Skondið að sjá ágreininginn koma upp á yfirborðið Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 14. október 2024 12:58 Þorgerður Katrín fór á fund forsetans fyrr í dag. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir ekkert óeðlilegt að ríkisstjórnin starfi áfram sem starfsstjórn en það sé skondið að sjá allan ágreininginn koma upp á yfirborðið. Þau verði bara að axla sína ábyrgð. Þorgerður ræddi við fjölmiðla á leið til fundar við forseta Íslands. „Ég held það liggi alveg ljóst fyrir að það er ekki þingmeirihluti til að halda þessu gangandi. Þetta er ekki dæmi fyrir mig til að styðja,“ sagði Þorgerður Katrín áður en hún hélt á fund Höllu Tómasdóttur fyrr í dag. Hún sagði sín skilaboð til forsetans á fundinum verða sú að flokkur Viðreisnar styðji þingrof og kosningar sem fyrst. „Við þurfum starfhæfa ríkisstjórn og við erum ekki með starfhæfa ríkisstjórn núna í landinu. Það er verkefni okkar í stjórnmálunum að leysa þessi verkefni,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún segir þá stöðu áður hafa komið upp að þingið hafi þurft að samþykkja fjárlög en að skýr meirihluti hafi ekki legið fyrir. Það sé eitt þeirra verkefna sem þurfi að ljúka en svo geti ný ríkisstjórn tekið upp þráðinn að nýju eftir kosningar. Hún segir að enn eigi eftir að leysa úr því hvort Bjarni leiði áfram starfsstjórn en henni þyki ekki óeðlilegt að núverandi ríkisstjórn starfi áfram saman þrátt fyrir ósk um þingrof frá Bjarna. Það sé ekki óeðlilegt við þessar aðstæður. „Mér finnst líka skondið að sjá hvað það er mikill ágreiningur. Hann er allur að koma upp á yfirborðið. Þeirra er ábyrgðin að sitja þetta út, væntanlega til 30. Nóvember, og þau verða bara versgo að axla sína ábyrgð en ekki vera með einhverja ólund úti hvort annað sem bitnar á þjóðinni.“ Væri hægt að breyta kosningalögum Hvort einhver mál frá stjórnarandstöðu fái afgreiðslu fyrir þinglok segir Þorgerður það óljóst. Það sé eitt sem komi strax upp í hugann. Það sé að jafna þingmannavægið þannig það verði ekki alltaf einn eða tveir flokkar sem fái meira. Það snúist ekki um að jafna atkvæðavægi. Það þurfi að breyta kosningalögum, ekki stjórnarskrá, og með þessari breytingu verði meira réttlæti í skiptingu þingmanna. Annað sem þurfi að ljúka séu fjárlög. Hún segir Viðreisn hafa fundað í gær og það verði boðað til fundar í landshlutaráðum sem ákveði hvort það verði prófkjör eða uppstilling. Hún telur prófkjör skynsamlegustu leiðina en það sé skammur tími til stefnu. Fleiri formenn á leið á fund Fylgst er með fundum forsetans í vaktinni hér að neðan. Að loknum fundi Sigmundar er hlé til klukkan 16 en þá mætir fyrst Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Eftir það kemur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir í Pírötum og svo formenn stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins kemur á fund forsetans klukkan 17.30 og Svandís Svavarsdóttir klukkan 18:15. Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
„Ég held það liggi alveg ljóst fyrir að það er ekki þingmeirihluti til að halda þessu gangandi. Þetta er ekki dæmi fyrir mig til að styðja,“ sagði Þorgerður Katrín áður en hún hélt á fund Höllu Tómasdóttur fyrr í dag. Hún sagði sín skilaboð til forsetans á fundinum verða sú að flokkur Viðreisnar styðji þingrof og kosningar sem fyrst. „Við þurfum starfhæfa ríkisstjórn og við erum ekki með starfhæfa ríkisstjórn núna í landinu. Það er verkefni okkar í stjórnmálunum að leysa þessi verkefni,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún segir þá stöðu áður hafa komið upp að þingið hafi þurft að samþykkja fjárlög en að skýr meirihluti hafi ekki legið fyrir. Það sé eitt þeirra verkefna sem þurfi að ljúka en svo geti ný ríkisstjórn tekið upp þráðinn að nýju eftir kosningar. Hún segir að enn eigi eftir að leysa úr því hvort Bjarni leiði áfram starfsstjórn en henni þyki ekki óeðlilegt að núverandi ríkisstjórn starfi áfram saman þrátt fyrir ósk um þingrof frá Bjarna. Það sé ekki óeðlilegt við þessar aðstæður. „Mér finnst líka skondið að sjá hvað það er mikill ágreiningur. Hann er allur að koma upp á yfirborðið. Þeirra er ábyrgðin að sitja þetta út, væntanlega til 30. Nóvember, og þau verða bara versgo að axla sína ábyrgð en ekki vera með einhverja ólund úti hvort annað sem bitnar á þjóðinni.“ Væri hægt að breyta kosningalögum Hvort einhver mál frá stjórnarandstöðu fái afgreiðslu fyrir þinglok segir Þorgerður það óljóst. Það sé eitt sem komi strax upp í hugann. Það sé að jafna þingmannavægið þannig það verði ekki alltaf einn eða tveir flokkar sem fái meira. Það snúist ekki um að jafna atkvæðavægi. Það þurfi að breyta kosningalögum, ekki stjórnarskrá, og með þessari breytingu verði meira réttlæti í skiptingu þingmanna. Annað sem þurfi að ljúka séu fjárlög. Hún segir Viðreisn hafa fundað í gær og það verði boðað til fundar í landshlutaráðum sem ákveði hvort það verði prófkjör eða uppstilling. Hún telur prófkjör skynsamlegustu leiðina en það sé skammur tími til stefnu. Fleiri formenn á leið á fund Fylgst er með fundum forsetans í vaktinni hér að neðan. Að loknum fundi Sigmundar er hlé til klukkan 16 en þá mætir fyrst Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Eftir það kemur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir í Pírötum og svo formenn stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins kemur á fund forsetans klukkan 17.30 og Svandís Svavarsdóttir klukkan 18:15.
Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira