Ríkisstarfsmenn ofmetnir um fimm þúsund Jón Þór Stefánsson skrifar 9. október 2024 13:37 Bjarni Benediktsson greinir frá málinu á Facebook-síðu sinni. Vísir/Vilhelm Fimm þúsund manns skráðir í fæðingarorlof voru ranglega taldir sem ríkisstarfsmenn í opinberum gögnum Hagstofunnar. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir villur sem þessar í opinberum gögnum vera hið versta mál og vill bæta hagskýrslugerð. Bjarni greinir frá fimm þúsund manna ofmatinu á Facebook, en tekur fram að gögnin komi fram í sérvinnslu sem hann hafi óskað eftir í framhaldi af opinberum tölum Hagstofunnar um umsvif á vinnumarkaði í júlí. „Undanfarið ár hefur tæplega 90% fjölgunar á vinnumarkaði raunar verið í einkageiranum, þvert á það sem reglulega er haldið fram í opinberri umræðu. Hlutfallsleg fjölgun í einkageiranum og hjá hinu opinbera er nokkurn veginn sú sama - um 1%,“ skrifar hann. „Villur í opinberum gögnum eru hið versta mál, ekki síst þegar þær verða grundvöllur umræðu um útþenslu hins opinbera sem enginn fótur reynist fyrir. Eða þegar hagvöxtur er vanmetinn um það sem nemur hagvexti í eðlilegu árferði.“ Bjarni segir mikilvægt að fjölmiðlar og almenningur sýni stjórnvöldum aðhald þegar kemur að útþenslu hins opinbera. Aðhald í ríkisrekstrinum sé yfirlýst forgangsmál stjórnvalda, til að styðja við áframhaldandi lækkun verðbólgu og vaxta. „En þegar gögnin standast ekki skoðun, þá gerir umræðan það ekki heldur.“ Bjarni segir að á þessum grundvelli hafi hann komið af stað vinnu til að bæta opinbera hagskýrslugerð. „Röng gögn geta nefnilega verið verri en engin og þangað viljum við ekki fara.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fæðingarorlof Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira
Bjarni greinir frá fimm þúsund manna ofmatinu á Facebook, en tekur fram að gögnin komi fram í sérvinnslu sem hann hafi óskað eftir í framhaldi af opinberum tölum Hagstofunnar um umsvif á vinnumarkaði í júlí. „Undanfarið ár hefur tæplega 90% fjölgunar á vinnumarkaði raunar verið í einkageiranum, þvert á það sem reglulega er haldið fram í opinberri umræðu. Hlutfallsleg fjölgun í einkageiranum og hjá hinu opinbera er nokkurn veginn sú sama - um 1%,“ skrifar hann. „Villur í opinberum gögnum eru hið versta mál, ekki síst þegar þær verða grundvöllur umræðu um útþenslu hins opinbera sem enginn fótur reynist fyrir. Eða þegar hagvöxtur er vanmetinn um það sem nemur hagvexti í eðlilegu árferði.“ Bjarni segir mikilvægt að fjölmiðlar og almenningur sýni stjórnvöldum aðhald þegar kemur að útþenslu hins opinbera. Aðhald í ríkisrekstrinum sé yfirlýst forgangsmál stjórnvalda, til að styðja við áframhaldandi lækkun verðbólgu og vaxta. „En þegar gögnin standast ekki skoðun, þá gerir umræðan það ekki heldur.“ Bjarni segir að á þessum grundvelli hafi hann komið af stað vinnu til að bæta opinbera hagskýrslugerð. „Röng gögn geta nefnilega verið verri en engin og þangað viljum við ekki fara.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fæðingarorlof Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira