B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. október 2024 10:03 Selma Rut Þorsteinsdóttir, yfirsköpunarstjóri á Pipar/TBWA auglýsingastofunni, langar til að segjast hella upp á kaffi eða hugleiða á morgnana. Hið rétta er að hún er B-týpa að eðlisfari, að reyna að verða að A-týpu sem fer í ræktina suma morgna og fyrr að sofa. Aðra morgna tekur hún tíma í að morgna sig; Öðru fólki til heilla. Vísir/Vilhelm Selma Rut Þorsteinsdóttir, yfirsköpunarstjóri á Pipar/TBWA auglýsingastofunni, segir fjölskylduna finnast það slæmt að hún borði ekki hakk. Í fjarveru hennar, er það því venjan að borða einhvers konar hakk-rétt daglega þar til hún kemur heim. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Mitt sanna morguneðli er að vakna eins seint og mögulegt er þannig að ég rétt næ að hafa mig til og hlaupa út og ekkert má út af bregða til að ég nái á réttum tíma í vinnuna. Klukkan er oftast um 8.15. B manneskja heitir það víst.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Batnandi fólki er víst best að lifa, en fyrrnefnd b týpa er síðustu vikur farin að víkja fyrir nýrri týpu sem ég er rétt að kynnast. En hún vaknar nokkrum sinnum í viku fyrir sjö og klæðir sig eins og moldvarpa í myrkrinu í ræktarföt og drífur sig út. Þá daga sem ég er ekki að reyna við nýju týpuna í ræktinni, er ég hreinlega ekki að gera neitt viturlegt nema að morgna mig, öllum til heilla. Mig dauðlangar að segja að ég helli upp á kaffi, hugleiði og eitthvað þannig fínt en ég á enn eftir að þroskast í það. Ég á þrjú börn sem eru 13, 18 og 22ja svo þau þurfa enga aðstoð lengur. Það er helst þessi í miðjunni sem er b eins og mamma sín sem ég kannski minni á að grípa með sér nesti eða álíka. Annars eru það bara knúsar og kossar á fjölskyldumeðlimi út í daginn.“ Hvað myndi heimilisfólkið nefna aðspurt um í hverju þú ert a) rosalega góð í, b) vonlaus í? „a) Ég er heppin að fá að heyra það reglulega frá heimilisfólkinu mínu að ég sé góð í að vera mamma. Það er líklegast hlýjasta hrós sem ég get ímyndað mér. Annað er að ég sé góð í heildarmyndinni og passa upp á hvað þarf að gera til að hlutir gangi upp og dríf þá áfram. Þau eru til dæmis frekar ánægð í dag með að ég settist niður með þeim síðasta gamlárskvöld og fór yfir hvað við vildum gera saman á þessu ári þar sem börnin eru orðin stór og með sín plön og skyldur, en niðurstaðan var sú að við ákváðum að skoða það að ferðast til Asíu yfir jólin og erum nú á leið til Thailands og mikil spenna komin í hópinn yfir þessari ferð. b) Ég fæ hins vegar oft að heyra það frá manninum mínum að ég sé vonlaus að versla í matinn. Ég viðurkenni það fúslega, ég missi alveg fókus inni í matvörubúð og kem yfirleitt út með nokkrar hálfkláraðar máltíðir og eitthvað sem mér fannst vera í fallegum umbúðum, en veit ekkert hvað ég ætla að nota í. Það sem allir á heimilinu er hins vegar sammála um að sé minn versti kostur er að ég borða ekki hakk. Ég er nýkomin úr fjögurra daga ferð til Amsterdam og eins og alltaf þegar ég fer eitthvað í burtu er elduð einhvers konar hakk máltíð á hverjum degi í fjarveru minni.“ Þar sem Selma er teiknari að upplagi er hún alltaf með skissubók við höndina sem geymir hugmyndir, skissur og mikilvæga punkta í skipulögðu kaósi. Á auglýsingastofunni var verkumsjónarkerfið Wrike innleitt fyrir stuttu, sem Selma segir að hafi gjörbylt utanumhaldi verkefna. