Lífeyrisþeginn hefði átt að láta reyna á skerðinguna fyrr Árni Sæberg skrifar 15. október 2024 11:53 Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu í gær. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur sýknað Tryggingastofnun ríkisins af kröfum lífeyrisþega og Öryrkjabandalags Íslands um afturvirka leiðréttingu á bótum, sem höfðu verið ólöglega skertar. Hæstiréttur taldi lífeyrisþegann og bandalagið hafa búið yfir nægum upplýsingum um kröfur sínar til að láta á þær reyna fyrir dómstólum fyrr. Málið varðaði uppgjör á bótum Tryggingastofnunar til handa lífeyrisþega, sem felldi stofnunina fyrir Hæstarétti árið 2022. Málið þá snerist um hvort TR hefði verið heimilt, á árunum 2011 til 2015, að reikna greiðslur til viðkomandi einstaklings, á sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu, í samræmi við lög um félagslega aðstoð, í samræmi við búsetu hér á landi. Lífeyrisþeginn hafði unnið málin bæði í héraði og Landsrétti áður en fullnaðarsigur vannst í Hæstarétti. Í dómi Hæstaréttar nú segir að TR hafi leiðrétt greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri fjögur ár aftur í tímann eða frá 1. maí 2018 og talið eldri kröfur fyrndar. Vildu leiðréttingu fyrir sex ár til Í málinu hafi lífeyrisþeginn krafist greiðslu uppbótar fyrir tímabilið 1. maí 2012 til 1. maí 2018 og Öryrkjabandalagið krafist greiðslna vegna félagsmanna sinna fyrir tímabilið 1. janúar 2012 til 1. maí 2018. Lífeyrisþeginn og bandalagið hafi talið viðbótarfrest samkvæmt ákvæði laga um fyrningu kröfuréttinda eiga við um kröfur sem svöruðu til skerðingar bótanna á fyrrgreindu tímabili þar sem þau hefði skort nauðsynlega vitneskju um kröfur sínar fram að uppkvaðningu dóms Hæstaréttar. Í ákvæðinu segir að hafi kröfuhafi ekki haft uppi kröfu sökum þess að hann skorti nauðsynlega vitneskju um kröfuna eða skuldarann fyrnist þá krafa hans aldrei fyrr en einu ári eftir þann dag þegar kröfuhafi fékk eða bar að afla sér slíkrar vitneskju. Réttaróvissan dugði ekki til Í dóminum segir að Öryrkjabandalagið hefði haft nægar upplýsingar um ætlaðar kröfur sínar til að láta reyna á þær með höfðun dómsmáls sem hefði rofið fyrningu þeirra. Í ljósi aðdraganda málsins hafi Hæstiréttur talið að sú réttaróvissa sem var fyrir hendi gæti ekki haft þau áhrif að skort hafi nauðsynlega vitneskju um ætlaðar kröfur þannig að fyrning þeirra tæki ekki að líða eftir ákvæðinu sem vísað var til. Þá hafi Hæstiréttur talið að bandalaginu hefði mátt vera þetta ljóst vegna undanfarandi hagsmunagæslu fyrir lífeyrisþega og jafnframt að sömu upplýsingar hefðu verið nægjanlega aðgengilegar öðrum lífeyrisþegum, þar á meðal lífeyrisþegann sem höfðaði málið, svo þeim hefði verið kleift að grípa til ráðstafana til að slíta fyrningu krafna sinna. Af þeirri ástæðu hafi Tryggingastofnun verið sýknuð af kröfum lífeyrisþegans og Öryrkjabandalagsins. Dómsmál Tryggingar Eldri borgarar Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Sjá meira
Málið varðaði uppgjör á bótum Tryggingastofnunar til handa lífeyrisþega, sem felldi stofnunina fyrir Hæstarétti árið 2022. Málið þá snerist um hvort TR hefði verið heimilt, á árunum 2011 til 2015, að reikna greiðslur til viðkomandi einstaklings, á sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu, í samræmi við lög um félagslega aðstoð, í samræmi við búsetu hér á landi. Lífeyrisþeginn hafði unnið málin bæði í héraði og Landsrétti áður en fullnaðarsigur vannst í Hæstarétti. Í dómi Hæstaréttar nú segir að TR hafi leiðrétt greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri fjögur ár aftur í tímann eða frá 1. maí 2018 og talið eldri kröfur fyrndar. Vildu leiðréttingu fyrir sex ár til Í málinu hafi lífeyrisþeginn krafist greiðslu uppbótar fyrir tímabilið 1. maí 2012 til 1. maí 2018 og Öryrkjabandalagið krafist greiðslna vegna félagsmanna sinna fyrir tímabilið 1. janúar 2012 til 1. maí 2018. Lífeyrisþeginn og bandalagið hafi talið viðbótarfrest samkvæmt ákvæði laga um fyrningu kröfuréttinda eiga við um kröfur sem svöruðu til skerðingar bótanna á fyrrgreindu tímabili þar sem þau hefði skort nauðsynlega vitneskju um kröfur sínar fram að uppkvaðningu dóms Hæstaréttar. Í ákvæðinu segir að hafi kröfuhafi ekki haft uppi kröfu sökum þess að hann skorti nauðsynlega vitneskju um kröfuna eða skuldarann fyrnist þá krafa hans aldrei fyrr en einu ári eftir þann dag þegar kröfuhafi fékk eða bar að afla sér slíkrar vitneskju. Réttaróvissan dugði ekki til Í dóminum segir að Öryrkjabandalagið hefði haft nægar upplýsingar um ætlaðar kröfur sínar til að láta reyna á þær með höfðun dómsmáls sem hefði rofið fyrningu þeirra. Í ljósi aðdraganda málsins hafi Hæstiréttur talið að sú réttaróvissa sem var fyrir hendi gæti ekki haft þau áhrif að skort hafi nauðsynlega vitneskju um ætlaðar kröfur þannig að fyrning þeirra tæki ekki að líða eftir ákvæðinu sem vísað var til. Þá hafi Hæstiréttur talið að bandalaginu hefði mátt vera þetta ljóst vegna undanfarandi hagsmunagæslu fyrir lífeyrisþega og jafnframt að sömu upplýsingar hefðu verið nægjanlega aðgengilegar öðrum lífeyrisþegum, þar á meðal lífeyrisþegann sem höfðaði málið, svo þeim hefði verið kleift að grípa til ráðstafana til að slíta fyrningu krafna sinna. Af þeirri ástæðu hafi Tryggingastofnun verið sýknuð af kröfum lífeyrisþegans og Öryrkjabandalagsins.
Dómsmál Tryggingar Eldri borgarar Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Sjá meira