„Við þolum ekki þetta ástand mikið lengur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. október 2024 19:31 Ólafur Guðbjörn Skúlason framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir að starfsemi spítalans sé komin að algjörum þolmörkum. Fjöldi sjúklinga liggi framm á göngum, aðgerðum hafi verið frestað og álag starfsfólks sé óhóflegt. Vísir/Bjarni Landspítalinn hefur aldrei staðið frammi fyrir öðrum eins innlagnarvanda en spítalinn hefur verið vikum saman á hæsta viðbragðsstigi. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir starfsemina komna að algjörum þolmörkum. Innviðir heilbrigðiskerfisins hafi ekki vaxið í takt við samfélagsþróun. Síðustu ár hefur reglulega verið greint frá óhóflegu álagi á Landspítalanum í fjölmiðlum. Síðustu mánuði hefur álagið hins vegar sjaldan eða aldrei verið jafn óhóflegt. Spítalinn hefur aldrei verið eins lengi á hæsta viðbragðsstigi og nú og ekki er útlit er fyrir að það skáni í bráð. Átti að vera undantekning Aðgerðum hefur verið frestað, fólk hleypur hraðar og og næstum hundrað sjúklingar liggja fram á gangi að sögn Ólafs Guðbjörns Skúlasonar framkvæmdastjóra hjúkrunar. „Við ákváðum að greina stöðu innlagna í þrjú stig árið 2023 þar sem efsta stigið er ofurálag og viðbragðsstig. Við erum nú búin að vera á því stigi í næstum þrjár vikur en upphaflega gerðum við ráð fyrir að slíkt gerðist aðeins í algjörum undantekningartilfellum. Ágústmánuður var næstum því eins slæmur en þá vorum við meira en helming tímans á þriðja stigi,“ segir Ólafur. Landspítalinn tekur saman innlagnastig en eins og sést hér hefur spítalinn verið á rauðu samfellt í 21 dag.Vísir Gætu þurft að fresta aðkallandi aðgerðum Hann segir þetta hafa víðtæk áhrif á alla starfsemi spítalans. „Síðustu tvo daga höfum við til dæmis þurft að fresta átta aðgerðum. Ef fram fer sem horfir þurfum við líka að fresta stórum sérhæfðum aðgerðum sem Landspítalinn getur aðeins sinnt eins og heila- eða krabbameinsaðgerðum og það viljum við alls ekki gera,“ segir hann. Ástandið reyni gríðarlega á starfsfólk og sjúklinga. „Við getum sagt að hér sinni fólk flóknustu verkefnunum í íslenskri heilbrigðisþjónustu, með afar fáar hendur og á lægstu launum. Þetta gerir það líka að verkum að við þurfum að setja sjúklinga í rými sem eru ekki ætluð þeim eins og á ganga og í önnur skúmaskot en nú eru 94 sjúklingar í þeirri stöðu,“ segir hann. Aðspurður um hvort hann sjái fram á að ástandið skáni á næstunni svara hann því neitandi. Hins vegar sé það afar aðkallandi. „Við þolum þetta ástand ekki mikið lengur,“ segir hann. Hópur fólks fastur á spítalanum Þá séu alltof margir sem sjúklingar sem liggja á spítalanum og bíði þar eftir öðrum úrræðum. Við erum núna með 87 einstaklinga sem ættu að vera á öðru þjónustustigi. Bara ef það yrði lagað þá hefði það mikið að segja. Þetta eru aðstæður sem við stjórnum ekki og virðast vera samfélaginu ofviða. Ólafur sendir stjórnvöldum tóninn. „Orsökin fyrir þessu er að innviðir heilbrigðiskerfisins hafa ekki vaxið í samræmi við fjölgun, öldrun, ferðamenn og innflytjendur. Stjórnvöld verða að gera gangskör í því að skala kerfið upp í takt við þessa nýju þörf,“ segir hann að lokum. Landspítalinn Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldri borgarar Tengdar fréttir Sjúklingum Landspítala fjölgaði um 4.500 milli ára Landspítali tók á móti 4.500 fleiri sjúklingum á árinu 2023 en árið á undan. Það jafngildi því að spítalinn sinni tólf fleiri einstaklingum á degi hverjum en árið áður. 17. maí 2024 14:01 Fjölgun atvika gæti verið jákvætt merki Forstjóri lækninga á Landspítalanum segir að sífellt fleiri ábendingar berist um að eitthvað hafi hugsanlega farið úrskeiðis í starfseminni. Þjónustan sé þó ekki að versna heldur öryggismenning að aukast. Ákveðið hefur verið að ráða talsmann sjúklinga á spítalann. 