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það eru ýmis spennandi verkefni í gangi einmitt núna, en ég get því miður ekki rætt þau á þessu stigi, en við erum með fjölbreytta flóru af flottum viðskiptavinum sem eru mörg hver að huga að markaðsmálunum sínum þessa dagana. Haustið er vertíð í auglýsingabransanum. Allt er að fara í gang og gólfið víbrar af stuði niðri á stofu, ég elska þennan tíma. Fólk er tilbúið í vertíðina og hugmyndirnar flæða á milli og allir setja sitt lóð á vogarskálarnar. Þetta er ávanabindandi bransi og ég er ótrúlega þakklát fyrir að fá að vera partur af honum.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Það fara miklar planeringar fram í hausnum á mér á hverri stundu og enn sem komið er fer mesta skipulagning fram þar þó mögulega harði diskurinn fari bráðum að fyllast. Annars er ég teiknari að upplagi og alltaf með skissubók við hönd sem geymir hugmyndir, skissur, mikilvæga punkta og glósur í þokkalega skipulögðu kaósi. Ég er farin að notast meira við notes í tölvunni, en finn samt að ég set mig meira í stellingar þegar ég skrifa í tölvuna. Hugur og hönd virka enn sem komið er betur fyrir mig. Á stofunni erum við síðan vel skipulögð í verkumsjónarkerfi sem heitir Wrike og hefur gjörbylt flæði og utanumhaldi verkefnanna á stofunni. Við höfum einnig verið í innleiðingarfasa á því kerfi með stofunni okkar í Osló, SDG\TBWA, því best er auðvitað að samnýta krafta okkar og hæfileika eftir bestu getu. Hins vegar söknum við öll Workplace sem TBWA út í heimi slökkti strax á í sumar þegar það kom í ljós að það væri að hætta. Magnað hvað maður getur saknað eins forrits.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Eitt af því sem fjölskyldan mín segir einmitt að ég sé vonlaus í er að fara snemma að sofa.Þannig að B týpan myndi fara að sofa um miðnætti, meðan að þessi nýja í mótun pínir sig um ellefu.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Gunnar Zoéga, forstjóri OK, gefur sjálfum sér 8 í einkunn aðspurður um hversu hress hann er á morgnana. Að sama skapi viðurkennir hann að vera frekar kvöldsvæfur. Enda segir hann góðan svefn skipta öllu máli. 5. október 2024 10:00 Horfðu á hallærislegt sjónvarpsefni og úðuðu í sig bragðaref Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri KOKKU, vaknar alltaf á undan klukkunni en segist bæta það upp með síðdegislúrum á sunnudögum. Á meðan kaffivélin malar kaffið á morgnana, keppist Guðrún við spænskuna í Duolingo. 28. september 2024 10:03 Langaði svakalega mikið í sleik við George Clooney Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur hjá Kvis, segist vera kómísk blanda af einstaklingi sem fæddist 107 ára en er ung í anda. Hödd segir kaffivélina mjög elskað heimilistæki og nýtir morgnana í að læra ítölsku með Duolingo. 21. september 2024 10:01 „Ég verð auðveldlega meyr en segi engum frá því“ Páll Pálsson fasteignasali á Heima er best, segir að eftir að testerónið fór að minnka og estrógenið að aukast geti hann tárast yfir nánast öllu sem hann horfir á. Páll leggur áherslu á „me time“ á morgnana. 14. september 2024 10:01 Biskupinn á hlaupum með Bubba Morthens og Sísí með Grýlunum Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, viðurkennir að langa ekkert endilega fram úr strax og hún vaknar á morgnana. Öll Abbalögin og Meat Loaf koma henni alltaf í dansgírinn og vinælt á hlaupalagalistanum eru Bubbi Morthens og Grýlurnar. 7. september 2024 10:02 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Mitt sanna morguneðli er að vakna eins seint og mögulegt er þannig að ég rétt næ að hafa mig til og hlaupa út og ekkert má út af bregða til að ég nái á réttum tíma í vinnuna. Klukkan er oftast um 8.15. B manneskja heitir það víst.