Segja Klopp afhjúpa hræsni sína með ráðningunni Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2024 20:01 Það gustar um Jurgen Klopp þessa stundina. Vísir/Getty Í morgun var tilkynnt að Jurgen Klopp myndi taka við sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull fyrirtækinu í upphafi nýs árs. Fyrrum aðdáendur Klopp eru þó ekki á eitt sáttir með nýja starfið. Jurgen Klopp hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool í lok síðasta tímabils og hefur verið án starfs síðan þá. Hann hefur ýjað að því að hann væri jafnvel hættur sem knattspyrnustjóri og sagðist að minnsta kosti ekki vera að taka við stjórn neins liðs í nánustu framtíð. Í morgun var hins vegar tilkynnt að Klopp myndi taka við sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull um áramótin. Red Bull á félög í nokkrum löndum og eru Red Bull Leipzig í Þýskalandi og Red Bull Salzburg í Austurríki þeirra stærst. Ákvörðun Klopp hefur fengið töluverða gagnrýni í Þýskalandi sem og víðar en hvergi meiri en hjá aðdáendum Dortmund sem Klopp stýrði um árabil. Klopp hefur verið álitinn goðsögn hjá stuðningsmönnum þýska liðsins eftir að hafa gert liðið að þýskum meisturum árin 2011 og 2012 en nú kveður við annan tón og stuðningsmenn Dortmund keppast við að svo gott sem afneita Klopp á samfélagsmiðlum. Ástæðan er innkoma Red Bull í knattspyrnuheiminn á sínum tíma. Drykkjarfyrirtækið keypti félagið SSV Markranstadt árið 2009 og breytti nafninu um leið í RB Leipzig. Í Þýskalandi kveða reglur á um það að félagsmenn þurfi að eiga að minnsta kosti 51% hlut í félaginu en fyrirtækið kom sér framhjá þeirri reglu. RB Leipzig var aðeins með 17 félagsmenn sem greiddu félagsgjöld og svo vildi til að þeir voru einnig starfsmenn Red Bull. Til samanburðar eru félagsmenn Dortmund tæplega 200.000 talsins. Segja Klopp hafa selt sál sína og nú sé loks hægt að loka kaflanum Klopp hefur í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigendur knattspyrnufélaga sem eiga hlut í mörgum félögum. Árið 2017 sagði hann að hann væri „knattspyrnurómantíkus og aðdáandi hefða innan knattspyrnunnar.“ Þessi orð hans eru nú að bíta hann í rassinn. Stuðningsmenn Dortmund hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum og segja hræsni Klopp mikla. Given Borussia Dortmund's complete rejection of the Red Bull model of club whitewashing, and Jurgen Klopp's long history there, it's a bit disappointing and dispiriting to see him lead that project as its flagship employee.— Daniel Storey (@danielstorey85) October 9, 2024 „Nú getum við loksins lokað á Klopp-tímabilið. Engin frekari nostalgía sem truflar okkur í framtíðinni,“ skrifar einn stuðningsmaður á X og annar segir að „umræðuefnið Klopp sé nú í besta falli hluti af sögunni. Enginn frekari samanburður við Klopp, ekkert meira væl.“ Aðrir segja Klopp hafa selt heiður sinn og að þetta muni hafa neikvæð áhrif á starfsferil hans. „Þú gerir allt á ferli þínum og eiginlega allt rétt, bara til að selja sál þína í endamarkinu,“ skrifaði einn stuðningsmaður og ljóst að Klopp mun ekki fá blíðar móttökur næst þegar hann lætur sjá sig í Dortmund. Sjálfur segist Klopp vera spenntur fyrir áskoruninni en í samningi hans við Red Bull er klásúla um að hann losni frá skuldbindingum sínum standi honum til boða að taka við þýska landsliðinu. Þýski boltinn Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Sjá meira
Jurgen Klopp hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool í lok síðasta tímabils og hefur verið án starfs síðan þá. Hann hefur ýjað að því að hann væri jafnvel hættur sem knattspyrnustjóri og sagðist að minnsta kosti ekki vera að taka við stjórn neins liðs í nánustu framtíð. Í morgun var hins vegar tilkynnt að Klopp myndi taka við sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull um áramótin. Red Bull á félög í nokkrum löndum og eru Red Bull Leipzig í Þýskalandi og Red Bull Salzburg í Austurríki þeirra stærst. Ákvörðun Klopp hefur fengið töluverða gagnrýni í Þýskalandi sem og víðar en hvergi meiri en hjá aðdáendum Dortmund sem Klopp stýrði um árabil. Klopp hefur verið álitinn goðsögn hjá stuðningsmönnum þýska liðsins eftir að hafa gert liðið að þýskum meisturum árin 2011 og 2012 en nú kveður við annan tón og stuðningsmenn Dortmund keppast við að svo gott sem afneita Klopp á samfélagsmiðlum. Ástæðan er innkoma Red Bull í knattspyrnuheiminn á sínum tíma. Drykkjarfyrirtækið keypti félagið SSV Markranstadt árið 2009 og breytti nafninu um leið í RB Leipzig. Í Þýskalandi kveða reglur á um það að félagsmenn þurfi að eiga að minnsta kosti 51% hlut í félaginu en fyrirtækið kom sér framhjá þeirri reglu. RB Leipzig var aðeins með 17 félagsmenn sem greiddu félagsgjöld og svo vildi til að þeir voru einnig starfsmenn Red Bull. Til samanburðar eru félagsmenn Dortmund tæplega 200.000 talsins. Segja Klopp hafa selt sál sína og nú sé loks hægt að loka kaflanum Klopp hefur í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigendur knattspyrnufélaga sem eiga hlut í mörgum félögum. Árið 2017 sagði hann að hann væri „knattspyrnurómantíkus og aðdáandi hefða innan knattspyrnunnar.“ Þessi orð hans eru nú að bíta hann í rassinn. Stuðningsmenn Dortmund hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum og segja hræsni Klopp mikla. Given Borussia Dortmund's complete rejection of the Red Bull model of club whitewashing, and Jurgen Klopp's long history there, it's a bit disappointing and dispiriting to see him lead that project as its flagship employee.— Daniel Storey (@danielstorey85) October 9, 2024 „Nú getum við loksins lokað á Klopp-tímabilið. Engin frekari nostalgía sem truflar okkur í framtíðinni,“ skrifar einn stuðningsmaður á X og annar segir að „umræðuefnið Klopp sé nú í besta falli hluti af sögunni. Enginn frekari samanburður við Klopp, ekkert meira væl.“ Aðrir segja Klopp hafa selt heiður sinn og að þetta muni hafa neikvæð áhrif á starfsferil hans. „Þú gerir allt á ferli þínum og eiginlega allt rétt, bara til að selja sál þína í endamarkinu,“ skrifaði einn stuðningsmaður og ljóst að Klopp mun ekki fá blíðar móttökur næst þegar hann lætur sjá sig í Dortmund. Sjálfur segist Klopp vera spenntur fyrir áskoruninni en í samningi hans við Red Bull er klásúla um að hann losni frá skuldbindingum sínum standi honum til boða að taka við þýska landsliðinu.
Þýski boltinn Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Sjá meira