Glódís kemst ekki á verðlaunahátíðina: „Mér finnst þetta bara fáránlegt“ Aron Guðmundsson skrifar 9. október 2024 18:46 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, er allt annað en ánægður með skipuleggjendur Ballon D'or verðlaunahátíðarinnar. Vísir/Samsett mynd Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir það fáránlegt að stærsta verðlaunahátíð ársins í fótboltaheiminum, þar sem sjálfur gullboltinn verður afhentur bestu leikmönnum heims í karla- og kvennaflokki, skuli vera haldin í miðjum landsleikjaglugga kvennalandsliða. Glódís Perla Viggósdóttir er fyrsti Íslendingurinn sem er tilnefnd til verðlaunanna en hún mun ekki geta mætt á hátíðina þar sem að hún verður stödd í landsliðsverkefni. Landsliðshópur íslenska kvennalandsliðsins fyrir tvo æfingarleiki gegn ólympíumeisturum Bandaríkjanna ytra var opinberaður í dag. Leikir liðanna munu fara fram í Austin Texas og Nashville Tenneesse 25. Og 27.október næstkomandi og gat Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari valið úr sínum sterkustu leikmönnum og gerir aðeins eina breytingu milli landsliðsverkefna. Í landsliðshópnum er sem fyrr að finna leiðtoga liðsins Glódísi Perlu Viggósdóttur, leikmann og fyrirliða Bayern Munchen sem átti skínandi tímabil á síðasta tímabili og var í kjölfar þess tilnefnd til Ballon d´or verðlaunanna virtu sem veitt eru besta leikmanni í heimi í karla og kvennaflokki. „Auðvitað er þetta bara frábært afrek hjá henni. Þetta er risastórt. Hún er einn besti leikmaður heimsins. Tilnefnd sem slík og það er frábært. Þetta sýnir í raun og veru hvar hún er stödd sem leikmaður. Það er eftir því tekið hversu góð hún er. Þetta er bara virkilega flott afrek. Flott fyrir hana sem leikmann og sýnir að við erum með leikmann í þessum gæðaflokki í okkar liði. Það hjálpar okkur að sjálfsögðu líka. Þetta er stórt og mikið. Vonandi verður bara áframhald á þessu. Að hún haldi áfram að þróast og þroskast sem leikmaður. Verði enn þá betri en hún er í dag.“ „Mér finnst þetta bara fáránlegt“ Glódís er fyrst Íslendinga til þess að vera tilnefnd til verðlaunanna en mun ekki geta sótt sjálfa verðlaunahátíðina í París þann 28.október næstkomandi því hún fer fram degi eftir seinni leik Íslands og Bandaríkjanna í Nashville. Þá má gera ráð fyrir því að fleiri stór nöfn úr kvennaboltanum muni ekki geta sótt hátíðina sem er haldin í miðjum landsliðsglugga kvennalandsliðanna og munu á þessum dögum undir lok október fara fram mikilvægir leikir í umspili fyrir Evrópumót næsta árs. Staðreynd sem kemur landsliðsþjálfara Íslands spánskt fyrir sjónir en það er franski miðillinn French Football sem stendur fyrir Ballon d´or valinu og nýtur liðsinnis Evrópska knattspyrnusambandsins við undirbúning verðlaunaafhendingarinnar. „Þetta er náttúrulega bara galið. Í grunninn er þetta galið. Ef þeir vilja gera konum hátt undir höfði þá þurfa þær að geta mætt á svæðið. Það er algjörlega ljóst. Þú getur ekki sett þetta í mitt landsleikjahlé hjá konum því að bestu leikmennirnir eru að spila með landsliðum sínum og munu ekki geta mætt nema kannski í einhverjum undantekningartilfellum þar sem að þær eru í umræddu landi þar sem að verðlaunaafhendingin fer fram. Mér finnst þetta bara fáránlegt. Einfaldasta leiðin í þessu væri bara að halda þetta í sitthvoru lagi. Að hafa sér stóra verðlaunaafhendingu fyrir konur og sér fyrir karla.“ Klippa: „Galið og fáránlegt“ Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Sjá meira
Landsliðshópur íslenska kvennalandsliðsins fyrir tvo æfingarleiki gegn ólympíumeisturum Bandaríkjanna ytra var opinberaður í dag. Leikir liðanna munu fara fram í Austin Texas og Nashville Tenneesse 25. Og 27.október næstkomandi og gat Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari valið úr sínum sterkustu leikmönnum og gerir aðeins eina breytingu milli landsliðsverkefna. Í landsliðshópnum er sem fyrr að finna leiðtoga liðsins Glódísi Perlu Viggósdóttur, leikmann og fyrirliða Bayern Munchen sem átti skínandi tímabil á síðasta tímabili og var í kjölfar þess tilnefnd til Ballon d´or verðlaunanna virtu sem veitt eru besta leikmanni í heimi í karla og kvennaflokki. „Auðvitað er þetta bara frábært afrek hjá henni. Þetta er risastórt. Hún er einn besti leikmaður heimsins. Tilnefnd sem slík og það er frábært. Þetta sýnir í raun og veru hvar hún er stödd sem leikmaður. Það er eftir því tekið hversu góð hún er. Þetta er bara virkilega flott afrek. Flott fyrir hana sem leikmann og sýnir að við erum með leikmann í þessum gæðaflokki í okkar liði. Það hjálpar okkur að sjálfsögðu líka. Þetta er stórt og mikið. Vonandi verður bara áframhald á þessu. Að hún haldi áfram að þróast og þroskast sem leikmaður. Verði enn þá betri en hún er í dag.“ „Mér finnst þetta bara fáránlegt“ Glódís er fyrst Íslendinga til þess að vera tilnefnd til verðlaunanna en mun ekki geta sótt sjálfa verðlaunahátíðina í París þann 28.október næstkomandi því hún fer fram degi eftir seinni leik Íslands og Bandaríkjanna í Nashville. Þá má gera ráð fyrir því að fleiri stór nöfn úr kvennaboltanum muni ekki geta sótt hátíðina sem er haldin í miðjum landsliðsglugga kvennalandsliðanna og munu á þessum dögum undir lok október fara fram mikilvægir leikir í umspili fyrir Evrópumót næsta árs. Staðreynd sem kemur landsliðsþjálfara Íslands spánskt fyrir sjónir en það er franski miðillinn French Football sem stendur fyrir Ballon d´or valinu og nýtur liðsinnis Evrópska knattspyrnusambandsins við undirbúning verðlaunaafhendingarinnar. „Þetta er náttúrulega bara galið. Í grunninn er þetta galið. Ef þeir vilja gera konum hátt undir höfði þá þurfa þær að geta mætt á svæðið. Það er algjörlega ljóst. Þú getur ekki sett þetta í mitt landsleikjahlé hjá konum því að bestu leikmennirnir eru að spila með landsliðum sínum og munu ekki geta mætt nema kannski í einhverjum undantekningartilfellum þar sem að þær eru í umræddu landi þar sem að verðlaunaafhendingin fer fram. Mér finnst þetta bara fáránlegt. Einfaldasta leiðin í þessu væri bara að halda þetta í sitthvoru lagi. Að hafa sér stóra verðlaunaafhendingu fyrir konur og sér fyrir karla.“ Klippa: „Galið og fáránlegt“
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Sjá meira