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Batnandi fólki er víst best að lifa, en fyrrnefnd b týpa er síðustu vikur farin að víkja fyrir nýrri týpu sem ég er rétt að kynnast. En hún vaknar nokkrum sinnum í viku fyrir sjö og klæðir sig eins og moldvarpa í myrkrinu í ræktarföt og drífur sig út. Þá daga sem ég er ekki að reyna við nýju týpuna í ræktinni, er ég hreinlega ekki að gera neitt viturlegt nema að morgna mig, öllum til heilla. Mig dauðlangar að segja að ég helli upp á kaffi, hugleiði og eitthvað þannig fínt en ég á enn eftir að þroskast í það. Ég á þrjú börn sem eru 13, 18 og 22ja svo þau þurfa enga aðstoð lengur. Það er helst þessi í miðjunni sem er b eins og mamma sín sem ég kannski minni á að grípa með sér nesti eða álíka. Annars eru það bara knúsar og kossar á fjölskyldumeðlimi út í daginn.“ Hvað myndi heimilisfólkið nefna aðspurt um í hverju þú ert a) rosalega góð í, b) vonlaus í? „a) Ég er heppin að fá að heyra það reglulega frá heimilisfólkinu mínu að ég sé góð í að vera mamma. Það er líklegast hlýjasta hrós sem ég get ímyndað mér. Annað er að ég sé góð í heildarmyndinni og passa upp á hvað þarf að gera til að hlutir gangi upp og dríf þá áfram. Þau eru til dæmis frekar ánægð í dag með að ég settist niður með þeim síðasta gamlárskvöld og fór yfir hvað við vildum gera saman á þessu ári þar sem börnin eru orðin stór og með sín plön og skyldur, en niðurstaðan var sú að við ákváðum að skoða það að ferðast til Asíu yfir jólin og erum nú á leið til Thailands og mikil spenna komin í hópinn yfir þessari ferð. b) Ég fæ hins vegar oft að heyra það frá manninum mínum að ég sé vonlaus að versla í matinn. Ég viðurkenni það fúslega, ég missi alveg fókus inni í matvörubúð og kem yfirleitt út með nokkrar hálfkláraðar máltíðir og eitthvað sem mér fannst vera í fallegum umbúðum, en veit ekkert hvað ég ætla að nota í. Það sem allir á heimilinu er hins vegar sammála um að sé minn versti kostur er að ég borða ekki hakk. Ég er nýkomin úr fjögurra daga ferð til Amsterdam og eins og alltaf þegar ég fer eitthvað í burtu er elduð einhvers konar hakk máltíð á hverjum degi í fjarveru minni.“ Þar sem Selma er teiknari að upplagi er hún alltaf með skissubók við höndina sem geymir hugmyndir, skissur og mikilvæga punkta í skipulögðu kaósi. Á auglýsingastofunni var verkumsjónarkerfið Wrike innleitt fyrir stuttu, sem Selma segir að hafi gjörbylt utanumhaldi verkefna. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það eru ýmis spennandi verkefni í gangi einmitt núna, en ég get því miður ekki rætt þau á þessu stigi, en við erum með fjölbreytta flóru af flottum viðskiptavinum sem eru mörg hver að huga að markaðsmálunum sínum þessa dagana. Haustið er vertíð í auglýsingabransanum. Allt er að fara í gang og gólfið víbrar af stuði niðri á stofu, ég elska þennan tíma. Fólk er tilbúið í vertíðina og hugmyndirnar flæða á milli og allir setja sitt lóð á vogarskálarnar. Þetta er ávanabindandi bransi og ég er ótrúlega þakklát fyrir að fá að vera partur af honum.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Það fara miklar planeringar fram í hausnum á mér á hverri stundu og enn sem komið er fer mesta skipulagning fram þar þó mögulega harði diskurinn fari bráðum að fyllast. Annars er ég teiknari að upplagi og alltaf með skissubók við hönd sem geymir hugmyndir, skissur, mikilvæga punkta og glósur í þokkalega skipulögðu kaósi. Ég er farin að notast meira við notes í tölvunni, en finn samt að ég set mig meira í stellingar þegar ég skrifa í tölvuna. Hugur og hönd virka enn sem komið er betur fyrir mig. Á stofunni erum við síðan vel skipulögð í verkumsjónarkerfi sem heitir Wrike og hefur gjörbylt flæði og utanumhaldi verkefnanna á stofunni. Við höfum einnig verið í innleiðingarfasa á því kerfi með stofunni okkar í Osló, SDG\TBWA, því best er auðvitað að samnýta krafta okkar og hæfileika eftir bestu getu. Hins vegar söknum við öll Workplace sem TBWA út í heimi slökkti strax á í sumar þegar það kom í ljós að það væri að hætta. Magnað hvað maður getur saknað eins forrits.