9. apríl 2024 20:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Síðustu ár hefur reglulega verið greint frá óhóflegu álagi á Landspítalanum í fjölmiðlum. Síðustu mánuði hefur álagið hins vegar sjaldan eða aldrei verið jafn óhóflegt. Spítalinn hefur aldrei verið eins lengi á hæsta viðbragðsstigi og nú og ekki er útlit er fyrir að það skáni í bráð. Átti að vera undantekning Aðgerðum hefur verið frestað, fólk hleypur hraðar og og næstum hundrað sjúklingar liggja fram á gangi að sögn Ólafs Guðbjörns Skúlasonar framkvæmdastjóra hjúkrunar. „Við ákváðum að greina stöðu innlagna í þrjú stig árið 2023 þar sem efsta stigið er ofurálag og viðbragðsstig. Við erum nú búin að vera á því stigi í næstum þrjár vikur en upphaflega gerðum við ráð fyrir að slíkt gerðist aðeins í algjörum undantekningartilfellum. Ágústmánuður var næstum því eins slæmur en þá vorum við meira en helming tímans á þriðja stigi,“ segir Ólafur. Landspítalinn tekur saman innlagnastig en eins og sést hér hefur spítalinn verið á rauðu samfellt í 21 dag.Vísir Gætu þurft að fresta aðkallandi aðgerðum Hann segir þetta hafa víðtæk áhrif á alla starfsemi spítalans. „Síðustu tvo daga höfum við til dæmis þurft að fresta átta aðgerðum. Ef fram fer sem horfir þurfum við líka að fresta stórum sérhæfðum aðgerðum sem Landspítalinn getur aðeins sinnt eins og heila- eða krabbameinsaðgerðum og það viljum við alls ekki gera,“ segir hann. Ástandið reyni gríðarlega á starfsfólk og sjúklinga. „Við getum sagt að hér sinni fólk flóknustu verkefnunum í íslenskri heilbrigðisþjónustu, með afar fáar hendur og á lægstu launum. Þetta gerir það líka að verkum að við þurfum að setja sjúklinga í rými sem eru ekki ætluð þeim eins og á ganga og í önnur skúmaskot en nú eru 94 sjúklingar í þeirri stöðu,“ segir hann. Aðspurður um hvort hann sjái fram á að ástandið skáni á næstunni svara hann því neitandi. Hins vegar sé það afar aðkallandi. „Við þolum þetta ástand ekki mikið lengur,“ segir hann. Hópur fólks fastur á spítalanum Þá séu alltof margir sem sjúklingar sem liggja á spítalanum og bíði þar eftir öðrum úrræðum. Við erum núna með 87 einstaklinga sem ættu að vera á öðru þjónustustigi. Bara ef það yrði lagað þá hefði það mikið að segja. Þetta eru aðstæður sem við stjórnum ekki og virðast vera samfélaginu ofviða. Ólafur sendir stjórnvöldum tóninn. „Orsökin fyrir þessu er að innviðir heilbrigðiskerfisins hafa ekki vaxið í samræmi við fjölgun, öldrun, ferðamenn og innflytjendur. Stjórnvöld verða að gera gangskör í því að skala kerfið upp í takt við þessa nýju þörf,“ segir hann að lokum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldri borgarar Tengdar fréttir Sjúklingum Landspítala fjölgaði um 4.500 milli ára Landspítali tók á móti 4.500 fleiri sjúklingum á árinu 2023 en árið á undan. Það jafngildi því að spítalinn sinni tólf fleiri einstaklingum á degi hverjum en árið áður. 17. maí 2024 14:01 Fjölgun atvika gæti verið jákvætt merki Forstjóri lækninga á Landspítalanum segir að sífellt fleiri ábendingar berist um að eitthvað hafi hugsanlega farið úrskeiðis í starfseminni. Þjónustan sé þó ekki að versna heldur öryggismenning að aukast. Ákveðið hefur verið að ráða talsmann sjúklinga á spítalann. 9. apríl 2024 20:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Sjúklingum Landspítala fjölgaði um 4.500 milli ára Landspítali tók á móti 4.500 fleiri sjúklingum á árinu 2023 en árið á undan. Það jafngildi því að spítalinn sinni tólf fleiri einstaklingum á degi hverjum en árið áður. 17. maí 2024 14:01
Fjölgun atvika gæti verið jákvætt merki Forstjóri lækninga á Landspítalanum segir að sífellt fleiri ábendingar berist um að eitthvað hafi hugsanlega farið úrskeiðis í starfseminni. Þjónustan sé þó ekki að versna heldur öryggismenning að aukast. Ákveðið hefur verið að ráða talsmann sjúklinga á spítalann. 9. apríl 2024 20:00