. Hún horfir björtum augum á framtíðina ætlar sér að verða fyrsta íslenska konan sem kemst á lista Forbes. 17. mars 2024 21:12
Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Listakonan og leikstjórinn Anna Maggý lítur björtum augum á framtíðina og nýja árið sem mun einkennast af skemmtilegum verkefnum, ferðalögum og leit að fljúgandi furðuhlutum (e.UFO hunt). 20. febrúar 2024 21:04