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Eitt af því sem fjölskyldan mín segir einmitt að ég sé vonlaus í er að fara snemma að sofa.Þannig að B týpan myndi fara að sofa um miðnætti, meðan að þessi nýja í mótun pínir sig um ellefu.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Gunnar Zoéga, forstjóri OK, gefur sjálfum sér 8 í einkunn aðspurður um hversu hress hann er á morgnana. Að sama skapi viðurkennir hann að vera frekar kvöldsvæfur. Enda segir hann góðan svefn skipta öllu máli. 5. október 2024 10:00 Horfðu á hallærislegt sjónvarpsefni og úðuðu í sig bragðaref Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri KOKKU, vaknar alltaf á undan klukkunni en segist bæta það upp með síðdegislúrum á sunnudögum. Á meðan kaffivélin malar kaffið á morgnana, keppist Guðrún við spænskuna í Duolingo. 28. september 2024 10:03 Langaði svakalega mikið í sleik við George Clooney Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur hjá Kvis, segist vera kómísk blanda af einstaklingi sem fæddist 107 ára en er ung í anda. Hödd segir kaffivélina mjög elskað heimilistæki og nýtir morgnana í að læra ítölsku með Duolingo. 21. september 2024 10:01 „Ég verð auðveldlega meyr en segi engum frá því“ Páll Pálsson fasteignasali á Heima er best, segir að eftir að testerónið fór að minnka og estrógenið að aukast geti hann tárast yfir nánast öllu sem hann horfir á. Páll leggur áherslu á „me time“ á morgnana. 14. september 2024 10:01 Biskupinn á hlaupum með Bubba Morthens og Sísí með Grýlunum Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, viðurkennir að langa ekkert endilega fram úr strax og hún vaknar á morgnana. Öll Abbalögin og Meat Loaf koma henni alltaf í dansgírinn og vinælt á hlaupalagalistanum eru Bubbi Morthens og Grýlurnar. 7. september 2024 10:02 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Gunnar Zoéga, forstjóri OK, gefur sjálfum sér 8 í einkunn aðspurður um hversu hress hann er á morgnana. Að sama skapi viðurkennir hann að vera frekar kvöldsvæfur. Enda segir hann góðan svefn skipta öllu máli. 5. október 2024 10:00
Horfðu á hallærislegt sjónvarpsefni og úðuðu í sig bragðaref Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri KOKKU, vaknar alltaf á undan klukkunni en segist bæta það upp með síðdegislúrum á sunnudögum. Á meðan kaffivélin malar kaffið á morgnana, keppist Guðrún við spænskuna í Duolingo. 28. september 2024 10:03
Langaði svakalega mikið í sleik við George Clooney Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur hjá Kvis, segist vera kómísk blanda af einstaklingi sem fæddist 107 ára en er ung í anda. Hödd segir kaffivélina mjög elskað heimilistæki og nýtir morgnana í að læra ítölsku með Duolingo. 21. september 2024 10:01
„Ég verð auðveldlega meyr en segi engum frá því“ Páll Pálsson fasteignasali á Heima er best, segir að eftir að testerónið fór að minnka og estrógenið að aukast geti hann tárast yfir nánast öllu sem hann horfir á. Páll leggur áherslu á „me time“ á morgnana. 14. september 2024 10:01
Biskupinn á hlaupum með Bubba Morthens og Sísí með Grýlunum Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, viðurkennir að langa ekkert endilega fram úr strax og hún vaknar á morgnana. Öll Abbalögin og Meat Loaf koma henni alltaf í dansgírinn og vinælt á hlaupalagalistanum eru Bubbi Morthens og Grýlurnar. 7. september 2024 10:02